Eining - 01.08.1964, Side 12

Eining - 01.08.1964, Side 12
12 EINING- Minni Akureyrar Flutt í samsœti Stórstúku Islands á Akureyri 15. júní 1964. Bftir langa dvöl hér á Akureyri orti Matthías Jochumsson fagr- an óð um þennan bæ. Þar í eru eftirfarandi erindi: Heil og blessuð, Akureyri Eyfirðinga höfuðból. Fáar betri friðarstöðvar fann ég undir skýjastól. Hýran bauðstu börnum mínum blíðufaðm og líknarskjól. Þú átt flest, sem friðinn boðar fjarðardrottning mild og holl vefur grænum fagurfaðmi fiskiríkan silfurpoll. En í suðri Súlur háar sólargeislum prýða koll. Þannig skynjaði þjóðskáldið bæinn. í þessum tveim erindum hefur hann nefnt flest af því, sem einkennir Ak- ureyri. Friðsæld og veðursæld bæjar- ins, fiskigengd fjarðarins og gróður- sæld héraðsins. Það er list skáldanna að bregða upp myndum í meitluðum línum. Og það gerir Matthías hér af sinni alkunnu snilld. Gáfaður maður hefur sagt, að það sem einkenndi Eyjafjörð séu lcyrrö og friður. Og víst er um það, að bæjar- stæðið er friðsælt og fagurt, og minnir dálítið á Björgvin í Noregi. Þessa frið- sæld bæjarins kunni Matthías að meta., Það er fagur vormorgun. Ég er á þil- fari skips,, sem stefnir inn Eyjafjörð. Þá leit ég þetta byggðarlag fyrst aug- um. Tvennt undraðist ég þennan morg- un. í fyrsta lagi, hvað fjörðurinn var langur og í öðru lagi, hvað mér þótti bæjarstæðið fagurt og vinalegt. —Mér fannst jafnvel, þegar ég leit upp á Brekkuna, að ég þekkja þennan stað. Ári síðar þegar ég hafði öðlast kenn- araréttindi, og skólafélagar mínir spurðu mig, hvar ég ætlaði að sækja um stöðu, þá svaraði ég afdráttarlaust: „Ég sæki um stöðu á Akureyri." Þetta gerðist fyrir rúmum 30 árum. Síðan hefur Akureyri mikið breyzt, en umhverfið er hið sama. Súlur eru á sínum stað og Pollurinn er óbreyttur. Og víst er Akureyri vinalegur bær, þegar Vaðlaheiðin speglast í lygnum Pollinum og byggðin kringum fjarðar- botninn brosir þakin grænum gróðri og fögru blómaskrúði. Yfir bænum gnæfa Súlur eins og tignarleg kirkja, en Kaldbakur með hvítan koll heldur vörð móti norðri. Eigi verður svo skilist við þessa mynd, að ekki verði minnst á lit- brigði Vaðlaheiðar á fögrum sumar- dögum. Norðan við bæinn fellur Glerá til sjávar. Hún er móðir bæjarins. Hún hefur á undanförnum árþúsundum myndað Oddeyrina og um leið þá góðu höfn, sem á mestan þátt í myndun bæj- arins á þessum stað. En mannfólkið setur einnig svip sinn á hvert byggðarlag. Hér er mikill trjágróður. enda skilyrði fyrir hann góð hér í bænum. Talið er að þetta sé eitt af einkennum bæjarins. Iðnaður, verzlun og útgerð eru helztu atvinnuvegir bæjarbúa. — Iðnaður er meiri en í öðrum bæjum á landi hér. Útlit er fyrir að bærinn verði fyrst og fremst iðnaðarbær í framtíðinni. — Verzlunarviðskipti eru hér mikil, enda blómlegar byggðir, sem hafa viðskipti sín hér. Togaraútgerðin býr við nokkra erfiðleika eins og stendur. Hins vegar er síldarútvegur með blóma. Akureyri er mikill skólabær eins og stendur. Hér er fjölmennur Mennta- skóli, Gagnfræðaskóli og Iðnskóli. Ef- laust rísa hér upp fleiri lærdómsstofn- anir í framtíðinni s.s. kennaraskóli og sérstök háskóladeild. Og hvernig verja bæjarbúar tóm- stundunum? — Mikið við félagsstörf, þegar þeir fara út af heimilum sínum. Sönglíf hefur ætíð verið hér mikið, einnig ýmis konar annað félagslíf. Og það er athyglisvert að tvær merkar mannbótahreyfingar hafa fest hér ræt- ur. Önnur þeirra er góðtemplarareglan. Þess vegna heiðrar Stórstúka íslands bæinn með því að heyja nú þing sitt hér. Hitt er ungmennafélagshreyfingin. Hún glæddi þjóðernisanda og studdi frelsismál þjóðarinnar. Héðan breidd- ust báðar þessar hreyfingar út um landið. En hvað um s'kapandi listir? Bærinn hefur einnig verið vermireitur fagurra lista, þó að hér verði aðeins fá nöfn nefnd í því sambandi. Hæst bera þar tvö nöfn, þjóðskáldin Matthías Joch- umsson og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Hér hafa þeir báðir ort sín fögru ljóð, og hér verða hús þess- ara skálda helgidómar þjóðarinnar. — Hér samdi einnig Björgvin Guðmunds- son, tónskáld, sín frumlegu og svip- miklu tónverk. Eigi verða nefnd fleiri nöfn, þótt við eigum ýmsa liðtæka menn nú, sem vinna að ýmsri listsköp- un. Það var síðsumar. Ég var að koma með flugvél frá Norðurlöndum. Frá Reykjavík fór ég með annarri flugvél til Akureyrar. Á þessari leið opnaðist mér sýn og skilningur á landinu. Veður var gott, dökkblár, heiður himinn, sem stakk nokkuð í stúf við hitamóðuna f Skandinavíu. En grasið, hvað það var grænt. Miklu grænna en á Norðurlönd- um. Mér opnaðist nýr skilningur. Nú sá ég með eigin augum, að vegna hinn- ar norðlægu legu landsins, höfðum við grænna gras, blárri himin og bjartari nætur en í Suður-Noregi og Danmörku. Hinir skæru litir norðursins eru heill- andi, þó að þeim fylgi oft nokkur svali. Norðrið á sína kosti og sérstæðu feg- urð. Ætli þeim sem fæðast undir norð- lægum himni sé ekki hollast að eyða þar ævi sinni? Geta íslendingar eign- ast heimili í dýpstu merkingu utan landsins? Ég hef hér í fáum fátæklegum orð- um minnst Akureyrar. Svipað mætti segja um fleiri bæi þessa lands. Eftir einn dag minnumst við 20 ára afmælis íslenzka lýðveldisins. Hér hafa frelsis- mál landsins átt sína öruggu málsvara. Á 10 ára afmæli íslenzka lýðveldisins sendi Davíð Stefánsson þjóðinni fagurt og þróttmikið kvæði. í því var þetta: „Fólk mitt hefur alltaf átt eðliskosti vits og dáða. Látið þeirra milda mátt marka sporin lögum ráða. Ég óska þess að svo megi jafnan verða. Vit og daö haldast í hendur í öllum framkvæmdum þjóðarinnar. Þessu þróttmikla kvæði lauk skáldið með fagurri kveðju til þjóðarinnar. „Blessuð séu börn þín öll, blessuð þeirra frelsishöll. Þrýtur hvorki þrótt né vilja þjóð sem á sín himinfjöll." Við tökum öll undir þá kveðju bæði fyrir hönd Akureyrar og landsins alls. Akureyri lengi lifi. Eiríku/r SigurÖsson.

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.