Húsfreyjan - 01.12.1950, Síða 15

Húsfreyjan - 01.12.1950, Síða 15
Steinarnir í glugganum. ekki huggað mér ömmu og steinana henn- ar nema við eólarglugga, og fallegastur er glugginn, þegar gólargeislarnir brotna í sumum steinunum. Sé aftur á móti farið að dimma, þegar ég hcimsæki hana, þá opnast annar heimur. Þá kveikir hún á öllum lömpunum sínum, og þó að þeir séu engir Aladdinslampar, þá búa þeir samt yfir mörgum töfrum, því að þeir eru margir fallegir og einkenni- legir. Seinast kom ég til ömmu að kvöldi til. Hún sat við gluggann sinn, en hafði ekki kveikt, því að fullt tungl var á lofti, og þá sá ég gluggann í nýrri birtu. Máni gamli glotti, og steinarnir tóku á sig nýja og nýja mynd. Þó að stofan sé fremur lítil, er margt þar inni bæði á veggjum, hillum og svo í glugganum, sem er hér um bil éins stór og breidd herbergisins, og þó að ég tali um glugga og steina, þá eru þarna margir aðrir fáséðir og fallegir munir úr öllum átt- um. Við atliuguðum allt þetta í tungl- skininu, og svo mjög naut ég þess, að ég gleymdi að fá liroll, þó ég sæi kirkju- garðsdrauginn hans Ásgríms teygja kruml- una eftir vesalings stúlkunni, og mér Iiefir nu ekki alltaf staðið a sama um hann. Nú kveikir amma á uppáhaldslömp- unum sínum. Fallegasti lampinn liennar er stórt ígulker vestan frá Kyrrabafi; gamall langferðamaður gaf lienni það. ígulkerið stendur á einkennilegri grind á borði einu í horninu, innan í því er rauð pera, svo að það virðist glóandi, en ofar á vegg er mahogniliilla og liggur á lienni stærðar kuðungur. Sá kuðungur kom i vörpu langt undan landi. I honurn er líka ljós og kastar Iiann frá sér gul- hleikri birtu. Þarna er líka kopar-ljósker frá Hollandi, rúðurnar eru grænar, og veikur bjarminn frá kertinu varpar birtu sinni á gamla ráðsetta uglu, sem hímir þar í skoti gamals skatthols, og uglan virðist fyrir löngu vera búin að sætta HÚSFREYJAN 15

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.