Húsfreyjan - 01.09.1950, Blaðsíða 13

Húsfreyjan - 01.09.1950, Blaðsíða 13
miklu fjöri og sveifluðu karlniennirnir stúlkunum í háaloft. Á mánudags- og þriðjudagskvöld fóru fundarkonur í ferðalag yfir fjallið, sem kallað er, sinn helmingur hvört kvöldið. Var borðaður kvöldverður í afar-glæsi- legu ferðamannalióteli, sem stendur í Ó00 m. liæð' skammt frá Sjursöen. 1 kjallara hótelsins er sundlaug, gufubað, daiissalur og setustofa og má af |)ví tnarka stærð hótelsins. Þær konur, sem heima voru, voru á skemmtun í bænum. Skemmti þar leik- kona og 30 kvenna kór frá Osló söng. Á miðvikndág var haldið frá Litla- Hamri. Ölluin útlendu konunum hafði verið hoðið til Matthiesens verksmiðju- eiganda og óðalsbónda á Eiðsvelli. Var horðað þar og síðan skoðaðar sögulegar menjar, en því næst haldið til Oslóar. Daginn eflir fórum við frú Jónína Guðmundsdóttir áleiðis til Danmerkur vfir Svíþjóð. Dvöldumst við tvo daga í Gautaborg, þar sem frú Rannveig Krist- jánsdóttir Hallberg, húsmæðrakennari, tók á móti okkur og veitti okkur hina beztu fyrirgreiðslu. Hafði hún fengið verkfræðing þann, sem stendur fyrir íhúð- arhúsabyggingum Gautaborgar, til að sýna okkur íbúðarhús þau, sem bærinn liefur látið byggja á seinustu árum. Ók hann með okkur um bæinn og sýndi okkur fjölda húsa, flest einbýlishús, en nokkur fjögurra og sex ha:ða hús. Fannst okk- ur innréttingu jieirra mjög haganlega fyrirkomið og eldhúsin ágæt, j>ar sem allt var miðað við að gera störf liús- freyjunnar sem auðvehlust. Einnig sýndi hann okkur tvö sameignárþvottahús, ann- að fyrir 90 fjölskyldur, en hitt ætlað 29 fjölskyldum. Voru jiau húin nýjustu tækjum og mjög einföhl í rekstri. Var ætlazt til að konurnar J)vægju sjálfar, en eftirlitsmaður eða kona sá um, að Vel væjri gengið um í livert sinn. Sögðu konur þær, sem voru að þvo jiarna, er við koinum, að samkomulag væri hið bezta. Að lokum gaf verkfræðingurinn niér teikningar af nokkrum eldliúsinn- réttingum og verður hægt að fá að sjá j>ær á skrifstofu Kvenfélagásanibandsins. Við fórum síðan til Kaupmannahafnar, j)ar sem frú Dahlrup-Petersen, formaður danska sambandsins, hafði lofað að greiða götu okkar. Kom hún okkur í samband við húsmæðraráð ríkisins, sem rannsakar öll húsáhöld, sem framleidd eru í Dan- mörku. Gefur það svo meðmæli þeirn áhöldum, sem bezt eru, en mörg reynast ónothæf að Jieirra dómi. Var þetta mjög athyglisvert og fróðlegt. Einnig skoðuðum við upplýsingamið- stöð húsmæðra. Geta húsmæður fengið Jiar upplýsingar um allt viðvíkjandi bús- stjórn, hæði um matreiðslu, Jivotta og hreinsun fatnaðar. Þar héngu á öllum veggjum næringartöflur, sem sýndu nær- ingargildi flestra fæðutegunda. Þarna er konum kennt að matreiða fæðuna þannig, að hún rnissi sem minnst af næringargildi sínu. Sýnikennslueldhús er starfrækt þarna 9 mánuði ársins. Er Jiar kennt að matreiða einfaldan mat, en einu sinni í viku veizlumat. Mest áherzla er lögð á sparnað og að maturinn missi sem minnst af næringargildi sínn. Eftir nokkurra daga ánægjulega dvöl í Kaupmannahöfn fóru þrjár okkar lieim- leiðis með Gullfossi, en hinar urðu eftir hjá ættingjum og vinum í Danmörku Fundurinn og dvölin öll í Noregi og annars staðar var hin ánægjulegasta, og munum við aldrei gleyma Jieirri hlýju og vinsenul, sem við urðum allsstaðar að- njótandi. Er það ósk mín og von, að þátttaka okkar í Húsmæðrasambandi Norðurlanda megi verða til Jiess að efla samvinnu íslenzkra kvenna og kvenna á Norðurlöndum og J)að verði okkur til gagns og gæfu, Guftrún Pétursdóttir. HÚSFREYJAN 13

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.