Eining - 01.08.1964, Qupperneq 3

Eining - 01.08.1964, Qupperneq 3
EINING 3 John Forsberg. Einn af helztu for- usiwmónnum bindindismála í Finn- landi. fyrirlestrar, sem eiga að veita þátt- takendum nokkra fræðslu um íslenzkt menningar- og atvinnulíf, og auk þess er séð fyrir allmiklum ferðalögum um landið, svo að gestir okkar munu hverfa héðan ríkir af þekkingu á landi og þjóð. En það, sem e.t.v. er mikil- vægast, stendur þó ekki beinlínis á dagskrá námsskeiðsins, sem sé hin gagnkvæmu kynni og þau vináttu- tengsl, sem myndast milli einstaklinga frá hinum norrænu frændþjóðum. Þegar ég nefni ferðalögin, kemur mér í hug, að í dag mun hafa verið farið að Reykjum til þess að skoða hitaveituna og hverasvæðið þar. — En náttúran hefur af örlæti sínu ekki að- eins séð Reykjavík fyrir heitu vatni, heldi'r lætur hún okkur einnig í té kalt vatn, sem við teljum að sé bezta neyzluvatn í heimi. Og þá kemur mér líka í hug, að hin prentaða dagskrá námsskeiðsins er prýdd mynd af ís- lenzku listaverki sem nefnist Vatns- berinn. Það má segja að þetta lista- verk sé táknrænt fyrir ákveðið tíma- bil í þróunarsögu Reykjavíkur. Um og upp úr síðustu aldamótum áttu Reyk- víkingar ekki kost á heilnæmu neyzlu- vatni, heldur var vatnið fengið úr brunnum á nokkrum stöðum í bænum. Vatnsberarnir gegndu því hlutverki að bera vatnið í skjólum frá brunnunum inn á heimilin, og kjör þeirra voru í- mynd þeirrar fátæktar og umkomu- leysis, sem margir Reykvíkingar áttu þá við að búa. Síðan hafa framfarirn- ar orðið hér slíkar, að Reykvíkingar þeirra tíma mundu vart þekkja bæinn sinn aftur ef þeir mættu litast hér um í dag. Þótt ég nefni þetta dæmi, er það hreint ekki ætlun mín að flytja hér neitt erindi um sögu Reykjavíkur, en leyfi mér að láta þá ósk í Ijós, að aðkomnir gestir fari héðan með góðar endurminningar um Reykjavík og Reykvíkinga og heimsóknina til ís- lands í heild. Ég vona að samveran á námsskeið- inu og umræður um dagskrármálin veiti þátttakendum aukinn þrótt í bar- áttunni við eitt af erfiðustu vandamál- um þjóðfélagsins, misnotkun áfengis með allri þeirri eymd og sorg, sem af henni leiðir. Að lokum óska ég svo þátttakendum góðrar ferðar til Norðurlands. Allmargar borðræður voru fluttar í samkvæminu og borgarstjórn færðar góðar þakkir, og báru þær sérstaklega fram námsskeiðsstjórinn Karl Wenn- berg og séra Kristinn Stefánsson, form. undirbúningsnefndar. Mikið var um góða músik og mikið sungið. — Sýndu fulltrúar hverrar þjóðar ofur- lítið getu sína, fæstir frá Færeyjum, aðeins 3, flestir frá Svíþjóð, 114, hin- ir þar á milli. Árni Helgason, póst- og símstjóri í Stykkishólmi flutti gaman- þátt, en hann kann að láta fólk hlæja. Ekki þarf að taka það fram, að veit- ingar voru rausnarlegar og góðar, og glatt var allt fólkið, þótt enginn töfra- drykkur kæmi þar til sögunnar. Fari;ð að Bessastöðum Á sunnudaginn var farið að Bessa- stöðum og hlýtt messu. Sóknarprest- urinn, sr. Garðar Þorsteinsson, þjón- aði fyrir altari, hann er raddmaður góður og tónar vel. Biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson, lagði það á sig að aka frá Skálholti, en þar var þá Skálholtshátíð, til þess að stíga í stól- inn í Bessastaðakirkju. — Að launum hlaut hann áreiðanlega aðdáun hinna erlendu kirkjugesta, hinum innlendu var hann kunnur. Erlendu gestirnir höfðu orð á því, að einhver sérstakur hugblær hefði gert vart við sig, er biskup gekk í kirkju, og einn þeirra sagði, að aldrei hefði hann heyrt neinn útlending tala svo góða sænsku. Forsetinn bauð dálitlum hóp í Bessa- staðastofu og ávarpaði hann, en þar á meðal voru forustumenn námsskeiðs- ins. Hjá forsetahjónunum eru ævinlega jafnástúðlegar móttökur. Móttökur í Hafnarfirði Afráðið var fyrirfram, að kaffi skyldi drukkið í Hafnarfirði. Þar voru veitendur stúkunnar í Hafnarfirði. R. Arnlcjœrö, stórtemplar Danmerkur. Það þarf bæði kjark og dugnað til að taka á móti yfir 200 manns í Góð- templarahúsinu í Hafnarfirði, en það fór ekki í handaskolum. Salurinn var skreyttur, og auðsjáanlega höfðu ein- hverjir lagt töluvert í undirbúning, sérstaklega þá blessaðar konurnar, því að borð voru hlaðin tertum og öðru góðgæti, en þessi er siður templara í Hafnarfirði. Stórtemplar flutti ávarp, námsskeiðsstj órinn þakkaði fyrir gest- ina og sungið var Ísland ögrum skor- ið. Síðan var farið í Hellisgerði og lit- ast þar um. Hóf að Jaðri Hér með var degi alls ekki lokið, því að um kvöldið hafði Þingstúka Reykja- víkur og Reykjavíkurtemplarar boð inni að Jaðri, og voru þar myndarleg- ar veitingar, stóri salurinn mjög þétt setinn. Indriði Indriðason, rithöfund- ur, ávarpaði gesti og bauð þá vel- komna. — Aðalræðuna flutti Einar Björnsson, skrifstofumaður, en Karl Wennberg þakkaði móttökurnar. Báðir fluttu ræðumenn mál sitt vel og rösk- lega. Ágætis skemmtun var það, að Er- lingur Vigfússon söng einsöng, sex lög. Auk þess að Erlingur syngur afburða vel, voru lögin sérlega vel valin og varð því unun á að hlýða. Lögin voru þessi: Gígjan, eftir Sigfús Einarsson, Kirkjuhvoll, eftir Árna Thorsteinsson, Fuglinn í fjörunni, eftir Jón Þórarins- son, Bí bí og blaka, eftir Markús Kristjánsson, Tola, eftir Puccini, og Ricolettto, eftir Verdi. Gestum leið vel að Jaðri.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.