Húsfreyjan - 01.09.1950, Blaðsíða 21

Húsfreyjan - 01.09.1950, Blaðsíða 21
a nokkrum klsl. nægilega mikið af eitur- efnum þeim, er hér greinir, til þess iið matareitrun geti átt sér stað. Sé hitinn undir 10 eða yfir 50°C geta eitur- efnin hins vegar ekki myndast. Nauðsyn- legt er að hafa þetta í liuga við geymslu á matvælunum. Rétt er að benda á í þessu sambandi, að ef matvæli, sem geyma þarf við lágan hita, eru hvað eftir aimað tekin úr kæliskáp, getur tími sá, er matvælin samanlagt eru í stofu- bita, áður en varir orðið nægilega langur til að matvælin skemmist. Gæta verður þess vandlega að nota aldrei mat eða matarleifar, sem grunur getur verið um að farnar séu að skemm- ast, en gáleysi á þessu sviði á sinn drjúga þátt í matareitrunum. Nýlega liafa inenn koniizt að raun um að cereus-gerillinn, sem stundum er mik- ið af í vaniljudufti, kartöflumjöli, en jió einkum í maísmjöli, getur valdið all- óþægilegum inatareitrunum. Á Jietta sér einkum stað þegar sósur, búðingar og aðrir réttir, sem néfndar vörur hafa verið itotaðar í, liafa verið látnar standa við stofuliita sólarliriug eða jafnvel dögum saman, áður en þeirra er neytt. Það eru eiturefni, er gerillinn niyndar, sem valda eitruninni, en |>essi eiturefni jiola suðu, sum allt að því í 2 klst. Af Jiví, sem hér hefur verið sagt, má sjá, að ef koma á í veg fyrir matareitr- ttnir, krefst öll meðhöndlun fæðunnar, Pegar frá uppliafi, umhugsunar og sam- vizkusemi, baMði hvað |irifnað og vöru- vöndun snertir. Hver og einn, sem fæst við mat eða matvörur verður að vera lireinlegur í hvívetna. Hann verður ætíð að þvo sér vandlega liendur áður en liann fer að meðböndla matinn og ávallt jafn- skjótt og þær óhreinkast. Einkum er þetta nauðsynlegt eftir notkun salerna, og má furðulegt lieita, hve margir eru enn skeytingarlausir um þetta mikilvæga atriði. Á matviimslustöðum og veitinga- húsum getur starfsfólkið átt óhægt með að J)vo sér hendur sökuni Jiess að sápu vantar eða handklæði. Oft er liandklæð- ið mjög óhreint, m. a. vegna þess að' of margir Jivo sér fljótfærnislega og illa. Þá gæta heimilin Jiess yfirleitt ekki nóg- samlega að venja börnin strax á að Jivo sér alltaf vandlega hendur eftir notkun salerna, og í skólum ættu kemi- arar og umsjónarmenn einnig að sjá um að Jiau venjist á það. Öll matarílát og -áhöld Jmrfa að sjálf- sögðu að vera vel lirein og úr óskaðleg- um efnuni og sömuleiðis borð, skápar, veggir og annað, sem inatvælin kunna að koma við, Jiótt ómatreidd séu. Þar sem matur er um liönd liafður, þurfa húsakymii að vera björt og hreiu og umgengni þar góð. Hver sá, er framleiðir til sölu matvæli eða aðrar neyzluvörur, ber skv. lögum ábyrgð á, að þær séu ekki skaðlegar heilsu manna, en heilbrigðiseftirlitið fylg- ist, eftir því sem unnt er, með fram- leiðslunni og lætur rannsaka sýnisborn af öllum þeim vörum, sem ætla iná, að nokkur hætta geti stafað af vegna skað- legra efna eða gerla. Heilbrigðiseftirlitið lætur sérstaklega þrifnað og aðbúnað all- an til sín taka og getur breytt afar mörgu til batnaðar, en J)að er auðsætt að með eftirlitsstarfi einu saman verður aldrei komið í veg fyrir, að matareitr- un geti átt sér stað. Til þess eru liorn- in of mörg, sem líta Jiarf í, handtökin of mörg, seni fylgjast })arf með og smit- unarmöguleikarnir of margir og marg- víslegir. Gott væri, ef íslenzkar húsmæð- ur gerðu meira af því en hingað til að finna að, J)egar þær sjá ólireinlega eða illa farið með mat og gera innkaup HÚSFREYJAN 21

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.