Húsfreyjan - 01.12.1950, Side 23

Húsfreyjan - 01.12.1950, Side 23
vinnuborðs og yfirskáps þarf a3 vera ca. 45 sm., miðað við 30 sm. skápþykkt og 60 sm. borðbreidd. BORÐ VIÐ ELDAVÉLINA. Sé notað rafmagn til suðu er bezt að eldavélin standi við vinnuborðið og að borð sé beggja megin við liana, sbr. „Eld- bús I.“. Þegar eldað er við kol eða olíu verður vélin bins vegar að standa frjálst vegna bitans og staðsetning hennar er bundin við reykliáf. Aldrei má þó gleyma að liafa borð við vélina, til þess að leggja á sér til þæginda, er unnið er við vélina. BÚR EÐA KALDUR SKÁPUR. Búr ætti að fylgja liverju eldliúsi jafnt til sjávar og sveita, jafnvel þó það sé ekki stærra en stór skápur, er það betra en ekki. Búr verður að snúa móti norðri. Þeir, sem ekki bafa búr eða ísskáp — og jafnvel livort heldur er, ef pláss leyf- ir — ættu að láta innrétta í eldhúsinu matarskáp, sem kældur er með því að hafa gat í gegnum vegginn. Loftræst- ing verður að vera góð og svo um búið, uð ekki rykist inn í skápinn. RÆSTITÆKJASKÁPUR. Skápur fyrir ræstitæki er nauðsynlegur á hverju heimili, getur hann verið livort lieldur er í gangi eða eldbúsi. Það er berfilegur misgáningur að hugsa ekki fyrir geymslu fyrir þessi tæki eins og önnur tæki heimilisins — slíkan skáp vantar því miður of víða. 1 næstu tölublöðum munu birtast skipu- lagsteikningar af 1—2 eldlnisum í við- bót, a. m. k. mun verða birt teikning af einu sveitaeldliúsi. Óski einbverjir eftir vinnuteikningum af eldhúsum, sem liér kunna að verða birtar, geta þeir skrifað Kvenfélagasam- bandi Islands, Laugavegi 18, Reykjavík MANNASIÐIR Þaft var eitt sinn í veizlu í Washington í „Hvíta húsinu“, þegar Coolidge var forseti. Menn ætluðu að fara að liressa sig á kaffinu, þegar gestunum var litið á hvar forsetinn stóð upp við arinhyll- una og var að hella úr hollanuin sínum á undir- skálina. Menn litu undrandi á forsetann og svo liver á annan, þar til einhverjum hugkvæmdist að fara eins að, hella kaffinu á undirskálina, og gerðu menn það svo hver á fætur öðrum. Þá tók forsetinn sykur og rjóma og lirærði það sainan við kaffið á undirskálinni og menn gerðu slíkt hið sama, — en hefðu ínenu nú ekki séð livað forsetinn gerði þessu næst, væri ef til vill enn þann dag í dag sá siður ríkjandi meðal hefðarfólks í Aineríku, að hella á undir- skálina, — því forsetinn beygði sig og lét skálina á gólfið. Þar lá seppatetur við arininn, reis á fætur og tók að lepja kaffið sitt í inestu inak- induin. Annað atvik kom því til leiðar að karlmenn fóru að hafa brot í buxunum sínum. Eldra fólk man þá tíð, þegar huxnaskálinar karlmannanna litu út eins og sívalir hólkar eða stundum jafn- vel eins og beigluð „ofnrör“. Georg V. var nýlega kominn lil valda í Bret- landi. Hann átti að koma fram við einhver háúðahöld, þegar það óhapp vildi til að liann reif huxurnar sínar. — En það var enginn tími til að senda eftir öðrum buxum heim í liöllina. Þá fór llans Hátign inn í næstu karl- mannafataverzlun, en þar fengust aðeins buxur, scm lágu í stafla á hillu og voru nieð þræls- legum brotum. Nú voru góð ráð dýr. Kóngur varð að fá buxurnar í snatri, og það var enginn tími til að pressa brotin úr þeim. Hann klædd- ist þeini því eins og þær voru og skundaði svo til bátíðahaldanna. Hans Hátign var íturvaxinn og fallegur á velli og þegar hann gekk inn i hátíðasalinn og allra augu niændu á liann, veittu menn því undir eiiiB eftirtekt, að Hátignin var með „nýjar línur“ í klæðaburði. Næstu daga voru allir hefðarmenn og tízku- herrar komnir með brot í buxunum, svo komu Pétrar og Pálar á eftir og þaunig er tízkan enn þann (lag í dag. og pantað teikningar, sem síðan verða sendar gegn vægu gjaldi. Halldóra Eggertsdóttir. HÚSFREYJAN 23

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.