Mæðrablaðið - 01.05.1946, Side 7
og megum þá um leið minnast Ing'u
móður hans („Ingu frá Varteigi")
sem bar járn í Björgvín til sönnunar
því að Hákon Sverrisson heí'ðí verið
faðir að berni hennar. Og ennþá mun
hinn sami vilji til þess að sanna sitt
mál, búa í brjóstum flestra mæðra.
En þó ekki hafi betur verið gengið
fram í þessum málum, en raun ber
vitni um, meðan viðkomandi menn
gegndu herþjónustu, virðist sem enn
hafi versnað, eftir að þeir voru
leystir úr hernum og dreifðust í all-
ar áttir. Þá er auðvitað ekki um ann-
að að gera en að fá slík mál rekin
fyrir borgaralegum dómstólum við-
komandi lands eða ríkis.
Slíkur málarekstur hlýtur að
verða erfiður og þungur í vöfunum,
ekki síst vegna þess að setuliðsmenn
þeir, sem hér hafa verið, eru nú
dreyfðir um öll heimsins lönd, auk
þess sem margir þeirra vafalaust eru
fallnir eða týndir. Það er aðeins einn
aðili, sem getur tekið upp þessi mál
með þeim krafti, sem þarf, og það
er sjálft ríkisvaldið. Virðist ekki
seinna vænna fyrir það að fylgja
þessum málum fast fram og tryggja
með samningum eða á annan hátt
sem auðið er, réttindi íslenzkra
kvenna og barna þeirra. En auk þess
að vera réttlætis og metnaðarmál fyr-
ir íslendinga er það orðið hagsmuna-
mál t.d. Reykjavíkurbæjar, sem lán-
að hefir stúlkunum meðalmeðlag með
börnunum í von um væntanlega
endurgreiðslu fyrir milligöngu rík-
isins. En flest önnur bæjar-eðasveit-
arfélög hafa ekkert látið þessi mál
til sín taka, og ekkert liðsinnt stúlk-
unum eða börnunum.
Það er því margt sem styður kröf-
ur Mæðrastyrksnefndar um rögg-
samlega framgöngu ríkisvaldsins og
fulltrúa þess fyrir málstað íslend-
inga, svo í þessum efnum sem öðr-
um.
II.
En þetta er aðeins önnur hlið
málsins. Hin hliðin snýr að okkur
sjálfum, okkar eigin stofnunum, eigin
hugsunarhætti og framkomu. Um
það þurfum við ekki að deila við
neitt erlent vald. Það er okkar eigin
skynsemi og mannúð, sem að miklu
lcyti sker úr um framtíð þessara
barna. Nú skulum við horfast í augu
MÆÐRABLAÐIÐ
við staðreyndirnar. Hér í Reykja-
vík býr fjöldi þessara barna ásamt
mæðrunum í braggahverfunum í og
umhverfis borgina. Á nokkrum stöð-
um er hægt að fara í hvern bragg-
ann á fætur öðrum og hitta fyrir
allslausar stúlkur, sem búa þar,
stundum tvær og þrjár saman með
börnum sínurn. Margai' eru í vistum
með börnin, sumum góðum, öðrum
lalcari. Nokkrar hafa flúið í skjól
vandamanna sinna. En þær virð-
ast ekki margar. Yfirleitt eru lífs-
kjör þessara stúlkna ömurleg. Þær
verða að sætta sig við léleg og
jafnvel heilsuspillandi húsakynni,
sóðalegt og spillandi umhverfi.
Margar eru kornungar, hafa lítið
lært og geta ekki unnið nema fá-
breyttustu og verst launuðu verkin,
I viðbót við margskonar vonbrigði,
bætist lítilsvirðing og aðkast fólks-
ins. Hver mundu svo verða fyrstu
líkamlegu og andlegu áhrifin sem
börnin verða fyrir, sem við slík kjör
eiga að alast upp? Er ekki bezt að
segja það eins og það er: Hér virðist
vera stefnt að því að ala upp „utan-
garðslýð,“ sem finnst, og með rétttu,
að hann sé afskiptur og utanveltu í
þjóðfélaginu, og segir því stríð á
hendur, fylltur frá blautu barnsbeini
beiskri minnimáttarkennd, vansæll
og vanmáttugur í fálmandi en hat-
ursfullum uppreisnartilraunum gegn
því samfélagi, sem honum finnst að
aldrei hafi gert sér nema illt. Ef
mönnum þykir hér of djúpt tekið í
árinni, skyldu þeir athuga hvað
barnshugurinn er gljúpur og hvað á-
hrif frá fyrstu árum, þegar barnið
er að koma til meðvitundar um sjálft
sig og umhverfi sitt, geta rist djúpt
og afmáðst seint. Við munum frá
okkar eigin barnsárum, hvað „orð
sem einhver fleygði, inn í kviku
skar.“
Muna skyldum við það einnig að
vanræksla, skeytingarleysi eða and-
úð, sem við sýnum þessum börnum
í dag, getur hefnt sín margfalt þeg-
ar tímar líða, því eftir fá ár verða
þau ásamt öðrum jafnöldrum sínum
tekin við og farin að ráða málum
lands og þjóðar.
En hvað má þá teljast nauðsynlegt
að gera fyrir Þessi börn? Það þarf
að halda öfluglega áfram að tæma
braggahverfin, ekki sízt af einstæð-
um mæðrum og smáum börnum, og
sjá þeim fyrir sæmilegu húsnæði.
Gott húsnæði eflir bæði andlega og
líkamlega heilsu og er hin bezta
hvöt til þess að ástunda hreinlæti og
góða umgengni vekur ósjálf-
rátt þrá eftir menningarlífi. Dag-
heimilum og leikskólum þarf að
fjölga, svo að mæðurnar geti örugg-
ar leitað sér atvinnu, glaðar yfir
því að vita börn sín í höndum góðra
og skilningsríkra kvenna og hlakkað
til að hafa þau hjá sér að kvöldinu
og nóttunni.
Fyrir börn, sem af ýmsum ástæð-
um, gætu ekki verið hjá mæðrunum,
verður að koma á fót góðum fóstur-
heimilum, þar sem börnin fengju
fullkomið uppeldi.
En ekki sízt þetta: hvar sem þau
verða á vegi okkar litlu börnin með
erlendu nöfnin, þá eigum við að vera
þeim góð og ekki láta þau finna í
neinu að við teljum þau frábrugð-
in öðrum eða eiga minni rétt til allra
gæða lífsins en önnur börn. Engin
lifandi vera getur þjáðst eins mikið
í vanmætti sínum og umkomuleysi
eins og lítið barn, sem finnst sér
allsstaðar vera ofaukið og öllum til
ama. Og hverjar ættir sem að þess-
um börnum standa, þá eru þau
fyrst og fremst börn íslands og þátt-
ur úr framtíð þess.
Svava Jónsdóttir.
Myndin á kápunni,
heitir Móðir og barn, og er eftir
einn af nútíma myndhöggvurum
Ameríku, William Zoradi. Hann er
fæddur í Litháiu fyrir aldamótin,
en fluttist 4 ára gamall með foreldr-
um sínum til Ameríku. Myndin er
högvin í marmara, og er 5 þó fet á
hæð ,gerð á árunum 1927—1930.
Hamingjusamt hjóna-
band er hús, sem þarf að
endurbyggja daglega.
André Mauroins...