Húsfreyjan - 01.12.1950, Side 12
Iztt n kTBnréttindamál
Þegar íslenzkar konur öðluðust kosn-
ingarrétt og kjörgengi til Alþingis og unnu
þar með lokasigur í baráttu sinni fyrir
pólitísku jafnrétti, liugði margur að þar
með væri lokið lilutverki kvenréttinda-
baráttunnar hér á landi.
Það má reyndar öllum vera ljóst, að
er þessum áfanga var náð, var lagður
grundvöllur að því að konur fengju fram-
gengt hagsmunamálum sínum. En reynsl-
an sýnir að á ýmsum sviðum standa kon-
ur liöllum fæti í þjóðfélaginu, enda þótt
þær, lagalega séð, séu að mestu settar
jafnfætis körlum. Þannig er það t. d.
alkunna að konur bera að jafnaði minna
úr býtum fyrir vinnu sína en karlar,
og að hlutverk konunnar sem móður
skapar henni sérstöðu í þjóðfélaginu, sem
taka þarf fullt tillit til, ef vel á að
vera. Þessi aðstöðumunur hefir konum
liingum verið ljós, og þá um leið hitt,
að mikið skortir á að hlutverki kvenrétt-
indabaráttunnar sé enn lokið.
Þegar konur öcðluðust fullt pólitískt
jafnrétti gerði margur sér vonir um al-
menna þátttöku þeirra í liinu opinbera
lífi. Það lá þó í augum uppi, að áður
en svo yrði, þyrfti að sigrast á aldagöml-
um venjum og rótgrónum hugmyndum
um stöðu og hlutverk konunnar í þjóðfé-
laginu, svo að verulegs árangurs yrði tæp-
lega að vænta fyrstu árin. En því er ekki
að leyna að nú í dag, svo löngu eftir
að pólitíska jafnréttið var fengið, er nið-
urstaðan sú, að bein þátttaka íslenzkra
kvenna í hinu opinbera lífi er sáralítil.
Konur kenna þetta oft karlmönnunum,
en þegar öllu er á botninn hvolft, er sök-
ina fyrst og fremst að finna hjá kon-
únum sjálfum, sem eru a. m. k. helm-
ingur kjósenda í landinu.
Ég hygg að það, sem fyrst og fremst
hafi staðið og standi enn í vegi fyrir
því að konur notfæri sér til fulls hin
pólitísku réttindi sín, sé tregða þeirra
sjálfra til þess að koma fram í hinu
opinbera lífi, samfara rótgrónu vanmati
þeirra á sjálfum sér og um leið kyn-
systrum sínum til þeirra hluta. Eitt aðal-
hlutverk kvenréttindabaráttu nútímans er
því að hvetja og örfa konur til beinnar
þátttöku í hinu pólitíska lífi, og auka
möguleika þeirra til þess að afla sér
menntunar og þekkingar, sem geri þær
jafnhæfar körlum til þátttöku á þeim
vettvangi. Má í þessu sambandi geta þess,
að Kvenréttindafélag Islands vinnur ötul-
lega að því að auka og efla Menningar-
og minningarsjóð kvenna, en sá sjóður
styrkir konur til framhaldsnáms í ýms-
um greinum.
Það heyrast stundum raddir um það,
að konurnar eigi sjálfar að sameinast
um kvennalista eða kvenframbjóðendur
við kosningar. Eins og nú háttar til í
hinu pólitíska lífi hér á landi, tel ég
ekki miklar líkur til þess að slíkt mætti
lánast. Konur hafa, ekki síður en karlar,
mjög sundurleitar pólitískar skoðanir og
skipa sér eftir þeim í flokka, og fráleitt
að gera ráð fyrir því að konur almennt
kasti atkvæði sínu á frambjóðanda, sem
greinir á við þær í skoðunum, enda þótt
frambjóðandinn sé kona. En vandfundn-
ar munu þær konur, sem gætu sameinað
liin ólíku sjónarmið kvenna í þeim mál-
um öllum, sem þær yrðu kjörnar til
að fjalla um.
12 HÚSFREYJAN