Eining - 01.08.1964, Side 7

Eining - 01.08.1964, Side 7
EINING 7 Níelsson. Velferð æskulýðsins er hans hjartansmál. Hann hefur sér til sam- starfs áhugasama og dugandi menn af yngri kynslóðinni,. en þessi nauðsynlegu samtök þurfa að fá, í samstarfi við Samband bindindisfélaga í skólum, fastráðinn starfsmann, og hann verður ríkið að leggja til. Meiru verður nú að fórna en undanfarið til úrbóta á skemmdarverkum áfengisneyzlunnar. Hjá slíku verður ekki komizt vilji þjóð- in halda áfengissölunni áfram. Gaman með alvöru I sambandi við flest þing og aðal- fundi ýmissa félaga er venjulega eitt- hvað til upplyftingar og skemmtunar. Þegar menn koma hina löngu leið frá öðrum löndum til Islands til þinghalds, er eðlilegt að þeir vilji um leið nota tækifærið til að kynnast landi og lýð. Þegar erlendu fulltrúarnir komu til að- alfundar sambands bindindisfélaga og trygginga þeirra á Norðurlöndum, vildi svo vel til að glaðasólskyn var 3-4 daga, leist því gestum okkar vel á landið og reynt var einnig að láta þeim í té nota- lega gestrisni. Daginn áður en aðalfundur NUATs hófst, ferðuðust erlendu fulltrúarnir og nokkrir hinna íslenzku með þeim víðs vegar um Borgarfjörð. — Daginn eftir fundinn bauð einn af stjórnarmönnum Ábyrgðar, Sveinbjörn Jónsson, for- stjóri Ofnasmiðjunnar, erlendu fulltrú- unum og nokkrum okkar hinna til há- degisverðar að Hótel Borg, fór svo með hópinn til Hafnarfjarðar, aðallega til að skoða Hellisgerði. Veður var ákjós- anlegt, sólbjartur og fagur dagur. Svo var ekið upp í Mosfellssveit og skoðuð hitaveitustöðin, en hún er undrunar- efni flestra útlendinga. / boði borgarstjóra Klukkan fimm þenna sama dag tóku svo borgarstjórahjónin, Geir Hall- grímsson og frú á móti okkur í hinum vistlegu húsakynnum Borgarráðs að Skúlatúni 2 í Reykjavík. Borgarstjór- inn sýndi gestum salarkynnin þar og flutti ávarp. Var svo setzt að kaffi- drykkju og var þar allfjölmennt auk hinna erlendu gesta. Nutu menn stund- arinnar og gestrisni borgarstjórnar hið bezta, og hefði nú vel mátt við una, þótt ekki hefði verið meira um að vera þenna dag, en svo var þó. Aðalhófið Um kvöldið var svo aðalhófið að Hótel Sögu. Bindindisfélag ökumanna stóð fyrir því. Meðal gesta voru borg- Geir Hallgrímsson, borgarstjóri. arstjórahjónin. Fulltrúar aðalfundar- ins voru einnig gestir BFÖ, annars kostaði hver þátttakandi sig sjálfur, en alls voru í hófinu um 80 manns. Þetta var matarveizla, fjórir réttir fram- bornir. Sökum þess að ég hafði verið hvatamaður að stofnun Bindindisfé- lags ökumanna, dæmdist það á mig að flytja þarna aðalræðuna, en ég sækist ekki eftir að flytja ræðu á erlendu máli, en veizlugestir voru svo góðvilj- aðir og lítillátir að taka ræðu minni vel. Allmikið var svo um borðræður, aðallega af hálfu erlendu gestanna. — Stjórn Norðurlandasambands bindind- isfélaga ökumanna sæmdi gullmerki þá Sigurgeir Albertsson, for.m. BFÖ og Ásbjörn Stefánsson, framkvæmdastjóra félagsins. Veizlustjóri var Sveinbjörn Jónsson, forstjóri. Allt var veizlukvöld- ið mjög ánægjulegt, en einhverjum kann þó að hafa þótt setan fullöng. — Einum lið dagskrárinnar má hér sízt gleyma og mun engum hafa þótt hann of langur. Hann var sá, að Björn Páls- son sýndi ljómandi fagrar litskugga- myndir frá ýmsum stöðum á landinu, einnig af Öskjugosi og Surtsgosi. Var þetta hin bezta skemmtun. — Yfirleitt virtust menn vera í sólskynsskapi, er þeir tókust í hendur að skilnaði. För austur um sveitir Næsta dag höfðu svo erlendu gest- irnir tækifæri til að litast um í Reykja- vík og taka heimboðum nokkurra heim- ila, en laugardaginn 11. júlí var farin för austur um sveitir alla leið til Gull- foss. Hádegisverð snæddum við í mjög vistlegum salarkynnum að Laugar- vatni. Erlendu gestirnir óskuðu þess, að við íslendingarnir, aðeins 6 í förinni, syngjum þjóðsöng okkar. Ég gerðist svo djarfur að neita því, nema að við fengj- um að æfa okkur fyrst, ásamt útlend- ingunum, á því að syngja eitthvað af Norðurlandaþjóðsöngvunum. 1 hópnum var öldruð kona,, sem var nýbúin að veita móttöku gullmerki úr hendi kon- ungs Norðmanna, henni varð ekki skotaskuld úr því að leika alla þjóð- söngvana blaðalaust, en íslenzka þjóð- sönginn lék hún allt of hratt. Ég sagði við hana, þannig getuni við ekki sung- ið þjóðsöng okkar. — Þá verðið þið að stjórna því, sagði hún. Við báðum hana svo að leika sönginn hægt og hátíðlega og svo reyndum við þessi sex að syngja, á eftir stóð frúin upp og sagði: Þetta er yndislegt lag. — En hvað sem því líður, eigum við að velja okkur léttari þjóðsöng. ,,Ó, Guð vors lands“ er há- tíða-helgisöngur, gullfallegur, bæði ljóð og lag, hvað sem rembingur sérfræð- inga kann að segja um hann. Svo lá leiðin að Geysi, litli-Geysir gaus allmyndarlegum gosum, hinn stóri var rólegur. Þegar að Gullfossi kom, vorum við komin norður úr bjart- viðrinu og tekið að rigna, en Gullfossi brást ekki að hljóta aðdáun allra þeirra, sem ekki höfðu litið tign hans áður, en öllum okkur er hann alltaf undrunarefni. Framhald á bls. 14. Frá afmœlishófi Bindidisfélags ökumanna að Hótel Sögu. — ViS hábor&ið sitja m.a. borgar- stjórahjónin, Geir Hallgrímsson og frú. Jakob Petterson og frú og Sigurd Johansen og frú. Pétur Sigur&sson flytur rœðu.

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.