Mæðrablaðið - 01.05.1946, Blaðsíða 13
MÆÐRABLAÐIÐ
11
/ sólskinsbrekku.
aði okkur svona hálfpartinn til að
verða eins laglegar og þær og flýtt-
um okkur í gufubaðið, morgunverð-
inn og sundið. — Á meðan gátu
þær sofið og hvílt sig og komið svo
prúðbúnar til hádegisverðar — hinn-
ar konunglegu máltíðar eða réttára
sagt hinnar fjölbreyttu nýtízku í
manneldi. Þar var allt frá hráum
lireðkum upp í Hólsfjallahangikjöt
og svo molakaffi á eftir. Ekki þurfti
þá alltaf mikið hlátursefni þegar
molakaffið var komið á borðið. Við
hlógum alveg tilefnislaust eins og
telpur um fermingu, af því nú vor-
um við óþreyttar og áhyggjulausar og
gátum hvílt okkur eftir matinn og
alveg fram að kaffi ef við áttum
ekki erindi út í skóg að tína ber,
yrkja gamankvæði fyrir kvöldvök-
una eða æfa gítarleik, því að flestar
munu hafa verið liættar að láta
sig dreyma um að finna kóngsson
ævintýrisins í skóginum. Stundum
var reynt að klifa upp fjallið og
þóttust þær góðar, sem komust upp
í miðja hlíð.
Eftir kaffið var oft setið inni í
dagstofunni við útsaum, hekl og
prjón og fengum við þá oft að hlýða
á píanóleik, því alltaf lagðist okkur
eitthvað til, hljóðfæraleikarar komu
til okkar víðsvegar að, en Gunna
spilaði aldrei á gítarinn fyrr en á
kvöldin — cn þótt margt væri ágætt
og skemmtilegt á kvöldvökunum var
ckkert scm jafnaðist á við það þeg-
ar hún spilaði á gítarinn og söng
með sinni hreinu og björtu rödd, og
Sótarakvæðið hennar fengum við
við aldrei nógu oft að heyra, hún
varð að syngja það aftur og aftur
cins og fyrir börn og þá var hún
Gunna með gullhárið okkar góða dís.
Þessi vika varð okkur eins og stíg-
andi tónverk með fjölþættni og
hraða. Með hverjum deginum urðum
við glaðari og hressari og fórum að
skennnta okkur og kynnast hvar
sem vegir mættust t. d. í gufubaðinu
á stígnum eða á berjamó. Og kvöld-
vökurnar urðu æ skemmtilegri, fjör-
ugri og tilbreytingasamari — þá
voru upplesin frumsamin ljóð og
sögur, þess á milli sungið og spilað,
svo fóru vísur að fljúga bcint af
vörum og þær Halldóra, Ólöf og Val-
gerður, voru svo hraðskældnar að
við, scm þóttumst góðir skrifarar
höfðum ekki við að rita en allar hlógu
og allar sungu. Eitt kvöldið var
sýnt frumsamið leikrit. Það mun
hafa verið samið og leikið, af
tveim konunum, allt sama daginn.
Svona var eins og allar andans lindir
yrðu leystar úr læðingi, er líða tók á
vikuna.
En seinasta kvöldið var liratt stíg-
andi, mjög fjörugt. Þá var dansað
niðri í leikfimissalnum og allar kon-
urnar 60 eða 70, sem voru þarna í
boði Mæðrastærksnefndar, dönsuðu
við allar húsmæðraskólasrúlkurnar á
Laugarvatni, garðyrkjuskólapiltana,
smiðina, heimamenn og stúlkur,
kennara og sumargesti liótelsins. All-
ir eitt í eldfjörugum dansleik langt
fram á nótt og skemmtu sér hið
Starfsemi Mæðrastyrksnefndarinn-
ar er orðin all margþætt, eins og
þetta blað ber nokkurt vitni um:
Skrifstofa nefndarinnar með lög-
fræðing sínum og starfskonu veitir
konunum margvíslega hjálp, leið-
beiningar og aðstoð, sem oflangt
yrði að lýsa hér nánar, þó að margir
myndu hafa áhuga fyrir að heyra
bczta, og þar voru margar svifléttar
konur í síðum ísl. búningi, sem auð-
sjáanlega höfðu fyrr stigið dans.
Vissulega kunnum við vel að meta
þessa góðu daga og nutum þeirra
líka af alhug og í einingu. Hver og
ein lagði sitt bezta fram í upplestri
ljóða, sagna og leikja, hinar hlé-
drægari hlý handtök, mjúka tóna
inn í sönginn eða glaðan þátt í
dansinn, en allar góðvild og hugar-
hlýleik sem lýsti samveruna eins og'
gullið glit á bláu vatni.
Svona var þessi vika á Laugar-
vatni öll með ágætum og er hér þó
aðeins á fátt eitt minnst.
En slíkra hvíldarstunda þurfa all-
ar þreyttar mæður og konur að
njóta hvert einasta sumar.
Sigríóur Einars.
meira um það. Þar er líka tekið á móti
því fé og gjöfum, sem nefndinni er
um hver jól trúað fyrir að koma til
skila til bágstaddra mæðra og barna.
Sumarstarfsemin er stór þáttur í
störfum nefndarinnar. Annarsstað-
ar í blaðinu er nokkuð sagt frá
Laugarvatnsvikunni, en henni hefir
fylgt það lán, að verða til hvíldar
Byggmm sumarheimili mœðranna