Mæðrablaðið - 01.05.1946, Side 11

Mæðrablaðið - 01.05.1946, Side 11
MÆÐRABLAÐIÐ 9 Lesiö af kappi. mikið svigrúm til líkamlegs þroska og næði fyrir hugsanir sínar og ó- þrjótandi verkefni, svo andlegur þroski þeirra geti eflst. Þar sem um slík húsakynni er að ræða og mörg börn eru fyrir, móðir- in ein með hópinn, önnum kafin all- an daginn við heimilisverkin, verða dagheimili og leikskólar að koma til hjálpar, ef ekki á illa að fara. Þörfin er ekki síður fyrir einka- barnið, að fá að njóta dagheimilis eða leikskóla. Börn eru alltaf börn og eiga líka að vera það. Engin full- orðin manneskja getur komist á þroskastig barnsins svo fúllnægjandi sé fyrir það. Barnið finnur * fljótt að það er uppgerð hins fullorðna. Margir foreldrar eiga erfitt með að setja sig í spor barns síns til að geta skilið það. Einkabarnið verður því oftast einmana og útundan, svift fé- lagslífi, sem þróast í stórum syst- kinahóp. Þá eru það síðast en ekki sízt börn einstæðra mæðra, sem þurfa að vera aðnjótandi dagheimilisdvalar. Það er mikill styrkur fyrir mæður, sem verða að vinna fyrir sér og börnum sínum, að vita af börnum sínum á öruggum stað, meðan þær eru við vinnu sína. Þar sem börnin fá þá aðhlynningu og uppcldi, sem þau þarfnast. Tilgangur dagheimila og leikskóla er því að bæta úr þessari miklu nauðsyn, og veita börnum á aldr- inum 2ja til 6 ára öruggt og heilbrigt umhverfi og það uppeldi andlegt og líkamlegt, sem er í sam- ræmi við eðli þeirra. Móðirin sem hefur verið heima að vinna húsmóðurstörfin eða hin, sem verður að vinna fyrir lífsviðurværi sínu og barns síns, er oft þreytt er hún kemur að sækja bárn sitt á dagheimilið á kvöldin, en fljótt af- þreytist hún, endurnærist af að hlusta á skemmtilegar frásagnir barnsins. Hún finnur að barnið hef- ur notið dagsins í ríkum mæli. Það hefir glatt mig mikið að kom- ast að raun um hve dagheim- ilin og leikskólar hafa mjög bund- ið mæður og börn fastari og inni- legri böndum. Gott heimili er það dýrmætasta, sem börnin eiga og eng inn getur eða hefur leyfi til að fjar- lægja þau frá heimilum sínum nema vegna veikinda eða upplausnar heimilanna en þá koma hin eiginlegu barnaheimili (upptöku- og dvalarheimili), sem starfa allan sólarhringinn til greina. Sem betur fer er fólk hér í bæ farið að sjá, hve þörf og nauðsyn- leg dagheimili og leikskólar eru. Eins og gefur að skilja mun stofn- kostnaður slíkra skóla verða geysi mikill, þótt reksturskostnaður yrði að mestu leyti greiddur af foreldr- unum sjálfum. Aðsóknin að þessum fáu dagskólum, sem reknir eru í Reykjavík er gífurleg, allt að fjórfalt meiri en hægt er að sinna. Það verður því aldrei hægt að full- nægja þörf bæjarbúa, fyrr en hið opinbera hefur sjálft tekið í sín- ar hendur að koma á fót nægilega mörgum dagheimilum og leikskólum. Vonandi verður þess ekki langt að bíða. Áslaug Sigurðardóttir Barnsmeölög til 1. júní 1946 1 Reykjavík, Akranesi, ísafirði, Akureyri, Vestmannaeyjum og Hafnarfirði: Mánaðarmeðlag með börnum 1—4 og 7—15 ára kr. 161,51 pr. mánuð. 4—7 ára kr. 135,37 pr. mán. 15—16 ára kr. 80,74 pr. mánuð. I sveitum og minni kaupstöðum. Mánaðarmeðlag: 1—4 og 7—15 ára kr. 135,37 og fyrir börn 4—7 ára kr. 110,44 pr. mánuð. 15—16 ára kr. 67,69. Þessar upphæðir hækka lítið eitt 1. júní samkvæmt vísitölu þeirri sem nú gildir. Meðlög, sem greidd eru missirislega eru sem hér segir: Reykjav., Akra- nes, Isafj. Siglufj. Akureyri, Vest- mannaeyjar og Hafnarfjörður kr. 680,oo á ári eða kr. 340,oo á missiri fyrir aldursflokk 1—4 og 7—15 og fyrir 4—7 ára kr. 570,oo á ári eða kr. 285,oo á missiri. Fyrir börn 15— 16 ára kr. 340,oo á ári eða kr. 170,oo á missiri. Annarsstaðar á landinu: Fyrir börn 1—4 og 7—15 kr. 570,oo á ári eða kr. 285,oo á missiri og fyrir börn 4—7 ára kr. 465,oo á ári eða kr. 232,50 á missiri börn 15—16 ára kr. 285,oo á ári eða kr. 142,50 á missiri. Við þessar upphæðir bætist svo vísitala sem gildandi er á hverjum tíma.

x

Mæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mæðrablaðið
https://timarit.is/publication/838

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.