Húsfreyjan - 01.09.1950, Blaðsíða 11

Húsfreyjan - 01.09.1950, Blaðsíða 11
Frú H arreki Ide-Petersen, Danmörku, rædíli um heimilið og heimilisstörf. Sagði hún, að flestar fjölskyldur yrðu nú á flögum að komast af án utanaðkomandi lijálpar. Verkunum yrði ]>ví að haga á sem hagkvæmastan hátt og lifnaðar- hættirnir yrðu að vera einf^ldari. Mikilvægt væri, að gera vinnuáætlun. Húsmóðirin ætti að geta haft 8 stunda vinnudag eins og vinnustúlka, sem fengi kaup. Það sem hún gæti ekki unnið á þessum lilskilda tíma vaui venjuléga það, sent gæti heðið. Börnum ætti að kenna að hjálpa sér sjálf, en ekki stjana við þau fram eftir öllum aldri. Frú Bergljot Werenskjold talaði um sama efni, einkum með tilliti til geymsln á matvæhun, matreiðslu o. s. frv. og gaf mörg góð ráð. Sagði hún m. a., að reynshm hefði sýiit, að lirásaft og hrásulta geymdist ekki eins vel og soð- in saft og sulta. Frystur matur þyldi líka verri geymslu en niðursoðinn. Frysl- ing matvæla gæti alls ekki komið í stað niðursuðu, þótt margir virtust lialda það nú. Um eldhúsáhöld sagði hún m. a., að steyptar aluminiumspönnur með |>vkk- um botni reyndust betur til að steikja á en járnpönnur, það steiktist jafnar í þeim. Um hraðsuðupotta sagði lnin, að í Ijós hefði komið, að þeir spöruðu ekki alltaf líma og fvrirhöfn. Húsmæður ættu ekki að afla sér nýrra heimilistækja nema þær væru þess fullvissar, að þau væru peninganna virði. Síðan liélt ég erindi um afstöðu ís- lenzkra kvenna til samvinnu norrænna liúsmæðra. Þá liélt frá Lisbeth Broch fyrirlestur um verkaskiptingu milli heimilanna og þ jóðfélagsins. Það þyrfti að taka tillit til þriggja aðilja, foreldra, barna og þjóðfélagsins. Mæðrunum yrði að gera klevft að hafa tíma og þrek til að ann- ast það, sem mikilvægast væri, sem sé barnauppeldið. Leikskólar og dagheimili gerðu þar mikið gagn. Ræðukonan sagði, að lmsmæðurnar yrðu að krefjast þess að þjóðfélagið léti í té íþróttafélög og æskulýðsheimili, en þeim yrði að vera Ijóst, að æskulýðurinn vrði betri og traustari borgarar eftir því sem tengslin við heimilin væru sterkari. Þess vegna yrðu þær að liafa lieimilin þannig, að unga fólkinu væri ánægja að því að evða þar einliverjum af tómstundum sínum. Húsmæðurnar yrðu að krefjast þess, að heimilisstörfin væru ekki meiri en svo, að þær hefðu tíina til að ala upp börn sín. Þær yrðu að geta fylgzt með tíin- anum og því, sem ggrðist í þjóðfélaginu til að geta alið upp nýta borgara. Þennan dag töluðu fulltrúar frá öll- um Norðurlöndunum í útvarp. Talaði ég af fslands liálfu um íslenzku konuna. Þriðja daginn var rætt um fjárliags- lega og þjóðfélagslega stöðu konunnar. Frú Dalilerup-Petersen, Danmörku, var málshefjandi. Sagði liún m. a., að ung kona nú á dögnm hefði miklu meiri skyldur heldur en móðir liennar og ömm- ur, |)ví að starf liennar sem húsmóðir yrði í fjárhagslegu tilliti að vera hlið- stætt vinnu liúsbóndans. Ræðukona taldi, að ineira en lielm- ingur húsmæðra á Norðurlöndum fengju ekki vissa heimilispeninga, en væri skannnað úr linefa til eins eða fleiri daga í einu. Fjárhag beimilanna stæði inikil hætta af því, að konur væru þannig fjárhagslega ómyndugar, því að ekki væri hægt að ætlast til þess, að þær færu vel með það fé, sem þær hefðu engin umráð vfir. En þjóðfélaginu væri hrýn nauðsvn þess, að fjármunir þeir, sem fau-u gegnum hendur húsmæðra væru notaðir af ráðdeild og þekkingu. Nauð- synlegt væri, að ala ungu kynslóðin* upp í luigsýni og sparsemi, og mæður ættu HÚSFREYJAN H

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.