Húsfreyjan - 01.03.1957, Side 24
sem nothæft var af því, sem torgsalarnir
fleygðu. En handfljótur varð hann þá
jafnan að vera. Annars hefðu götusópar-
arnir tekið það allt frá honum. 1 dag
hafði hann líka þurft að keppa þarna
við fáeina skólastráka.
„Eg þarf að fá þetta handa skepnun-
um,“ hafði hann æpt á meðan hann tíndi
saman brotna kálleggi, ormétin blómkáls-
höfuð og ýmis konar grænmeti annað,
sem eitthvað var gallað. Ef heppnin var
með, rakst hann á lítils háttar marin epli,
lítið eitt skemmdar appelsínur, stóra mel-
ónubita eða pappaöskjur, sem dálítið af
berjum var í. Reiðhjólið var hlaðið, svo
að erfitt var að hjóla upp brekkurnar.
En þó var sá þunginn verstur, er hann
bar í huga sér. Hvað á ég að segja Grétu?
hljómaði í sífellu í huga hans. En hann
var kominn alla leið upp að Jumpási, án
þess að honum dytti nokkuð frambæri-
legt í hug. Lengra þorði hann ekki að
fara, en lokaði sig þarna inni í náðhús-
inu í von um, að ímyndunaraflinu tækist
nú að skapa eitthvað. Hann tyllti sér á
tær til þess að sjá út. Hann sá skógi vax-
ið fell bera við hina síðustu gullroðnu
rönd dagsins. En hvorki rósemi sálarinn-
ar né neins konar innblástur fylgdi þögn
og kyrrð rökkursins. Hann kveikti á vasa-
ljósi. Framkvæmdasamir piltar frá Söder-
malm höfðu séð fyrir ljósunum, sem þarna
áttu að vera. Hann skoðaði vandlega
handleggi sína og fótleggi. Á vinstra fót-
leggnum rakst hann á tvo litla marbletti.
Þá var eins og ljós rynni upp fyrir hon-
um. Hann lamdi fætinum nokkrum sinn-
um í eitt milliþilið, auðvitað ekki of fast.
Svo dró hann upp úr vasa sinum lérefts-
ræmur, sem hann bar alltaf á sér svona
til vonar og vara og vafði þeim um fót-
legginn. Að því búnu hélt hann heim á
leið, þótt sagan væri raunar ekki fullgerð
enn.
„Þú hefðir átt að halda þér við bú-
skapinn,“ sagði hann við sjálfan sig. „f
sveitinni komast menn allt af einhvern-
veginn af. Þú hefðir ekki átt að gera þig
breiðan við karlana þar og segja, að nú
skyldirðu sýna þeim, að hann Hans Skóg
væri karl í krapinu.“ Hvernig væri nú
komið, ef Gréta hefði ekki flutt geituin-
ar og hænsnin með sér? Gréta dó aldrei
ráðalaus. Hún þurfti ekki að fyrirverða
sig né líta undan. En trúgjörn var hún
meira en í meðallagi. Hún trúði víst öll-
um sögunum hans.
Þetta kvöld var Hans kominn nærri
því heim, þegar Gréta kom auga á hann.
En hún sá þegar í stað, að eitthvað hafði
komið fyrir hann og opnaði gluggann u])p
á gátt.
„Guð minn góður,“ hvíslaði Gréta.
„Hann er haltur.“
Hans þagði og leit ekki einu sinni upp.
Einhver undarlegur svipur var á andliti
hans, sambland ótta og hrifningar, því að
nú hafði allt í einu á einhvern dularfullan
hátt orðið til í huga hans alveg ágæt saga.
Þegar Gréta kom þjótandi á móti hon-
um, sló hann út hendinni og sagði: „Guði
sé lof, hvernig þetta fór!“
„Hvað kom fyrir?“ stundi Gréta upp
og var nú komin alveg til hans.
„Ekki neitt teljandi, getur maður sagt
núna, þegar það er um garð gengið,“
sagði Hans. Röddin smálækkaði og end-
aði loks í lágu hvísli.
„Almáttugur,“ sagði Gréta. „Ég tek af
hjólinu. Farðu undir eins inn og legðu
þig útaf.“
Hans haltraði heim að húsinu og gætti
þess að gretta sig rækilega eins og hann
kenndi sársauka. Þegar hann kom að
tröppunum, sneri hann sér að Grétu.
„Sjáðu,“ sagði hann og kippti upp
buxnaskálminni.
„Je minn góður,“ æpti Gréta og hætti
við að taka af hjólinu. Hún tók utan um
Hans og studdi hann inn. Börnin þeirra
voru að leika sér á gólfinu. Þau ætluðu
að þjóta til föður síns til að fagna hon-
um, en Gréta ýtti þeim frá. Hans kippti
upp buxnaskálminni og sýndi þeim, live
illa hann hefði meitt sig.
„Pabba er illt, pabba er illt,“ sagði
hann og lá við, að hann tryði því sjálfur.
Gréta rak börnin frá og Hans varð að
24 HÚSFREYJAN