Eining - 01.08.1964, Qupperneq 11

Eining - 01.08.1964, Qupperneq 11
E INING 11 stúkunum á Akureyri voru færðar smágjafir, allstór litmynd af sumar- heimili templara, Jaðri, gefandi Þing- stúka Reykjavíkur og Jaðar. Gjöfina bar fram Kristinn Guðmundsson, verzl- unarstjóri, en við henni tók og þakk- aði Jón Kristinsson, þingtemplar Ak- ureyrar. — Frá Stórstúku íslands bar Indriði Indriðason, rith. fram tvo fagra og vandaða kristallsvasa, en móttöku veitti og þakkaði Magnús Kristjánsson, æðstitemplar st. ísafold- ar. Frá stúkunum í Hafnarfirði bar Kristinn J. Magnússon, þingtemplar Hafnarf j arðar, fram litmynd af Templ- arahúsi Hafnarfjarðar, elzta templara- húsi landsins. Gjöf þessa þakkaði Ólaf- ur Daníelsson, umdæmistemplar Norð- urlandsumdæmis. Eitt bezta dagskráratriðið var ein- söngur Jóhanns Konráðssonar, undir- leik annaðist Jakob Tryggvason. Fleir- um en undirrituðum mun hafa verið það sannur unaður að hlusta á sönginn. Ekki aðeins var söngurinn mikill, held- ur og voru lögin svo einkennilega heppilega valin. Þau voru: Vor, eftir Pétur Sigurðsson (því miður ekki und- irritaðan), Lindin, eftir Eyþór Stef- ánsson, S'tnaladrengurinn, eftir Skúla Halldórsson og Augun blá, eftir Sigfús Einarsson. Lög þessi eru hvert öðru fegurra. Það gildir hið sama um lög eins og ljóð, allt veltur á andagiftinni, inn- blæstrinum. Ljóð getur verið gallalaust samkvæmt bragreglum, en samt aldrei vakiS neinum unað. Aðeins innblásin lög svala sálum manna. Tónskáld eins og Eyþór Stefánsson eru tónskáld af guðs náð. Þau hafa gáfuna, þessa dá- samlegu gjöf, sem enginn lærdómur getur veitt. Þess vegna svala lög þeirra sálum manna. Eins og venjulega við slík tækifæri voru fluttar nokkrar örstuttar borð- ræður. Allt var samkvæmið mjög nota- legt og matur vel framreiddur. Dans var svo logaþátturinn. Kvaddur Eyjafjörður og haldið heim Það var dýrlegur morgun, er við sunnanmenn héldum heimleiðis. Hvergi ský á lofti, allt sem augað leit klætt í „gull og glans“ árdagssólarinnar. Þeg- ar ég gekk niður af brekkunni á Ak- ureyri árla þenna sunnudagsmorgunn, sást varla maður á ferð, en einn var þó, vel roskinn maður, á vakki á gangstétt- inni hjá húsi einu í brekkunni. Auðvit- að ætlaði ég að ganga þegjandi fram- hjá manninum, en hann tók mig strax tali. Honum var það mesta nauðsyn að tala við einhvern, því að svo var hann gagntekinn af fegurðinni, sem hvar- vetna gladdi augað. Ég heyrði strax á fyrstu setningunni, að þótt maðurinn talaði íslenzku, mundi hann hafa verið undir áhrifum annars tungumáls. Hann sagði: „Þið hafið það fallegt hér.“ Já, svaraði ég, hér er fagurt. Það kom í ljós að þessi vingjarnlegi öld- ungur var frá Canada, aðeins ferða- maður hér. Hann var yfir sig hrifinn af fallega, græna grasinu, firðinum, fjöllunum, gróðrinum í bænum sjálf- um, fegurð dagsins og veðurblíðunni. Nú geta lesendur blaðsins skilið, hvers vegna maðurinn notaði í fyrstu setningunni, sem hann sagði við mig, orðið „hafið,“ — þið hafið það fallegt. Hitt mætti svo vera okkur umhugsun- arefni, hvers vegna við erum búin að skemma okkar fagra móðurmál með því að láta tal okkar og skrif mora af þessu litla orði, þar