Mæðrablaðið - 01.05.1946, Page 17

Mæðrablaðið - 01.05.1946, Page 17
MÆÐEABLAÐIÐ 1B TVÆR SKÁLDKONUR Frá skrifstofu Mæðrastyrksnefndar Skrifstofa Mæðrastyrksnefndar hefur nú um margra ára skeið starf- að að því, að veita konum margvís- lega aðstoð í vandamálum þeirra, og lijálpa þeim til að ná rétti sínum á ýmsum sviðum. Til hennar léita konur ólíkustu erinda, og er reynt að greiða úr vandamálum þeirra eft- ir föngum. Eins og að líkum lætur eru þau mörg vandamálin, sem hvorki er á færi skrifstofunnar eða annara að fá við ráðið, s. s. veikindi, óregla, heitrof og fjölmargt annað, en oft er þó hægt að veita þá aðstoð í ein- hverri mynd, sem dregur að ein- hverju leyti úr sárustu vandræð- unum. I þessu sambandi dettur mér í hug allur sá fjöldi kvenna, sem ti! skrifstofunnar leita vegna barna, sem þær hafa átt með setuliðsmönn- um. Vegna þess að menn þessir eru undanþegnir íslenzkri lögsögn, er konunum ókleyft að ná rétti sínum, liversu sterk gögn sem þær hafa í höndum. Gangur þessara mála er sá, að eftir að stúlkurnar hafa gefið sínar skýrslur og fært það fram sín- um málstað til stuðnings, er þær geta, fara málin til viðeigandi her- stjórnar, en meðferð þeirra þar, sem mun vera í samræmi við herlög, er algerlega frábrpgðin því, sem verða mundi að íslenskum lögum, og sjálfsagt einnig borgaralegum lögum viðkomandi ríkja. Menn þess- ir geta sem sé neitað að gefa nokkur svör, eða gefið þau svör, er þeim sýnist. Veit ég jafnvel dæmi þess, að maður, sem áður hefur gengist form- lega við faðerni barns, hafi, þegar til málareksturs kom, neitað öllu sam- an, og verður þá ekki frekar aðhafst í málinu, a. in. k. ekki í bili. Við þessi málalok verða svo stúlkurnar að sætta sig, og furðar víst engan á því, að þeim svíði sárt slíkt rétt- leysi. Jafnvel þær sem hafa í hönd- um fullgilda faðernisjátningu, geta ekki fengið formlega meðlagsúr- skurði, en fá þó greiðlsu út á játn- ingarnar eins og úrskurði, en utan Við höfum orðið á bak að sjá tveimur af skáldkonum okkar í vet- ur, tveim þingeyskum konum, tveim þeirra, er einna þekkastar voru og mest metnar. Önnur þeirra hóf, svo að segja, fyrst og hæst merki ís- lenzkra kvenna á þessu sviði, en hin kom nú mjög fyrir skömmu fram á sjónarsviðið, en vakti þegar óskipta athygli og það að verðleikum. Unnur Bjarklind (Hulda) lét eftir sig 18 bækur, sögur, ljóð og þulur. Er þar margt hlýtt og hjartnæmt að finna, verðmæti, sem ávalt munu auðga bókmenntir okkar að fegurð og hreinleika. Um hana kvað skáld- skáldsnillingurinn Einar Benedikts- son þannig: „Dalasvanninn með sjálfunna menning, sólguðnum drekkur þú bragarskál, með átrúnað fastan í ungri sál á afls og kærleiks og fegurðar þrenning." Reykjavíkur gengur þetta þó treg- lega.Hinar, sem ekki hafa slíkar játningar í höndum, eiga það algerlega undir náð sveitar- og bæjarstjórna, hvort þær fá nokkuð meðlag, en Reykjavíkurbær befur Framhald á bls. 1G. Guðfinna Jónsdóttir (frá Hömr- um) gaf út t.vær litlar ljóðabækur, en þar er eiginlega hvert kvæði hrein perla, ljóð og söngur, söngur og ljóð. En við lestur þeirra er sem okkur komi í hug orðin um Ragni í sögunni: „Á guðs vegum:“ „Heim- ur sá er enn of hrottalegur sem vér berjumst í, hann verður að verða betri, áður en slíkt fólk getur í hon- um lifað. Hún reyndi að klippa úr honum það, sem henni gast ekki að, en svo fóru leikar, að hún var klippt burt.“ Iiugir okkar, íslenzkra kvenna munu fylgja þessum góðu, gáfuðu konum, að leiðarlokum þeirra, með fyllstu samúð og þökk. Þær túlkuðu á fagran og listrænan hátt, frá sínu sjónarmiði, hvernig við konurnar hugsum og finnum til. Þó þær, því miður, stæðu ekki í fararbroddi í baráttunni fyrir frelsi og réttindum okkar kvenna, þá áttu þær samt sinn mikla þátt í þroska okkar og and- legri menningu með skáldskap sín- um, manngildi og skilningi. Þær „glöddust sem hjartað sjálft þeim sagði, og sungu með náttúrubarnsins rödd.“ Þær voru báðar listakonur. Ingibjörg Benediktsdóttir.

x

Mæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mæðrablaðið
https://timarit.is/publication/838

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.