Eining - 01.08.1954, Qupperneq 4
*
4 EINING
í Reykjavík, eða hálf ellefta milljón
króna.
Salan í heild:
Árið 1953 .... kr. 76.405.299,00
— 1952 .... — 64.030.759,00
Aukning kr. 12.374.540,00
Þetta mikla áfengismagn skiptist
þannig niður á tegundir í 100% áfengis-
lítra.
Sterkir drykkir ......... 24212 lítr.
Heit vín................. 12094 —
Borðvín................... 2487 —
Salan í flöskum skiptist þannig niður
á áfengistegundirnar:
Sterkt áfengi............ 682601 fl.
Heit vín.................. 81480 —
Borðvín.................... 3716 —
(Fyrir þá, sem hefðu gaman af að
átta sig á, hvað átt er við með skipting-
unni í sterk vín, heit vín og borðvín, má
upplýsa: Sterkir drykkir er allt áfengi
kallað, sem inniheldur 21% áfengis-
magn að rúmmáli upp að 96%. Enn
fremur allar tegundir af líkjörum, áfeng-
ismagn 35—56%. — Heit vín frá 13
—21% (Sherry, Malaga, Portvín, Wer-
mouth o. fl.). Borðvín frá 8—13%
(Borgundarvín, Rínarvín, Hvítvín,
Rauðvín o. s. frv.).).
Áfengismagn á íbúa hefur einnig auk-
izt, þrátt fyrir fjölgun í landinu og er nú
talið eftirfarandi:
1953 ........... 1.469 100% áfengi
1952 ........... 1.345 100% —
Aukning 0.124 pr. íbúa
Lögreglan í Reykjavík hefur upplýst
að mjög sé líkt um áfengislagabrot og
áður í bænum. Fullnaðarskýrslur eru
ekki fyrir hendi, en þó allupplýsandi.
Erlendur her hefur nokkur áhrif á þessi
brotamál.
1953 ölvaðir við akstur .... 160
— ofdrykkja í heimahúsum 60
— áfengislagabrot..........3799
Það má líta svo á, að heldur sígi á
ógæfuhlið í þessum málum“.
* * *
I skýrslu fræðslustjóra stórstúkunn-
ar, Hannesar J. Magnússonar skóla-
stjóra, er greint frá stofnun Bindindis-
félags íslenzkra kennara, og á stjórnar-
fundi þess félags bar hann fram tillögu
um, að fenginn yrði maður frá Noregi
til þess að leiðbeina við fyrirhugað nám-
skeið, er samþykkt var á fundinum að
efna til á vegum Bindindisfélags kenn-
aranna. Skólastjórinn skrifaði svo Erling
Sörlí, skrifstofustjóra landsráðs bind-
indisfræðslunnar í Noregi, með þeim
árangri, sem nú er kunnur, og segir
frá námskeiði þessu á öðrum stað í
blaðinu.
* * *
Sex undanfarin ár hefur frú Þóra
Jónsdóttir í Siglufirði verið gæzlumað-
ur unglingastarfs stórstúkunnar og rækt
það starf af mikilli prýði. Síðastliðinn
vetur ferðaðist hún þrjár vikur, og með
henni eiginmaður hennar, Pétur Björns-
son kaupmaður. Á því ferðalagi stofn-
aði frúin barnastúku í Hólmavík, heim-
sótti svo barnastúkurnar í Borgarfirði
og á Akranesi, einnig þrjár barnastúkur
austan Hellisheiðar, þá í Hafnarfirði og
Reykjavík, ennfremur við Eyjafjörð. —
I skýrslu frúarinnar segir frá námskeiði
að Jaðri, í júní 1953, er Ungtemplara-
ráð Reykjavíkur sá um. Á námskeiðinu
voru 38 börn. Kennd voru ræktunar-
störf og önnur útivinna, einnig innan-
hússstörf. Gróðursettar voru þrjú þús-
und trjáplöntur í landi Jaðars og nokk-
ur hundruð blómaplöntur, búin til ný
blómabeð og ýmislegt lagfært.
Þá segir Sigurður Gunnarsson, skóla-
stjóri í Húsavík, frá tveimur ungtempl-
aramótum í Svíþjóð, en þangað kom
hann að beiðni frú Þóru Jónsdóttur, þar
sem Sigurður var að ferðast erlendis
um þær mundir. 1 sambandi ungtempl-
ara í Svíþjóð eru nú 16,500 félagar í
250 félögum. Þessi æskulýðsfélög kosta
mjög kapps um að efla bróðurhug þjóða
á milli.
Þegar frú Þóra tók við gæzlustarfinu
fyrir sex árum, voru í landinu skrásettar
54 barnastúkur, félagatala 5917, en nú
eru stúkurnar 60 og félagar þeirra 6564.
Frúin sá sér ekki fært að taka þetta
gæzlustarf að sér framvegis, og var kos-
inn í hennar embætti Gissur Pálsson,
rafmagnsfræðingur í Reykjavík.
