Eining - 01.08.1954, Page 7

Eining - 01.08.1954, Page 7
* EINING 7 Séra Jónmundur er dáinn. Hann var einn þeirra manna, sem ekki getur verið hljótt um. Hann var stórbrotinn maður og lifði á stormasamri öld, en hann sló lítt undan. Hann var búinn því líkams 4 • rt og sálarþreki, að um langt skeið ævinn- ar var honum það ögrun að rísa gegn ofurefli, sigla geiglaust gegnum brim og boða og stýra djarft upp í vindinn. Líkt og forfeður hans — víkingarnir, er sigldu stormvakin heimshöf og hrædd- ast ekkert nema höft og ófrelsi, svo stýrði séra Jónmundur ævifleygi sínu um sollinn sæ mannlífsins og hækkaði 4 seglin oft, er öldurnar risu sem hæst, Vissulega gaf stundum á hjá fullhugan- um, en stundum sigldi hann einnig ljúf- an byr giftu og gengis. Prestur gerðist séra Jónmundur að Barði í Fljótum í Skagafirði, er undir- ritaður var drengur innan við fermingu, en síðan eru nú yfir 50 ár. Hann var þá ungur, stór og sterkur og stórhuga. Alls staðar biðu verkefnin, ekki aðeins á sviði kirkjunnar, heldur og á vettvangi ♦ daglegs lífs. Hús þurfti að reisa, bylta um þúfum, slétta tún og gera jarðar- bætur, og svo þurfti að hefja framfarir á öllum sviðum í prestakallinu, en stund- um tekst illum nornum að snúa svo vopninu í höndum víkinga, að eggin snýr að þeim sjálfum í stað þess að afla þeim frægra sigra. Á síðari hluta ævinnar skrifaði séra Jónmundur öðruvísi, en flestir aðrir ís- f lenzkir klerkar? Hvers vegna? Vegna þess, að hann hafði borið sinn kross. Orð og kenning krossberans sker sig alltaf úr. Ekki hafa allir íslenzkir klerk- ar borið kross, ef til vill allt of fáir, en það er kirkju Krists mikið tjón. Týndi sonurinn, sem kom iðrandi heim, hafði ræktað með sér annað lunderni, en hinn vammlausi, er sat heima. Engan má þó hvetja út á braut týnda sonarins. En y hinu skyldu menn aldrei gleyma, að stundum verða hinir síðustu fyrstir. Séra Jónmundur fæddist að Belgs- stöðum í Innri Akraneshreppi 4. júlí 1874, lauk stúdentsprófi 1896, guð- fræðiprófi árið 1900 og vígðist þá að- stoðarprestur til Ólafsvíkur, var prestur að Barði í Fljótum 1902 til 1915, í Mjóafirði næstu ár, en 1918 var hon- um veittur Staður í Grunnavík og þjón- aði hann þar til æviloka, samfleytt 36 ár. Hann var ekki aðeins presturinn, heldur einnig fyrirliðinn í framfaramál- um og málefnum sveitarinnar, foring- inn og fyrirmyndin í búskap og athafna- lífi. Hvar sem hann sló niður tjaldi sínu, sá hann landkosti, færi til ræktunar, framfara og umbóta. Um Fljótin kvað hann skömmu eftir að hann kom þar: » Þótt fannþung sértu Fljótasveit, með framtíð má þig bæta og laga. Undir hvítum kufli eg veit kostagóðan aldinreit. t Séra Jónntundur Júlíus Halldórsson Annars staðar ei eg leit yndislegri sumarhaga. Svo fögur, stór og frjósöm sveit, með framtíð má þig bæta og laga. Þótt fátæk sértu, Fljótasveit, þú framtíð átt í brjóstum sona. Þeir unna sínum áareit, þú afbragðs góða kostasveit. I brjóstum lifir helg og heit huggun frægðar, beztu vona. Þótt fátæk sértu, Fljótasveit, þú framtíð átt í brjóstum sona. Þótt enn sé menning ung og smá, úr því bætir tímans faðir, sundrung hrynur, samtök ná sigri björtum lýði hjá, feðragröfum fornum á