sem það er óþarft, eins og t.d. að eitthvað hafi mikla þýð- ingu eða þetta og hitt hafi ekkert að segja. Báðar þessar setningar auðvitað hrá þýðing úr erlendum málum. Sama er að segja um ýms önnur smáorð, sem hafa troðið sér inn í daglegt mál okkar, en tilgangslaust líklega að fjasa um, og ef til vill er þessi sérvizka mín ekki réttlætanleg. Höldum okkur nú heldur að fegurð dagsins, sem á var minnzt. Hún gagn- tók fleiri en vin okkar frá Canada. — Þegar vagn okkar var ferðbúinn, þótti sumum farþegunum sárt að hverfa frá Eyjafirði þenna yndislega morgun án þess að fá að sjá eitthvað ofurlítið meira af honum. Við ókum því inn að Grund, fengum að skoða fallegu kirkj- una þar, fengum góða útsýn úr kirkju- turninum, og fagurt var að renna aug- um yfir sveitir Eyjafjarðar. Ottó var kominn að orgelinu, við sungum eitt sálmalag, nei, fyrirgefið, Ottó vantaði nótnabók, en Gretar Dalhoff lék sér að því utanbókar. Var svo slegið í klárinn og spretturinn tekinn suður á bóginn. Víðförul, vegmóð, vakurt skeiðar bifreið. Svo yrkir Guðmundur Friðjónsson frá Sandi í sínu mikla snilldar- kvæði um Rangárþing. — Fegurðin og góða veðrið skildi ekki við okkur allan daginn, skapið var gott, mikið var sungið og rabbað, auðvitað ekki alltaf í þjónustu listarinnar, en gott fannst öllum „heilum vagni heim að aka.“ Bíl- stjórinn átti beztu þakkir skilið fyrir alla sína lipurð og dugnað í öllu ferða- laginu báðar leiðir og einnig um Eyja- fjörð. Aldrei heyrðist í útvarpi í vagn- inum og var það mikil blessun. Og nú eigum við góða endurminningu um ferðalagið í heild. í sambandi við 80 ára afmæli regl- unnar hér á landi, þótti vel viðeigandi að kjörnir væru á þessu stórstúkuþingi nokkrir heiðursfélagar Stórstúku ís- lands. Þeir voru þessir: Kjörnir heiöursf élagar Hannes J. Magnússon, skólastj. í st. Ísafold-Fjallkonan, Akureyri. Eiríkur Sigurðsson, skólastj. í st. Brynju, Akureyri. Níels Kristmannsson, bókari, í st. Akurblóminu, Akranesi. Frú Þóra Hjartar, í st. Akurblóm- inu, Akranesi. Hannes Hjartarson, bóndi, í st. Foldinni, Álftaveri, V.-Sk. Elías J. Pálsson, forstjóri, í st. Vöku, ísafirði, Pétur Björnsson, erindreki, í st. Framsókn, Siglufirði, Frú Þóra Jónsdóttir, í st. Framsókn, Siglufirði, Frú Lára Jóhannsdóttir, í st. Fram- sókn, Siglufirði, Kristinn J. Magnússon, málaram., í st. Danielsher, Hafnarfirði, Gí§li Sigurgeirsson, fulltrúi, í st. Morgunstjörnunni, Hafnarfirði, Þorsteinn J. Sigurðsson, kaupmaður, í st. Verðandi, Reykjavík, Frú Þóranna Símonardóttir, í st. Verðandi, R, Maríus Ólafsson, fulltrúi, í st. Einingunni, R, Frú Elín Guðmundsdóttir, í st. Víkingi, R, Frú Margrét Guðmundsdóttir, í st. Víkingi, R, Björn Magnússon, prófessor, í st. Mínervu, R, Ludvig C. Magnússon, endurskoð- andi, í st. Fróni, R. Eining flytur þessum öllum heilla- óskir og þakkir fyrir mikil störf um langt skeið. Pétur Sigurðsson. Leiðrétting I síðasta tbl. Einingar, undir myndinni af f jölskyldu Sigdórs V. Brekkan, er annar upp- eldissonur þeirra hjóna skráöur Magnús Jóns- son, en á að vera GuSmundsson. Hlutaðoig- endur eru beðnir velvirðingar á þessu.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.