Húsfreyjan - 01.03.1957, Page 3

Húsfreyjan - 01.03.1957, Page 3
Husjreyjxm. Reykjavík, marz 1957 Útgefandi: Kvenfélagasamband Islands 8. árgangur, 1. tölublað Frá ævi og starfi Eins og kunnugt er, varð frú Hulda Stefánsdóttir, skólastjóri kvennaskólans á Blönduósi, 60 ára siðastliðinn nýársdag. Vegna þess að frú Hulda hefur um margra ára skeið helgað húsmæðraskólum þessa Iands starfskrafta sína, fýsti mig að láta „Húsfreyjuna“ flytja lesendum sínum eitthvað um ævi og starf frú Huldu, auk þess sem fróðlegt væri að heyra álit þessarar gáfuðu og reyndu skólakonu á fyrirkomu- lagi skólanna og þeim breytingum, sem þeir hafa tekið fró því, er hún hóf þar starf. Fyrir þvi sendi ég henni nokkrar fyrirspurnir í þessa átt, er hún greiðlega og góð- fúslcga svaraði með eftirfarandi greinarkorni. Ritstjórinn. p’G er fœdd á Möðruvöllum í Hörgárdal 1/1. 1897. Var faðir minn kennari við Möðruvallaskóla og auk þess bjó hann bar á allri jörðinni, svo að margt var um hianninn á Möðruvöllum fyrst þegar ég hian eftir mér. Ef ég œtti að minnast ^ernskuáranna á Möðruvöllum, mætti ^hargt segja. Mér fannst fyrstu árin mín Se*n einn sólskinsdagur. Heimafólkið var ^iér allt ákaflega gott og ég átti brátt Vlni á bæjunum í kring, sem gaman var að heimsækja. Þannig liðu fyrstu árin. ■^n árið 1902 brann skólahúsið; sú mynd er þá blasti við, er mér ógleymanleg, en kó tók út yfir árið 1903; þá dó amma ^uðrún, sem hafði verið athvarf mitt frá bví ég fyrst rankaði við mér. Amma, sem ^unni svo margar sögur og vers, þessi bogula en hlýja kona, sem öllum vildi 8°tt gera og var manna lægnust á að tafna deilur, ef upp komu á heimilinu — var dáin, og mér fannst lífið óbærilegt. ° átti ég hauk í horni, þar sem Ólafur Davíðsson, fyrsti kennari minn, var eftir hjá mér, en hann missti ég líka sama ár, og var þá fokið í flest skjól, að mér fannst. Þessar tvær manneskjur lögðu undir- stöðuna að hugsun minni. Þau voru öll mín bernskuár efst í huga mér og ég leit- aðist við að fara að þeirra ráðum, enda þótt þau væru ekki lengur sýnileg. Haustið 1904 fór ég með foreldrum mínum til Akureyrar, því skólinn var þá fluttur þangað. Saknaði ég sveitarinnar og fólksins þar. — Hlakkaði til vorsins, að fá að koma aftur heim i sveitina. Fluttu foreldrar mínir ekki að öllu leyti frá Möðruvöllum fyrr en vorið 1910, að búið var selt. Haustið 1908 varð faðir minn skóla- meistari við Gagnfræðaskólann á Akur- eyri og fluttum við þá í skólann. Hófst þá nýr þáttur í lífi mínu. Ég varð brátt hugfangin af skólalífinu. Þarna var fjöl- menni eins og á Möðruvöllum, skólafólk- LANDSBuKASATN 213823 ■ ÍSLANOS

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.