Húsfreyjan - 01.09.1950, Blaðsíða 12

Húsfreyjan - 01.09.1950, Blaðsíða 12
að láta börn sín fylgjast með, hvað vör- urnar kosta, en ekki bara láta þau seiul- ast eftir þeim. Frú Karen Silivonen, Finnlandi, tal- aði um saina efni. Sagði hún m. a., að starf konunnar á heimilinu gæfi raun- verulega tekjur og staða konunnar á heimilinu og í þjóðfélaginu yrði að skoð- ast frá því sjónarmiði, bæði viðvíkjandi réttindum konunnar og löggjöfinni, eins og t. d. skattalögunum. Finnskar konur væru líka andvígar samskatti. Eins og skattalöggjöfinni v'æri liáttað, væri liús- mæðrum nú liagur í því, að starf þeirra á heimilunum væri fjárhagslega einskis metið, en þessi skilningur liefði sjálf- sagt átt sinn þátt í því, live heimilis- störfin væru lítils metin. Það vairi mjög erfitt að skilgreina fjárhagslega stöðu konunnar. Hún líktist hæði sjálfstæðum atvinnnrekanda og vinnuþega, liefði beggja skyldur, en réttindi hvorugs. En það væri ekki nóg að setja fram kröfur, og samþykkja lög. Það þyrfti næman skilning og gagnkvæma samúð til að skapa raunveruleg heinvili. Frú Ella Piping, Finnlandi, ræddi um stöðu harnsins á heimilinu. Sagði liún, að ekki mætti nota æskuárin til undir- búnings eins. Barnið yrði að fá að vera virkur þátttakandi á heimilinu. Það væri ekki mest um vert að gera börnin að fyrirniyndarmanneskjum, lieldur að þau gætu neytt hæfileika sinna sem bezt. Síðan var talað um eiginnianninn og heimilið. Gerði það karlmaður, Wollert Krolin, læknir. Sagði liann, að eitt aðalatriðið í samlnið karls og konu væri hreinskilni á öllum sviðum. Eiginmaðurinn gæti ekki lengur látið uppeldi harnanua afskiptalaust. Menn ættu e. t. v. helzt að óska böm- um sínum þess, að þau kæmust vel áfram í heiminum, en mikilvægara væri þó að geta veitt þeim siðferðislegan stuðn- ing, hæfileika til að taka tillit til ann- arra og vilja til að gera rétt í stað þess að krefjast réttar. Sagði hann að feð- urnir yrðu að vera sonum sínum til fyr- irmyndar. Feður gælu ekki krafizt góðrar framkomu af sonuin sínum, ef þeir sýndu hana ekki sjálfir. 'l’il |>ess að eiginmað- urinn gæti rækt störf sín vel, væri inik- ils unv vert, að sambúð hjónanna væri góð. Þá talaði frú Weststed Hansen, Dan- mörku, um nauðsyn þess, að u'skulýðn- um væri imira'tt kristin trú og þau alin upp í guðrækni og kristiiidómi. Að lokum talaði frú Eleanore Lillelvöök um lieimilið yfirleitt og stöðu konunnar á heimilinu. Síðan var fundinum slitið með liátíð- legri athöfn. Fundardagana liélt Kvenfélagasamhand Noregs sýningu á Lilla-Hamri. Voru jiar sýnd fyrirmyndar-eldhús, með öllum þæg- indum, en án alls óþarfa óliófs. Var hægl að fá þar teikningar af hagkvæmum eld- liúsum. Þarna voru líka sýndar vinnu- stofur fyrir börn, sýning á handa- vinnu skólaharna, leikskólar með hús- gögnum og leikföngum, fatnaður á hörn og fullorðna, fatateikningar og fatasnið, sem áður liöfðu verið mátuð á hörn og fullorðna, og eru nú orðin mjög vinsæl í Noregi. Ennfremur voru á sýningiinni skvrslur unv starfsemi húsmæðrafélaganna í Noregi, sem er mjög margvísleg. Eftir kl. 8 á kvöhlin voru skenvmti- atriði. Á sunnudagskvöld var sýnt gam- aldags sveitabrúðkaup uppi á Maihaugen, þar sem hið fræga safn Sandvigs er. Voru hrúðhjónin og veizlugestir khed'd gamalsdags húningum. Komu hrúðhjónin ríðandi í fararbroddi, en veizlugestir komu á eftir, gangandi og ríðandi. Stigu hrúðhjón og veizlugestir síðan dans á palli, en fiðluleikari lék undir. Döns- uðu þau gamla, norska þjóðdansa af 12 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.