Húsfreyjan - 01.03.1957, Side 16
I
Manneldisþáttur
1
Margt góðmetið berst á land á vetrar-
vertíðinni, og ættu húsmæður, sem nærri
verstöðvum búa, ekki að láta undir höfuð
leggjast að gæða heimafólki sínu á hollu
og gómsætu sjómeti, þegar færi gefst.
Eitt af því, sem oft ætti að sjást á borð-
um um þetta leyti, eru hrogn. Þorsk-
hrogn eru mikil kostafæða. Orkugildi
þeirra (hitaeiningagildi) er nærri því eins
mikið og sama magns af hænueggjum og
þau hafa að geyma vænan skammt af
helztu vitamínum. Að vísu er innihald
þeirra af A- og D-vitamíni lítilmótlegt í
samanburði við þorsklifur, sem er einn
okkar beztu A- og D-vitamíngjafa, en
húsmæður, sem völ eiga á hvorutveggja,
láta heldur ekki lifrina vanta á matborð-
ið. Meira máli skiptir C-vitamínmagn
hrognanna. 1 100 g. af hrognum eru um
það bil 20 mg. af C-vitamíni eða jafn-
mikið og í jafnþyngd af ýmsu grænmeti,
t. d. tómötum og salati. Og það er ein-
mitt C-vitamínið, sem hættast er við að
skorti í fæðu manna hér á landi um þetta
leyti árs, þegar nýtt grænmeti er ekki á
boðstólum, og kartöflumar hafa tapað
verulegum hluta af upphaflegum vitamín-
forða sínum.
Algengast er að borða hrogn heit á-
samt fisk og lifur. Til þess að þau springi
síður í suðunni, er gott að vefja þau í
grisju eða smjörpappír. Þau þurfa 1—3
stundarfjórðunga suðu, eftir stærð. Köld
hrogn eru ágæt ofan á brauð. Þau má líka
súrsa, og er það góð geymsluaðferð með
tilliti til C-vitamínsins, því að það varð-
veitist vel í sýru.
Hér fara á eftir nokkrar uppskriftir af
hrognaréttum og eru þær teknar upp úr
Mat og drykk:
16 HÚSFREYJAN
SOÐIN HROGN MEÐ LAUKSÓSU.
1— IV2 kg. hrogn Lauksósa:
1 1. vatn 25 gr. smjörlíki
1 msk. salt 25 gr. hveiti
3V2 dl. mjólk
1 laukur
1 tesk. salt
Hrognin eru soðin, skorin í þykkar sneiðar,
látin á mitt kringlótt fat, og þar í kring er rað-
að soðnum kartöflum. Lauksósunni hellt yfir
hrognin.
Lauksósa: Laukurinn flysjaður og skorinn í
sneiðar. Soðinn augnablik í saltvatni. Smjörið
brætt, hveiti hrært út í, þynnt út með mjólkinni,
en nota má til helminga súra mjólk eða áfir.
Laukurinn settur út í og saltað eftir smekk.
SOÐIN HROGN MEÐ GRÆNMETI.
m
kg. hrogn
Vatn og salt
kg. gulrætur
eða rófur
blómkál eða
kg. hvítkál
30 gr. hveiti
4— 5 dl. grænmetis-
og hrognasoð
Salt og pipar
Saxaður graslauk-
ur
1
1
30 gr. smjörlíki
Hrognin þvegin og soðin í saltvatni í V2 klst.
Tekin upp og skorin í þykkar sneiðar, sem rað-
að er á fat. Grænmetið, sem hreinsað hefur ver-
ið og soðið i saltvatni, er skorið í jafna bita og
raðað yfir hrognin. Þar yfir er sósunni hellt.
Sósa: Smjörið brætt, hveiti hrært út í, þynnt
út með grænmetis- og hrognasoðinu. Soðið í 5
mínútur. Saxaður graslaukur og salt og pipar
Framhald á bls. 21,