Húsfreyjan - 01.03.1957, Side 27
til vill væri gott að fá svolítið af bóm-
ull og hreinum umbúðum."
,,Já, það er víst bezt,“ sagði Gréta,
sem nú kenndi engrar vorkunnsemi, en
var hörð sem steinn.
Hún gekk að skápnum í anddyrinu og
dvaldizt þar um stund. Hún vildi helzt
vera í einrúmi stundarkom. Hún hallaði
sér upp að veggnum og greip höndum
fyrir andlitið. „Hann skal aldrei fá að
vita það,“ hugsaði hún. „Hann skal al-
drei fá að vita, að ég hef aldrei fest trún-
að á sögurnar hans.“ Ást hennar til hans
var sársaukakennd. Þó þótti henni enn
svo vænt um hann. Erfiðleikarnir og sárs-
aukinn aðeins juku ástina. Hún var al-
drei sterkari né óbifanlegri en einmitt þeg-
ar ómennska hans var hvað mest.
Þegar Gréta kom aftur, sagði hann:
„Þetta, hvað öll sár á mér gróa fljótt, er
nú eitt öryggið mitt gegn slysum og ó-
farnaði. Þú veizt þetta manna bezt frá
fyrri slysum mínum.“ En á honum var
þó óttasvipur, því að hið sanna varð ekki
umflúið og nú tókst honum ekki lengur
að gabba sjálfan sig. Ef Grétu renndi nú
grun í sannleikann líka?
En Gréta sá, hvað honum leið. Hugs-
un hennar var glaðvakandi og augun
opin.
„Manstu, þegar hann Leó skar þig í
handlegginn?“ sagði hún rólega og sak-
leysislega. „Þegar þú komst heim um
kvöldið og sýndir mér það, var það bara
smárispa."
Hún settist og fór að taka umbúðirnar
af fætinum. Hann sneri til veggjar. „En
hvað þú ert heimsk," hugsaði hann um
Grétu. „Það er alveg sama, hvað vitlaust
það er, sem ég segi þér. Þú trúir því öllu.
Ég giftist þér líka vegna þess, að þú ert
svo einföld. Ég þorði ekki að eiga neina
aðra,“ hugsaði hann, en honum hálfsárn-
aði þó við sjálfan sig.
„Manstu líka, þegar þú ætlaðir út í
skóg og steigst ofan á flöskubrotin? Skór-
inn skarst í sundur og hællinn á þér líka.
En þegar heim kom, var leðrið í skónum
auðvitað sundur skorið. Það hafði ekki
þína hæfileika til að gróa. En á hælnum
á þér sást ekkert nema smáblettir eins
og eftir tennur.“
„En þú fékkst engin berin í það skipt-
ið,“ sagði Hans til þess að kvelja sjálfan
sig, því að hann mundi svo vel eftir því,
hvað hann hafði sofið vel og lengi úti
í skóginum. Þann daginn hafði allt
„hlaupið í baklás“ hjá honum, svo að
hann vildi ekkert gera annað en sofa.
„Nei, hvernig hefði það átt að verða,“
sagði Gréta. „Þú gazt ekki tínt ber, þeg-
ar þú stórskaðaðir þig. Það, sem lá við,
að þér blæddi út úti í skóginum.“
„Líklega sést heldur ekki mikið núna,“
hvíslaði Hans.
„Eg sé ekkert enn,“ sagði Gréta, sem
var að enda við að taka umbúðirnar ut-
an af. En þegar hún tók það siðasta af,
kom hún auga á tvo örsmáa, bláa bletti
og sagði: „Það er sannarlega þakkarvert,
hvað allt grær fljótt á þér.“
Hún þvoði blettina, lagði bómull yfir
þá og vafði sem vandlegast utan um.
„Hann skal aldrei nokkurn tíma fá að
vita það,“ hugsaði hún.
Hans lét hana fara sínu fram. En þeg-
ar hún hafði gengið frá fætinum, vafði
hann hana örmum. Hann langaði til að
hvísla í eyra hennar því, sem hann hugs-
aði: „Ef ekki væru til eins einfaldar kon-
ur og þú, þá gætu aumingjar, eins og ég,
ekki þrifist. Okkur væri þá óhætt að
hengja okkur i hæsta gálga, því að ef þið
væruð ekki til, þá hlypi allt hjá okkur
„í baklás“ á hverjum einasta degi og eng-
inn væri til, sem liti upp til okkar.“
En hann steinþagði og kreisti saman
varirnar. Ástin til Grétu funaði upp í
honum, auðug og sterk, svo að honum
fannst hann nú vera fær í flestan sjó.
Gréta naut kossanna hans. Henni fannst
nú sem hún væri drottning hans. Ástin
og skynsemin toguðust á í henni. En á
þessari stupdu skildist henni þó, að ást-
in, sem hann vakti í hjarta hennar, var
eins og hver önnur náðargjöf, sem jafn-
vel breiddi hulu yfir vesalmennsku hans.
S. Þ. íslenzkaði.
HÚSFREYJAN 27