Íþróttablaðið - 01.07.1927, Qupperneq 16

Íþróttablaðið - 01.07.1927, Qupperneq 16
72 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Kvenna-íþróttamót. Ég hef nokkrum sinnum lofað því, að blaðið flytti fregnir af erlendum kvenna-leikmótum. En með því að heimildir eru ekki fjölskrúðugar, get ég ekki gert það verulega vel. Þó má, með þeim litlu upplýsingum, sem fyrir hendi eru, bæta lítið eitt úr þeim þekkingarskorti, sem hér er í þessum efnum. Þá er þar fyrst og aðallega að geta um: Annað alþjóða-íþróttamót kvenna (um hið fyrsta hef ég einkis getað orðið vís), sem haldið var í Gauta- borg í Svíþjóð í fyrra sumar, 27., 28. og 29. ágúst. Þar keptu stúlkur frá 7 þjóðlöndum, nefnilega: Englandi, Frakklandi, Japan, Lettlandi, Póllandi, Tjekkoslavakíu og Svíþjóð. Ekki voru þær mjög margar úr hverjum stað — svona líkt og frá félögunum á mótum hér —, flestar frá Englandi (20) og fæstar frá Japan (1). En hún var dugleg, því hún náði flestum stigum á mótinu (15), og hlaut því heiðursverðlaunin, sem fyrir það eru veitt. Kept var í mörgum íþróttagreinum, sem ég nú skal telja upp. Afrekanna og nafna þeirra frækn- ustu get ég í þeim íþróttagreinum, sem falla inn í okkar íþróttaskrá og mér virðast helst koma til mála að verða teknar upp hér. A. 100 yards hlaup. B. Kringlukast betri hendi (kringlan 1 kg.). 1. Konopacka (Póll.) (nýtt heimsmet) 37,71 m. 2. Hitomi (Japan) 33,62 m. 3. Elsa Svensson (Svíþj.) 31,78 m. 4. Ruth Svedberg (Svíþj.) 31,39 m. C. Hástökk. (met 1,55 m. Phyllis Green. Engl): 1. Bonze (Frakkl.) 1,45 m. (úrskurðarstökk 1,50 m.). 2. Hatt (Engl.) 1,45 m. 3. Greta Bromann (Svíþj.) 1,40 m. (úrskurðarstökk 1,45 m.). 4. Margret Ahlstrand (Svíþj. 1,40 m. D. 250 metra hlaup. E. 100 yards grindahlaup. F. Kúluvarp beggja handa (met 21,01 m. Mlle Moris, Frakkl.). (Kúlan 3,628 kg.). 1. Vidlakova (Tjekk.) 19,54 m. 2. Elsa Svensson (Svíþj.) 19,42 m. 3. Konopacka (Póll.) 19,25 m. 4. Elfride Karlsson (Lett.) 19,13 m. G. Langstökk m. atr. 1. Hitomi (Japan) (Nýtt met) 5,50 m. 2. Gunn (Engl.) (áður methafi 5,486 m.) 5,44 m. 3. Smolova (Tjekk.) 5,28 m. 4. Asta Platino (Svíþj.) (Sænskt met) 5,16 m. H. Spjótkast beggja handa (met 54,43 m. Pianzola, Sviss). (Spjótið 800 grm.). 1. Anna Lisa Adelskjöld (Svíþj.) 49,15 m. 2. Fawcett (Engl.) 45,41 m. 3. Haglund (Svíþj.) 45,06 m. 4. Elliot Lynn (Engl.) 44,63 m. I. Ganga 880 yards. J. 60 metra hlaup (m. 7,6 sek. Mejzlikova II, Tjekk.). 1. Radideau (Frakkl.) 7,8 sek. 2. Haynes (Engl.) 7,8 sek. 3. Thompsau (Engl.) 7,8 sek. 4. Smolova (Tjekk.) (Hitomi eins) 8,0 sek. K. Boðhlaup, 4X110 yards vann England með nýju meti, 49,8 sek. L. 1000 metra hlaup (m. 3' 8,2", Trickey): 1. Trickey (Engl.) 3 mín. 8,8 sek. 2. Inga Geutzell (Svíþj.) (Sv. met) 3 mín. 9,4 sek. 3. Bellon (Frakkl.) 3 mín. 10,4 sek. 4. Harris (Engl.) 3 mín. 14.2 sek. M. Langstökk án atr. (Met 2,50 m. Rice U.S.A.): 1. Hitomi (Japan) (umst. 2,49) 2,47 m. 2. Smolova (Tjekk.) 2,47 m. 3. Holliday (Engl.) 2,37 m. 4. Ðirchenough (Engl.) 2,32 m.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.