festa yndi niðjar glaðir, planta, vökva, sæði sá, sem ávöxt ber um aldaraðir. Því miður man eg ekki allt kvæðið, og fer ef til vill ekki rétt með þessi stef, er eg man úr því frá þeim árum, er eg á fermingaraldri heyrði kvæðið, en sá aldrei á prenti eða skrifað. Kunni ein- hver lesari blaðsins kvæðið allt og rétt, væri mér þökjí á að fá það. Á þeim árum, er manndómur og táp hins unga klerks var sem mest, sat fyrir honum púki sá, er glaptir menn og ábyrgðarlausir hafa flutt lofgerðaróð, en hefur þó eyðilagt fleiri nytsemdar- menn en drepsóttir og styrjaldir. Sjálf- sagt þótti, samkvæmt hinni aldagömlu og fávíslegu venju, að bjóða hinum unga klerki ,,glaðningu“, hvar sem hann kom á húsvitjunarferðum sínum og í öðrum embættiserindum. Áfengis- púkinn hefur jafnan tranað sér fram við hjónavígslur, skírnir barna, greftranir og jafnvel í fermingarveizlum. Slíkur var siðurinn og er því miður ekki út- dauður enn. Margur gáfumaður og hæfileikamaður á ýmsum sviðum hefur hlotið mikið tjón af samfylgd áfengis- púkans, sem oftast kemur til ungra manna og lítt reyndra í „ljósengils- mynd“. Séra Jónmundi var hann og um skeið mjög óþarfur, en karlmennið og guðsmaðurinn í klerkinum kvað hann niður fyrir sitt leyti, þegar aldur og reynsla lögðust á eitt um það. Séra Jón- mundur gerðist góður liðsmaður Góð- templarareglunnar, unni henni, út- breiddi hana og lagði henni allt það lið, er hann mátti. Á hundrað ára afmæli Alþjóðareglu Góðtemplara sendi hann Einingu kvæði, er hefst á þessu stefi: Þeir voru ei nema þrettán fyrst, sem þorðu að beizla ,,fossinn“: elska, trúa og treysta á Krist, og taka upp fórnarkrossinn; binda’ upp hvern kvist, sem brákaðist við Bakkusar svikakossinn; efla í mannheimi lán og list, og lífsdyggða æðstu hnossin. Kvæðið endar svo á þessa leið: Heill sé því Reglu, sem hundrað ár hefur svo frábært unnið. Lífgað, huggað og læknað sár, langeldum hjartans brunnið. Sárbeisk og eldheit sorgartár í sigurkrans mörgum spunnið. Og himinskeið sitt í hundrað ár til hamingju og sælu runnið. Ritstjóri Einingar á nokkur mjög elskuleg bréf frá séra Jónmundi. Hann var óspar á orð til uppörvunar, hvatn- ingar og viðurkenningar. Hann gladd- ist innilega af framgangi góðra mál- efna. I hinum stórvaxna og þrekmikla líkama sló viðkvæmt barnshjarta, sem kunni að finna til með öllu lifandi, er þjáðist á einhvern hátt, og hvert ár sem leið mun hafa þroskað með honum þau skapgerðareinkenni, er koma sál manns- ins bezt í samræmi við eilífðina. Kona séra Jónmundar, Guðrún Jóns- dóttir frá Eyraruppkoti í Kjós, er mér minnisstæð frá fermingarári mínu. Hún var hæglát og sérlega prúð og virðuleg í allri framgöngu, hafði þíðan málróm og talaði hægt. Eg kynntist henni annars aldrei neitt frekar. Sjö börn áttu þau hjónin og eru þrjú á lífi, Guðrún, er stýrði búi föður síns eftir fráfall prests- konunnar, Halldór lögregluþjónn á Isa- firði og Guðmundur loftskeytamsður. Með séra Jónmundi er héðan genginn minnisstæður maður og mikið þrek- menni. Og þeir eru margir vinir hans, sem þakka samfylgdina og biðja hon- um fararheilla inn á lönd eilífðarinnar. Pétur Sigurðsson.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.