Unglingaregluþingið var háð sam-
hliða stórstúkuþinginu. Ein bezta stund
þess var, þegar dr. Richard Beck flutti
þar hjartnæma og ágæta ræðu, sem
yljaði okkur öllum innan brjósts. Og
þyrfti að anda hjá okkur meira af þeim
heita blæ, sem til hjartans nær. Það er
vorblær alls félagslífs.
Inn á stórstúkuþingið kom einn
morgunn skólastjórinn á Flateyri í Ön-
undarfirði, með myndarlegan hóp ung-
menna, sum þeirra voru frá Ólafsvík og
hin úr nágrenni ísafjarðar, Önundar-
firði og víðar. Þar flutti skólastjórinn
stutta en ágæta ræðu. í henni var andi
og líf, og hún missti ekki marks. Hún
birtist hér á forsíðu blaðsins.
•I* *f' H*
Skýrsla ritara stórstúkunnar, Jóh.
Ögm. Oddsson, fjallar um hag og fjár-
mál Reglunnar. Hér verða þær tölur
ekki taldar, geta menn, er vilja kynna
sér þær, átt aðgang að þingtíðindum
stórstúkunnar. Þess skal þó geta, að
þegar Jóh. Ögm. Oddsson kom í fram-
kvæmdanefnd stórstúkunnar, voru
skuldlausar' eignir hennar taldar kr.
1500,00. Þá skuldaði hún þó sex þús-
und króna víxil í Landsbankanum. —
Þann víxil borguðu sex Reglufélagar
það sama ár. Á þeim tíma var þetta all-
mikil fjárupphæð. Nú þegar Jóh. Ögm.
Oddsson hverfur úr ritaraembætti stór-
stúkunnar, sökum aldurs, eru skuld-
lausar eignir hennar taldar kr. 838,-
397,00. Þær hafa aukizt síðasta stór-
stúkuárið um röskar 90 þús. kr.
I niðurlagi skýrslunnar kemst Jóhann
svo að orði: ,
,,Eins og templurum er kunnugt, hef
eg nú ákveðið að láta af störfum sem
stórritari. Aldurinn er orðinn hár og tel
eg rétt, að ungir og ólúnir menn taki
við þessu starfi . . .
Þegar eg vík úr þessu sæti, eftir 34
ára starf í framkvæmdanefndinni, frá
starfi, sem var mér oft hugljúft og
ánægjulegt, væri vitanlega margs að
minnast, en til þess er hvorki tími né t
rúm . . .
Á þessari löngu leið hef eg kynnzt
fjölda templara um land allt, og enn
fremur fjölda annarra manna utan Regl-
unnar vegna starfs míns fyrir barna-
blaðið Æskuna. Kynni mín við mörg
ungmenni hér og hvar á landinu hafa
öll verið hin ánægjulegustu.
Yfirleitt hef eg mætt góðvilja og vin-
áttu samherjanna . . . Hlýleiki og bróð-
urhugur hafa leikið um mig — ekki <
hvað sízt á alvörustundum lífs míns.
Þeir hlýju straumar hafa verið sem
græðandi smyrsl á opin sár“.
Hér við bætir Jóhann svo nokkrum
hlýjum þakkarorðum til samverka-
mannanna og lýkur máli sínu með stefi
eftir Guðmund Guðmundsson skáld:
Þökk sé öllum þeim, er stóðu
þéttast, fastast merki hjá! *
Friður með þeim sé, er sofa,
Sæmdarverki dánir frá!
Heill sé þeim, er hæst og djarfast
hefja sigurfána þann,
sem vort líf og lán býr undir!
— Lifi og eflist stórstúkan!
Þeir óhlutvöndu menn, sem stund-
um skemmta sér við það, að ófrægja
Reglu Góðtemplara, sem er auðvitað
ekki fullkomin fremur en annar félags- V
skapur manna, mættu gjarnan kynna
sér ofurlítið starf manna, eins og Jóh.
Ögm. Oddssonar þessi 34 ár. Vinnudag-
ur hans var oft langur, laun hans léleg,
og um langt skeið vann hann tveggja
manna verk eða meira. Slíkt má full-
yrða, og er ekkert skjall. Verk slíkra
manna eru ekki auðmetin á vogarskál-
um óhlutvöndu flumbraranna. Margir
menn Reglunnar, fyrr og síðar, hafa '
unnið mikið þjónustuverk til heilla al-
þjóð, þótt ekki sé auðgert að stilla ár-
angrinum öllum út í sýningarglugga.
Veizluboð Isfirðinga.
Þá er eftir að skýra frá þætti Isfirð-
inganna í sambandi við stórstúkuþingið.
Hann var ekki neinn bláþráður. Gestum
sínum tóku þeir af hinni mestu rausn.
Fyrst bauð bæjarstjórnin þingheimi í
ökuför um nágrenni bæjarins, inn að
jarðgöngunum á leiðinni til Súðavíkur,
að rafstöðinni, og inn í ,,skóg“. Veður
var dásamlega fagurt og var þetta hin