Íþróttablaðið - 01.07.1927, Page 19

Íþróttablaðið - 01.07.1927, Page 19
ÍÞROTTABLAÐIÐ 75 að komasl áfram. Með þessu eyðileggja þessir á- horfendur alveg yfirlit sitt yfir kepni þá, sem fram er að fara, og taka um leið a/veg útsýnina frá hin- um, sem eru á sínum rétta stað. Þessi aðferð, að haga sér eins og maður geti ekkert séð nema standa svo nærri því, sem á er horft, að hægt sé að sleikja það, er svo alt of lík nautkindunum — þeim heimsku skepnum, sem tald- ar eru — að það er ekki mönnum samboðið, jafn- vel þótt börn séu (og þau ganga aldrei á undan í þessu), að nautheimska sig með slíkri framkomu. Hvar stöndum viö? Ótal margir eru þeir, bæði sem við íþróttir fást og ekki, sem spyrja hvað sé met hér og þar og hverjir hafi sett það og hvar. Þeir vilja gjarnan vita hvar við stöndum. Það er orðið nokkuð síðan að ég lofaði að reyna að svara þessu rækilega. Og nú kemur það hér í blaðinu. Metaskrá, eins og met á öllum norður- Iöndum og heimsmet stóðu 1. jan. í vetur. Auðvit- að hafa sum þessi met verið bætt síðan. Og okkar eigin met fjölda mörg, eins og les. geta séð í fregn- um frá mótum hér, sem koma hér í blaðinu smátt og smátt eftir því, sem mótaskýrslurnar verða fyrir hendi. En ennþá stöndum við alllangt álengdar í flest- um íþróttagreinum. Ekki er það samt því að kenna að við íslendingar, séum getulega slíkir eftirbátar annara þjóða. Heldur mun því um að kenna að við, — já, eiginlega þing og stjórn fyrst og fremst og svo of mikill meiri hlut þjóðarinnar — erum ekki vaknaðir enn til meðvitundar um verðmæti og notagildi íþróttanna yfirleitt, og þeir fáu, sem eru farnir að reyna, eru of linir og stopulir við að æfa sig, en loks, en ekki síst, — vantar alla sæmilega aðstöðu til að æfa sig á réttan hátt og til að geta náð nokkrum árangri. Þetta síðasta sanna best fregnirnar, sem nú eru að berast af íþróttamönnum okkar, sem staddir eru á K. F. U. M.-leikmótinu í Kaupmannahöfn. Þar er aðstaðan (leikvöllurinn) góð og árangur- inn eftir því. Hitt atriðið: að æfa sig sem næst daglega, stöðugt og ósleitilega, þótt lítið sé í hvert sinni, er ekki síður mikils virði. Skal ég seinna hér í blaðinu geta dæma héðan að heiman um það, hverju það fær áorkað, í greinaflokki »Sannir í- þróttamenn*, sem bráðum hefst hér. Um metaskrárnar er annars þetta að segja: Norðurlandametin eru ábyggilega rétt, því þau eru öll fengin beint frá viðkomandi samböndum. Eg er ekki eins viss um að öll heimsmetin séu rétt, sem þarna eru nefnd, auk þess sem ég hef ekki getað aflað mér upplýsinga um þau öll. Um Olympíumetin er ég ekki búinn að fá skýrslu enn, hef því engan dálk fyrir þau, þótt ég viti nokkurnveginn fyrir víst um met þar í nokkrum greinum. Loks eru ísl. metin. Þau eru ekki nærri öll viðurkend. Einkum á þetta við um sundmetin. Þar er víst ekkert viðurkent met til nema 100 m. metið hans Óskars, sem nú er búið að hrinda. Hafa hludaðeigandi félög alls ekki sótt um stað- festingu á þeim til I. S. I. né gefið þær skýrslur, sem til þess þarf, samkv. leikreglum. Vill mjög brenna við um þessa vænrækslu enn þann dag í dag. Til dæmis er mér nú bent á að Regína Magnús- dóttir eigi met fyrir konur bæði á 50 og 100 metr., frjálsri aðferð. Eg gat ekki fundið þetta í þeim plöggum, er ég hafði að vinna úr. En mjög þykir mér þetta sennilegt. Hún er drottning meira en að nafni (Regína=drottning). Sýnir þetta bara enn glögglegar hvað lítið er skeytt um að tilkynna metin og fá þau staðfest. Þetta lagast þó vonandi. Vegna þrengsla bíður enn margt gott, þarft og skemtilegt, sem Iþróttablaðið þarf og á að flytja. Blaðið er altaf stærra en því er ætlað að vera, þó dugir ekki til. Meðal þess, sem nú bíður, er lýsing á leikvöllum og fyrirkomulagi á þeim og á leikmótum, ásamt teikningum og uppdráttum. — Þar eru og ummæli danskra blaða um glímuförina í fyrra (mjög skemtileg sum hver); ummæli um fimleikaförina í sumar, frásagnir af K. F. U. M.- íþróttaförinni, grein, með mynd, um Ársæl Gunn- arsson, skátaforingja, um íslenzkar listir og þrautir, fréttir frá leikmótum félaga út um land, frásögn um sundskálavígsluna á Álafossi 12. júní (fánadaginn) með lýsingu af honum og mynd, o. m. m. fl.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.