Íþróttablaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 5
Iþróttablaðið
Gefið út af Iþróttasambandi Islands.
(Áður „Þróttur" stofnaður af í. R.)
II. árgangur.
Júlí — Ágúst 1927.
7.-8. tölublað.
Hvöt.
(Lag eftir N. P. Hildebrandt).
,Tökum á, þá tekst það\
Réttu’ úr þér!
Renn þitt skeið og djarfur ver!
Frá þér varpa deyfðar-draumum,
drekk af lífsins heilsu-straumum;
vilja þinn með trúar-taumum
tem — og með þér gæfan er!
Brjóst framsett!
Bjartsýnn ver, og gakk þú létt
fram með hreysti, fjöri, kjarki;
forða þér við leti, slarki;
örugt sæk að settu marki;
sómi vertu þinni stétt!
Hvort þú átt
höll að bústað eða lágt
hreysi, gildir einu, eldur
ef að hjartans lífi heldur. —
Þrekraun sérhver þroskun veldur;
því skal setja markið hátt.
Drottni treyst
drekka þótt þú hljótir beiskt;
trúin veitir styrk að stríða;
styðji guð, ei þarf að kvíða. —
Sigurlaunin loks vor bíða
ef vér höfum ekki þreyst.
Lausl. þýlt úr dönsku.
B. B.
„ . . . Fjöll sýni torsóttum gæðum að ná“.
Að því er sögur herma, létu hinir fornu Islend-
ingar, sem nokkurs orðstírs hafa getið sér, sér
ekki minna sæma en vera fyrstir, mestir, á hverj-
um fundi, heima og heiman.
Nú höfum við, arftakar þeirra, gert þvert á móti
um margar aldir. Við höfum með ánægju látið
okkur sæma að vera eftirbátar — attaníossar —
annara þjóða. Virðist okkur þetta svo rækilega
gróið í merg og bein, að okkur dettur ekki í hjart-
ans hug annað en að taka líka nú, er við förum
að hreyfa okkur, öll víxlsporin, sem hinar þjóðirn-
ar hafa tekið og nú eru vaxnar yfir, þótt við get-
um, einmitt af reyslu þeirra, farið beint fram hjá
þeim pöldrum, sem þær hafa af þekkingarskorti
álpast ofan í.
Þetta er berast á verklegu framkvæmdunum
okkar mörgum hverjum.
Á einu sviði erum við að byrja að nudda stír-
urnar úr augunum og reyna að horfa á eftir hin-
um. Það er í íþróttunum og líkamsmentinni.
En svo virðist helst, sem forráðamenn þjóðarinn-
ar hugsi helst til þess, að láta hana fara sömu króka-
leiðirnar að markinu og hinar hafa farið, þrátt fyr-
ir það að þær sýna og kenna að það hafi verið
mistök, sem hafi taíið þeim árangurinn. Þeir vilja
ekki láta sér annara víti að varnaði verða.
Við verðum því, íþróttamenn og íþróttavinir, að
leggjast fast á eina sveif um að hindra þessar taf-
ir, verja þjóðina og- fulltrúa hennar frá að sigla
þessum langmerkustu málum eftirkomenda okkar
á sker. Og ef við tökum sameinuð til okkar ráða,
þá verður okkur ábyggilega mikið ágengt.