Húsfreyjan - 01.12.1950, Side 18
FRÁ SKRIFSTOFUNNI
INNHEIMTA FYRIR I'YRSTA ÁRG.
HÚSFREYJUNNAR
er nú í fullum gangi. Með 2. hefti í september
voru send út innheimtubréf til kvenfélaganna,
þeim send kvittanahefti og óskað eftir að þau
hæfu innheimtuna. Mjög margur konur hafa nú
þegar greilt ritið til skrifstofunnar, en aðrar
vinna að innheimtu innan síns umdæmis. Þess-
uin konum öllum vill afgreiðslan þakka og skal
því hætt við, að þær konur, sem vinna að
útbreiðslu og innheimtu rits okkar, vinna rit-
inu og starfi kvenfélaganna meira gagn heldur
en þær gera sér í hugarlund, því að öll við-
Icitni ritstjórnar og afgreiðslu er gagnslitil til
þess að halda ritinu uppi, ef það ekki er borgað
skilvíslega. Við þökkum enn á ný þeim konum,
sein hafa brugðist vel við innheimtu ritsins.
Afgreiðslan lagði í það mikla vinnu að fá
félagskonur í kvenfélögum til þess að innheimta
fyrir Húsfreyjuna og hefir komið í ljós, að það
var ekki að ófyrirsynju. Það hefir nefnilega sýnt
sig, að innheimta ineð póstkröfu fer í inörguin
tilfellum þannig, að póstkrafan er endursend,
annað hvort fyrir handvönnn pósthússins, sem
á að annast innheimtunu eða fyrir hirðuleysi
kaupendanna. Þetta er mikið áfall fyrir ritið
og sorglegt til þess að vita, að kvenfélagskonur
skuli á sama ári og þær gerast kaupendur að
sínu eigin riti, láta það koma fyrir að þær
endursendi póstkröfuinnheimtu, sem þeim er
menningarmál. Hún var þannig gerð, að
ekkert mannlegt var henni óviðkomantli.
Frú Áslaug var víðlesin og vel menntuð,
mælsk og djörf og því vel til forustu
fallin. Hún var prýðilegur fulltrúi fyrir
Hvítabandið, og því til sóma jafnt út á
við, sem innan félagsins. Margir fátækir
og umkomulitlir áttu ltjá ltenni skjól og
griðastað. Hún var mikilhæf húsfreyja
og bar heimili hennar vott um smekkvísi.
Nú liefir frú Áslaug kvatt þessa jörð.
Hún skilur eftir margar og kærar minn-
ingar, og gott óg þakkarvert lífsstarf.
Blessuð sé minning hennar.
Hólmfríður Jónsdóttir.
18 húsfreyjan
send eftir fyrirmælum félagsstjórnar þeirra. Eftir
þá reynslu, sem nú er fengin af póstkröfuinn-
heimtu, mun afgreiðslan leggja á það enn meiri
áherzlu en áður, að ritið verði innlieimt á annan
hátt, heldur en með póstkröfu.
Þær konur, sem hafa látið endursenda póst-
kröfur sínar, geta eklci vænzt þess að fá ritið,
fyrr en þær hafa gert skil.
PRESSUGER (þurrger).
Eins og konur vita hefir skrifstofa Kvenfé-
lagasamliandsins á undanförnum árum verið milli-
liður milli kvenfélaga og Áfengisverzlunar rík-
isins um útvegun á þessari vörutegund. En það
hefir verið með pressuger eins og annað nú
á síðari árum, að það liefir verið hörgull á því
annað slagið. Á síðastliðnum vetri hafði Áfengis-
verzlunin ágætt pressuger, sem að vísu var svo
lítið af, að ekki var hægt að fá nema mjög
takmarkað magn í livern stað, en þó var það
svo, að i fyrravetur fengu kvenfélög pantanir sin-
ar afgreiddar, þar til á útmánuðum, að varan
var uppgengin, og mun ein pöntun liafa borizt
skrifstofunni eftir það.
Nú í haust hefir borizt pöntun úr einum stað
og í því sambandi átti skrifstofa Kvenfélagasam-
bandsins tal við Áfengisverzlun ríkisins, en fékk
þær upplýsingar að þurrger væri ekki til og
myndi ekki verða fáanlegt á næstu mánuðum,
þar sem það hefði ekki verið pantað erlendis frá.
TVISTUR.
Stjórn Kvenfélagasambands íslands liafa þrá-
faldlega borizt óskir um útvegun á tvisti til
vefnaðar. Þcssi vara hefir verið ófáanleg, a. m.
k. í þe :m löndum, sein við höfum liaft við-
sldptasamhönd við, og er því kennt um, að
tvistur sé notaður í samhandi við hernaðar-
framleiðslu. Nú hefir að lokum tekizt að fá
samhönd við cnska verksmiðju, sem getur selt
tvist og er nú talin von um að úr rætÍBt í þessu
máli. Er stjórn Kvenfélagasamhandsins gerði fyr-
irspurn um möguleika fyrir innflutnings- og gjald-
eyrisleyfi fyrir þessari vöru, var lienni tjáð, að
Halldóra Bjarnadóltir á Akureyri hefði fengið
innflutningsleyfi fyrir tvisti, sem ætlaður væri
kvenfélögum og heimilisiðnaðarfélögum. Er því
þeiin kvenfélögum, sem óska að fá tvist rélt að
snúa sér til Halldóru Rjarnadóttur með pantanir
sínar.
Um þennan tvist skal þess getið, að hann er
af venjulegri stærð, hvítur, óbleiktur. Sú reynsla