Eining - 01.08.1964, Qupperneq 8

Eining - 01.08.1964, Qupperneq 8
8 EINING EINING Mánaðarblað um áfengismál, bindindi og önnur menningarmál. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur Sigurðsson. Blaðið er gefið út með nokkrum fjárhagsstyrk frá ríkinu og Stór- stúku íslands, kostar 100 kr. árg., 10 kr. hvert eintak. Utanáskrift til blaðsins og ritstjórans er: Pósthólf 982. Reykjavík. Sími: 41956. Stórstúkuþingið 1964 etta var 63. þing Stórstúku ís- lands, háð að þessu sinni á Ak- ureyri,, sérstaklega í sambandi við 80 ára afmæli góðtemplarareglunn- ar hér á landi, en það var 10. janúar s.l. Á Akureyri stóð vagga reglunnar og tilhlökkunarefni var það að sitja þar þing. Við lögðum upp í norðurför all- mörg héðan af Suðurlandi, sumir fóru loftvegu háa, aðrir í einkabifreiðum og 21 farþegi vorum við í einum vagni. Veðrið lék við okkur og ekki urðum við fyrir vonbrigðum, er til Akureyrar kom, undirbúningur þar allur ágætur og við fengum vistleg salarkynni til þinghalds í Barnaskóla Oddeyrar,, nýrri og vandaðri byggingu. Einhver hafði orð á því, að gott fólk hlyti að vinna í þessum skóla, því að andrúmsloftið væri þar svo gott. Og eitt er víst, að ekki skemmir skólastjórinn, Eiríkur Sigurðsson það góða andrúmsloft. Þingið setti stórtemplar, Ólafur Þ. Kristjánsson, skólastjóri, klukkan 10 árdegis laugardaginn 13. júní. Fyrri hluta dagsins voru tekin fyrir þessi at- riði: Samþykkt kjörbréfa. Stigveiting, hóp fulltrúa veitt stórstúkustigið. — Skipað í auð sæti fastra nefnda. Minnzt látinna stórstúkufélaga. Skýrslur em- bættismanna og reikningar. Fjárhags- áætlun, fyrri umræða. Skýrslurnar I upphafi skýrslu sinnar minntist stórtemplar fyrrv. stórtemplars, Bene- dikts S. Bjarklind, með vel völdum og viðeigandi orðum og vék svo að ýms- um þáttum reglumálanna: Hækkun rík- isstyrksins, útbreiðslunni og húsmáli reglunnar, en þar hefur nú verið stigið markvert og mikið spor, þar sem verið er nú loksins að koma upp félagsheim- ili reglunnar, stórhýsi við Eiríksgötu í Reykjavík. í stuttri skýrslu mælir for- maður húsráðsins, Böðvar St. Bjarna- son, húsasmíðameistari, á þessa leið m.a.: „Húsráðið þakkar borgarstjóra, Geir Hallgrímssyni, borgarritara og borgar- ráði Reykjavíkur fyrir auðsýndan vel- vilja, áhuga og góða samvinnu í bygg- ingarmálum reglunnar. Húsráðið heitir á alla félaga og stuðningsmenn reglunnar að leggja nú fram alla krafta sína og hugvit til þess að gera þetta hús að vistlegu og skemmtilegu Regluheimili." Við komum aftur að skýrslu stór- templars. Þar er svo vikið að happ- drætti, bókabúð Æskunnar, bindindis- mannamótinu að Húsafelli og 80 ára afmæli reglunnar, en í sambandi við það fór fram góð kynning á starfsemi reglunnar, bæði í ágætu útvarpsefni og blaðagreinum, en auk þess í myndar- legum samkvæmum bæði í Reykjavík og á Akureyri. Þá er í skýrslunni grrð grein fyrir templaranámskeiði norræna góðtempl- araráðsins, sem nú er nýlega afstaðið og getið á öðrum stað í blaðinu, en undirbúningur þess kostaði mikla vinnu og fyrirhöfn. Einnig er kafli í skýrslunni um breytingu á áfengislög- gjöfinni og svo kafli um ráðstefnu þá, sem Dóms- og kirkjumálaráðuneytið og Landssambandið gegn áfengisbölinu boðaði til. Skýrsla gæzlumanns unglingastarfs Stórstúku íslands er hin athyglisverð- asta, þótt ekki verði henni gerð nein veruleg skil hér í blaðinu að þessu sinni, m.a. sökum þess, að blaðið hefur áður gert ofurlitla grein fyrir sumu af því, eins og t.d. síðasta merkjasöludegi unglingareglunnar og útkomu Vor- blómsins, og fleiru. Óhætt er að full- yrða, að þessi embættismaður stórstúk- unnar, Sigurður Gunnarsson, kennari, sinnir þessu starfi sínu af miklum á- huga, einlægni og árvekni og eins vel og nokkur maður getur yfirleitt gert. Félagar barnastúknanna eru nú tald- ir og áætlaðir 6919, og eignir þessara stúkna samtals kr. 401280. í skýrslu ritara stórstúkunnar er komizt svo að orði: „Hinn 1. janúar 1963 voru á skrá hjá stórstúkunni 39 undirstúkur með 2990 félögum. Skírteinisfélagar 10, samtals 3000 félagar. Hinn 1. janúar 1964 var sami fjöldi stúkna á skrá með 3065 félögum. — Skírteinisfélagar 15, samtals 3080 fé- lagar. Eins og framangreindar tölur sýna, er ofmikil stöðnun á félagaaukningu. Reglunni er brýn nauðsyn þess, að geta hafið sókn á félagslegum vettvangi. — Þjóðmni er lífsspursmál að skilja það, að ekki er fært lengra á vegi áfengis- dýrkunar. Margt bendir til þess, að ráðamenn ríkis og bæja hafi öðlazt aukinn skilning á því, að nú verði að hefja allsherjar sókn gegn þeirri háska- þróun, sem átt hefur sér stað í landinu um alllangt skeið, hvað áhrærir með- ferð áfengis- og samkvæmishætti al- mennt meðal þjóðarinnar." Gæzlumaður ungmennastarfs stór- stúkunnar var á liðnu stórstúkuári Einar Hannesson. Hér mega lesendur blaðsins ekki rugla saman unglinga- starfseminni (barnastúkunum) og ung- mennafélögum reglunnar, sem heita íslenzkir ungtemplarar. Þessi samtök voru stofnuð 1958 og eru því mjög ung að aldri, en sækja fram. I skýrslu sinni segir Einar Hannesson m.a. þetta: „Vitað er, að góður grundvöllur er víða fyrir ungtemplarastarf. í því efni skortir fyrst og fremst vísa leiðtoga, starfsmenn og erindreka, sem sinnt gætu starfinu af krafti. Þannig gæti einn starfsmaður, er gæfi sig allan að þessum málum, lyft Grettistaki.“ Samvinna er nú hafin milli íslenzkra ungtemplara og Sambands bindindisfé- laga í skólum. Þessi æskulýðsstarfsemi þarf nauðsynlega að fá fastráðinn starfsmann. ÍUT félögin eru nú 9 og félagar þeirra 815. Fleiri skýrslur mætti svo nefna hér, en efnis þeirra hefur að meira eða minna leyti verið getið hér í blaðinu fyrir skömmu. Síðari hluta fyrsta þingdagsins störf- uðu fastar nefndir. Hlýtt messu Sunnudagsmorguninn klukkan 10 gengu þingfulltrúar og aðrir þinggestir fylktu liði til kirkju. I guðshús er hverjum manni hollt að ganga, þar rík- ir sá blær, sem sálum manna er hollur

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.