Eining - 01.08.1964, Qupperneq 9
EINING
9
Uih keitaga glcð
Sjá, sáðmaður gekk út að sá. Og er hann var að sá, féll
sumt við götuna, og fuglarnir komu og átu það upp. En
sumt féll í grýtta jörð, þar sem það hafði ekki mikinn jarð-
veg, og það rann skjótt upp, af því að það hafði engar
rætur, visnaði það. En sumt féll meðal þyrna, og þyrnarnir
uxu upp og kæfðu það. En sumt féll í góða jörð og bar
ávöxt, sumt hundraðfaldan, sumt sextugfaldan, en sumt
þrítugfaldan. — Mattheus 13, 3-9.
— o —
Dæmisaga þessi er um guðsríkisakurinn: mannkynið og
þann boðskap, sem því er fluttur á öllum tímum og þá
fræðslu og félagslega aðhlynningu, sem mönnum er veitt.
Menn, sem vinna kirkjulegt starf eða eitthvað annað fé-
lagsmálastarf, verða oft að heyra þessa athugasemd: Hver
er svo árangurinn? og hún er ekki ávallt vinsamleg. Menn
eru oft bæði bráðlátir, skammsýnir og tortryggnir. Oft
skortir mjög á sannsýni, góðvild og skilning. Þessi sér-
kennilega athugasemd: hver er svo árangurinn, er ekki
neitt sérstaklega skynsamleg, því að ef enginn gerði
neitt,, nema hann sæi örugglega fyrirfram góðan árangur,
þá yrði margt gott verk látið ógert. Hinn mikli spámaður
fagnaðarboðskaparins segir: „Sælir eruð þér, sem sáið við
öll vötn.“ — Jesaja 32, 20.
Við verðum að lifa í trú, sá í trú, vinna í trú og treysta
honum, sem gefur ávöxtinn. Reynslan hefur marg sýnt og
sannað, að vel unnið starf ber jafnan einhvern árangur,,
auðvitað misjafnlega mikinn, og af beztu garðyrkjumönn-
um mættum við, sem vinnum að félagsmálum, læra það að
ástunda vandvirkni og hirðusemi. Stundum hefur jafnvel
aðeins einn maður áunnizt fyrir kristilega eða aðra félags-
málastarfsemi, sem hefur svo átt eftir að „leiða marga til
réttlætis." — Koma miklu góðu til vegar. — Sáum hvar-
vetna hinu góða sæði og látum ekki hina efagjörnu draga
úr kjarki okkar né trú.
og ekki sízt á umbrotatímum. Messuna
söng séra Birgir Snæbjörnsson og
Iilaut lof þingfulltrúa fyrir ræðu sína.
Okkur leið vel í kirkjunni.
Þegar þingfundir hófust á ný kl. eitt
e. hád., flutti Dr. Richard Beck prýði-
legt og sérlega notalegt erindi. — Dr.
Beck er mjög sérstakur og merkur
maður, ekki sízt fyrir það,, að alla ævi
allt frá unglingsárum hefur hjarta
hans brunnið af áhuga á því einu, sem
er fagurt, gott og göfugt, og öllu sínu
þarfsþreki, sem ekki er lítið, hefur
hann fórnað í þágu hinna góðu mál-
efna og menningarmála, alls staðar
þjónustufús og sterkur liðsmaður. Ef
slíkir menn eiga ekki hrós skilið, þá
eiga það engir. Okkur var það mikið
ánægjuefni, að þessir góðu gestir, pró-
fessor Beck og frú hans, gátu tekið
þátt í stórstúkuþinginu með okkur. —
Þeim var þar mjög vel fagnað. Stór-
templar flutti þeim hinar beztu þakkir.
Þau hjónin gáfu við þetta tækifæri
þúsund krónur í Afmælissjóð stórstúk-
unnar. Alls bættust sjóðnum á þinginu
kr. 38,600,00; stærsta gjöfin frá Fram-
kvæmdaráði IOGT á Akureyri, 15 þús.
kr., 12 þús. kr. frá st. ísafold nr. 1,
Akureyri, 6 þús. kr. frá st. Andvari,
Reykjavík. Smærri gjafir fráhinumog
öðrum.
Var svo haldið áfram venjulegum
þingstörfum. — Stórtemplar stjórnaði
þingfundum mjög röggsamlega og
drengilega, og gengu öll störf því fljótt
og vel. Þingið var fjölsótt og ríkti þar
góður samhugur og áhugi.
FramkvæmcLanefndin
Lítil breyting varð á framkvæmda-
nefnd stórstúkunnar. — Kjörnir voru
þessir:
Stórtemplar: Ólafur Þ. Kristjánsson,
skólastjóri, Hafnarfirði.
St-kanzlari: Indriði Indriðason, rit-
höfundur, R.
St-varatemplar: Þórhildur Hjaltalín,
Akureyri.
St-kapelán: Frú Þóra Jónsdóttir,
Siglufirði.
St-ritari: Kjartan Ólafsson, fulltrúi,
Kópavogi.
St-gjaldkeri: Jón Hafliðason, full-
trúi, R.
St-gæzlumaður löggjafarstarfs:
Sveinn Helgason, stórkaupmaður.
St-gæzlumaður unglingastarfs: Sig-
urður Gunnarsson, kennari, R.
St-gæzlumaður unmennastarfs: Gunn-
ar Þorláksson, fulltrúi, R.
St-fræðslustjóri: Jón Hjartar, Borg-
arnesi.
Frá stórstúkuþinginu. Frá vinstri: Stefán Ág. Kristjánsson, umboðsm. hátemplars, frú Sól-
veig Jónsdóttir, nýkjörin kanzlari stórstúkunnar, Ólafur Þ. Kristjánsson, stórtemplar, dr. Bic-
liard Beclc og frú hans, Margret Brandsson. Hinir tveir standandi ieru söngstjórarnir, Jónas
Tómasson og Ottó Guðjónsson.