Eining - 01.08.1964, Side 1

Eining - 01.08.1964, Side 1
21. árg. A sumar hefur hver viðburðurinn rekið annan hjá okkur bindind- ismönnum. Fyrst í vor ráðstefn- an um áfengisvandamálið, svo stór- stúkuþingið á Akureyri, þar næst að- alfundur Norðurlandasambands bind- indisfélaga ökumanna og tryggingafé- laga þeirra, og svo nú síðast norræna góðtemplaranámsskeiðið. — Það var vissulega allmikill viðburður, þar sem til þátttöku í því kom um 150 manns frá hinum Norðurlöndunum. — Mikill undirbúningur fór fram bæði erlendis og hérlendis. Driffjöðrin í því öllu var Kai'l Wennberg, framkvæmdastjóri Norræna góðtemplararáðsins, en í und- irbúningsnefndinni og stjórn mótsins hér heima voru: séra Kristinn Stef- ánsson,, áfengisvarnaráðunautur, Kjart- an Ólafsson, ritari Stórstúku íslands, Sigurður Jörgensson, viðskiptafræð- ingur, Ólafur F. Hjartar, bókavörður, en Sigurður Gunnarsson, kennaraskóla- kennari, var skrifstofustjóri mótsins og leiðbeinandi. Verk þessarar nefndar hefur hvorki verið lítið né vandalaust, því að við marga þurfti að tala og mörgu ráð- stafa. Mest mæddi auðvitað á formanni nefndarinnar, séra Kristni Stefáns- syni. — Framkvæmdastjórinn sænski, Karl Wennberg, er margþjálfaður og afburðaduglegur skipulagsmaður, og ekki sofnaði hann á verðinum, hafði oft samband við séra Kristinn og gerði sér einnig ferð hingað til lands til þess að kynna sér undirbúninginn. Upprunalega áttu ekki að koma er- Keykjavík, ágúst—september 1964 lendis frá nema 80 mótsgestir, en eft- irsóknin óx stöðugt og fleiri vildu komast til íslands en tækifæri fengu. Námsskeiðið ojmað Árla morguns laugardaginn 18. júlí opnaði séra Kristinn Stefánsson nám- skeiðið, bauð gesti velkomna og flutti stutt ávarp. Næst talaði námskeiðs- stjórinn, Karl Wennberg, fagnaði því að ísland hafði orðið fyrir valinu að þessu sinni og fór um það nokkrum orðum, bað svo Ólaf Þ. Kristjánsson, stórtemplar, að koma til sín á ræðu- pallinn og veita móttöku góðum kveðj- um frá frændþjóðunum og gjöf — miklum reglufána, sem myndin sýnir. Stórtemplar tók þá til máls, þakkaði gjöfina fyrir hönd góðtemplararegl- unnar íslenzku og minntist orða Gunn- ars á Hlíðarenda við Njál: „Góðar 8.-9. tbl. Karl Wennberg. þykir mér gjafir þínar, en meira er mér þó vert um vináttu þína og sona þinna.“ Því næst söng Þuríður Pálsdóttir, óperusöngkona, nokkur lög eftir Pál ísólfsson, Grieg og Sibelius. Undir- leikari var Ragiiar Björnsson. Þá flutti Baldur Möller, ráðuneytis- Norræna góðtemplaranámsskeiðið Séra Kristinn Stefánsson setur námsskeiðið.

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.