Húsfreyjan - 01.09.1950, Blaðsíða 6

Húsfreyjan - 01.09.1950, Blaðsíða 6
þjóð liefur aðalurasjón með starfi S. Þ. á sviði félagsmála. í þau 4 ár, sem nefndin hefir starfað hefur Danmörk sent fulltrúa fyrir nor- rænu þjóðirnar, en tímabilið er útrunnið, og eitthvert hinna annara landa mun koma í staðinn. Margt bendir til að Sví- þjóð standi næst því. Ef þér atlvugið hin 4 atriði, sem eru sameiginlegar óskir kvenna um víða veröld má sjá, hve teygjanleg þessi tillaga er. Fyrir sumar þeirra skiptir mestu máli þátttaka í stjómmálum, en fyrir aðrar er það mögu- leikinn til að læra að lesa og skrifa. „En hverjum á eiginlega kvenfólkið að skrifa?“ spurði arabiskur prins eitt sinn hjá S. Þ., og spurningin I>er ljósan vott um viðfangsefnið. Hvenær, sem er og livar, sem er, er hægt að taka til meðferðar einmitt það vandamál, sem er mest aðkallandi. T. d. má geta um, að hvert ríkið á fætur öðru af þátttakendum S. Þ. veitir kon- um stjórnmálaleg réttindi. Það er skýrt tekið fram af öllum aðilum að þetta em áhrif frá því andrúmslofti, sem ríkir meðal S. Þ., þar sem fulltrúar ríkjanna koma saman. Þar era teknar ákvarðanir um að liin þátttakandi ríki skuldhindi sig að veita konunum jafnrétti á stjórn- málasviðinu og þann stuðning, sem kvennasambönd hvers lands hafa fengið vegna afstöðu S. Þ. til þessara mála. Kvennanefnd S. Þ. kemur saman einu sinni á ári í Lake Succes, nema árið 1948 var það í Beirat, samkvæmt boði lihan- isku stjómarinnar, til þess að fá tæki- færi til að athuga kjör hinna arabisku kvenna þar í landinu sjálfu, og veita þeim stuðning með góðu fordæmi. Það mun vera í fyrsta sinn í sögu þjóðanna, að hin félagslegu viðfangsefni, sem era undirrót þeirra „kvenréttinda“, sem löngum hafa verið höfð að háði og fótum troðin, eru tekin til athugunar og 6 HÚSFREYJAN viðurkennt að þau eigi rót sína að rekja til félagslegra, fjárhagslegra og sálrænna aðstæðna, sem á engan hátt geta talizt samrýmanlegar kröfum nútímans um mannréttindi. Bandalag S. Þ. stefnir að víðtækri rannsókn á kjöram kvenna lijá hverri einstakri þjóð þess. Lög, eins og þau, sem lögð vora fyrir Alþingi íslands síðastl. vetur og komu til leiðar gagn- gerðri rannsókn á stöðu íslenzkra kvenna innan þjóðfélagsins, eru einmitt í sam- ræmi við starf S. Þ. og geta verið gott dæmi til eftirbreytni fyrir önnur lönd, komist þau í framkvæmd á alþjóðleg- unr grandvelli, þannig að bera megi þau saman við árangurinn, sein náðst hefir í liinum ýnrsu löndum. Stórt spor er stigið þegar allar rík- isstjórnir veraldar og helztu málsmet- andi meim eru ásáttir um að jafnrétti karla og kvenna sé einn þáttur í hinni félagslegu friðarhugsjón, ekki aðeins frá sjónarmiði mannréttinda lieldur vegna þess að karlmennirnir finna, að þeir þurfa á aðsloð kvennanna að halda til þess, í samvinnu við þær, að reisa úr rústum hina eyðilögðu veröld. Með því að bæta kjör kvennanna er vonandi að takist að leysa liugsanir þeirra og starfs- þrek úr læðingi, svo að hugmyndaflug þeirra, Jirautseigja og starfsorka ásamt logandi trúarvissu komi til liðs við hið inikla takmark, sem friðarliugsjónin boðar. Nú þegar getum við spurt okkur hálf- hikandi, hvort við eigum þetta traust skilið. Hefur tíminn ef til vill verið of stuttur? Höfum við ekki skilið köll- unina, verið of djúpt sokknar í einka- mál okkar, líkt og konan, sem hamaðist við að taka til í eldliúsinu sínu á meðan húsið stóð í björtu báli. Þurfti fyrst óva:gið stríð að ýta við okkur, lil að koma okkur í skilning um, að við eram I

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.