Húsfreyjan - 01.12.1950, Page 19
/
Eldhúsið er mikilvægasti vinnustaður
heimilisins, þar eru unnin a. m. k. þriðj-
ungur þeirra starfa, sem fram fara á
heimilinu. Jafnframt því að vera aðal
vinnustaður heimilisins er eldhúsið oft
einnig borðstofa, leikvangur barna og
dagstofa fjölskyldu. Svo umfangsmikil
notkun krefst nákvæmrar skipulagningar,
til þess að hinir ýmsu þættir trufli ekki
livor annan.
Fyrst og fremst verður að taka tillit
til starfa liúsmóðurinnar, vinnustæðum
verður að koma rétt fyrir og innrétting
þeirra að vera eftir nýjustu kröfum.
Vinnustaðimir verða að vera í friði
fyrir annari umferð í húsinu. Matborðið
þarf lielzt að vera nokkuð frá aðal vinnu-
stöðunum, svo að umferð við það trufli
ekki vinnuna. Eldhúsið er miðdepill
hversdagslífsins, og á að vera öndvegis-
staður íbúðarinnar, en til þess að svo
geti orðið, verður það að vera rúm-
gott (10—12 m2) og vel skipulagt.
ELDHÚSIÐ OG ÖNNUR HERBERGI
HÚSSINS.
Staðsetning eldhúss í íbúðinni ákvarð-
ast fyrst og fremst af áttunum. Norð-
vesturhórn lnissins er bezt fallið fyrir
eldhús. Norðurgluggi er þá hafður yfir
vinnuborði, en vesturgluggi yfir matborði,
svo að húsmóðirin fari ekki alveg á mis
við sólskinið í því herbergi, sem liún
í rauninni eyðir mestum tíma dagsins í.
Hinsvegar er óheppilegt að liafa eld-
húsið í suðurhlið hússins þar, . sem
sólar nýtur mest, bæði vegna þess að
skemmtilegt er að stofan sé sólrík og
oft getur verið óþægilegt vegna matreiðsl-
unnar að sólin skíni beint á vinnuborðið.
Þegar athugað er samband eldliúss við
aðra hluta íbúðarinnar em þrjár um-
ferðalínur mikilvægastar. Fyrsta samband
milli eldliúss og búrs eða geymslu. Annað
samband milli anddyris og matborðs, sem
verður að vera aðgreint frá því fyrra,
liefir fengist af inislitum tvisti frá Englandi,
að ekki þótti ráðlegt að panta liann vegna i>ess
að hann lætur lit og var því eingöngu beðið
um Iivítan tvist.
Ekki er von á vöru þessari fyrr en eftir áramót.
R. Þ.
LEIÐRÉTTING.
Menn eru beðnir uð afsaka, að í síðasta tölu-
hluði, í greininni: Frá sainbandsþingi húsmæðra-
félaga Norðurlanda féll úr nafn frú Aagot Vil-
hjálmsson frá Vopnafirði, þegar taldir voru upp
islenzku fulltrúarnir, sem sátu þingið. Sömu-
lciðis var frú Uclga Kristjánsdóttir talin vera
frá Þverá í Laxárdul, en liún er frá Þverá í
Dalsmynni, S.-Þingeyjarsýslu.
THORVALDSENSFÉLAGIÐ.
Þ. 19. nóvember síðastl. voru liðin 75 ár síðan
Thorvaldsensfélagið var stofnað. Það mun vera
clzta starfandi kvenfélag á landinu. Félagið hcf-
ir alltaf verið freinur fáliðað, en hefir áorkað
miklu í mannúðarmálum. „IIúsfreyjan“ var kom-
in í prentun, þegar okkur var kunnugt um
þennan merkisdag. Óskum við félaginu allra
heilla, og vonum í næsta blaði að okkur gefist
kostur á að birta fróðleik um hinn lunga og
merkilega sturfsferil Thorvaldsensfélagsins.
HÚSFREYJAN 19