Húsfreyjan - 01.01.1950, Side 33
Hjálparstúlknaskólinn
á Voss býður íslenzkri
stúlku skólavist
Norðmenn hafa eins og svo margar aðr-
ar |)jóðir vaknað til skilnings á því, live
brýn nauðsyn er á því að bæjar- og sveit-
arfélög liafi í þjónustn sinni sérstakar
hjálparstúlkur, sem léðar eru inn á heim-
ili, }>ar sem húsmóðir forfallast frá störf-
um. Má geta j)ess að á fjárhagsáætlun
norska þingsins 1950—51 eru áætlaöar
600.000 krónur til styrktar þessari starfsemi.
Húsmæðrasambandið í Hörðalandi í
Noergi hefir ljeitt sér fyrir því að koma
upp skóla eða námskeiðum fyrir hjálp-
arstúlkur, en þetta samband hóf í fyrstu
þessa slarfsemi þar og hafði margar lijálp-
arstúlkur á sínum vegum. Sambandinu er
Ijóst, að sérmenntun þessara hjálparstúlkna
er þýðingarmikil, bæði til að livetja stúlk-
ur til að fara í þessa starfsgrein, og til
að tryggja heimilunum, að þær hafi undir-
búning til þess að taka aö sér heimili.
Þessi skóli húsmæðrasambandsins er á
Voss og hann starfar í tveim 5 mánaða
námskeiðum ár livert. Fyrra námskeiðið
liefst í janúar, hið síðara 15. ágúst.
Skólanefnd þessa skóla á Voss hefir sýnt
íslandi þá miklu velvild, að bjóða einni
íslenzkri stúlku, sem kann að vilja sinna
þessum störfum hér heima síðar, skóla-
vist á námskeiði því, er liefsl 15. ágúst n. k.
Fær íslenzka stúlkan sömu kjör og norskar
stúlkur, ]). e. ókeypis kennslu og fæði þann
hluta dags, sem kennsla stendur yfir. Nem-
andinn verður að borga húsnæði (ca. 20
norskar kr. á mánuði), en skólanefndin
hýðst til að aðstoða við útvegun á hús-
næði. Gert er ráð fyrir að íslenzki nem-
andinn þyrfti 75-—100 norskar kr. á mán-
uði.
Nemendur skólans þurfa að liafa lieil-
hrigðisvottorð og siðferðisvottorð og ein-
liverja mennlun í heimilisstörfum eða
haldgóða æfingu á því sviði. Kennsla I
skólanum er bæði bókleg og verkleg. Kennd
er t. d. næringarefnafræði og vöruþekk-
ing. lieilsufræði og harnasálarfræði o. fl.
Ennfremur matreiðsla og saumur á ein-
földum fatnaði, meðferð á þotti og ræsting.
Tvær vikur starfar liver nemandi á
sjúkrahúsi og eina viku á fæðingarstofn-
un. Auk þess nokkra daga á gamalmenna-
liæli og á kúabúi til að læra einföldustu
meðferð málnytar.
Þessu lilboði um skólavist á Voss liefir
enn ekki verið ráðstafað. En sjálfsagt er
að þiggja þetta vinsamlega boð og er mjög
gaman og gagnlegt fyrir einhverja myndar-
lega stúlku, sem liefir áhuga á svona starfi
að stunda í 5 mánuði þetta nám á Voss.
Nánari upplýsingar fyrir stúlkur er vildu
sækja um þessa skólavist eru gefnar á
skrifstofu Kvenfélagasamhands Islands,
Laugavegi 18. Skrifstofan opin kl. 10—12
árdegis.
Þessi starfsgrein á áreiðanlega framtíð
hér á fslandi. Kvenfélög og kvennasam-
bönd þurfa hér sem annars staðar að auka
skilning almennings og valdhafa á þessari
merku starfsemi. Þá verður þess ekki langt
að híða að ríki, bæjar- og sveitarfélög
áætli árlegt fé til styrktar og framkvæmd-
ar þessu nauðsynjamáli.
Reynslan er sú, að dýrara er þjóðfélags-
lega séð, að leysa upp heimilin, koma börn-
unum fyrir á harnaheimilum eða annars
staðar, er húsmóðirin verðúr að hætta
störfum eitthvert tímabil, - en dýrast
er þó fyrir þjóðfélágið, að heimili og börn
fari í vanhirðu og eftirlitsleysi lengri eða
skemmri tíma.
Takmarkið er að hvert einasta hérað
eða hayarfélag hafi hjálparstúlkur í þjón-
ustu sinni lil að koma til móts við þau
heimili, þar sem húsmóðirin forfallast frá
sínu ábyrgðarmikla starfi.
Soffía Ingvarsdóttir.
HÚSFREYJAN 33