Eining - 01.08.1964, Síða 15

Eining - 01.08.1964, Síða 15
EINi NG 15 Norræna góötemplaranámsskeiðið Framhald af bls. U- Hallsson,, óperusöngvari, söng einsöng, nokkur lög, en hans mikla og ágæta söng þarf ekki að kynna. Undirleikari var Jón S. Jónsson. Er menn höfðu svo notið kaffi- drykkjunnar, sýndi Björn Pálsson, flugmaður, sínar ágætu litskuggamynd- ir frá ýmsum stöðum á landinu, þar á meðal frá Öskjugosi og Surtsgosi. Er áreiðanlegt, að útlendingum þótti mik- ið varið í að sjá þessar myndir, og svo var einnig um okkur hina. Síðasta kvöld námsskeiðsins í Reykja- vík notuðu svo aðallega Svíar og Finn- ar til að skemmta fólkinu. Það var all- nýtízkuleg skemmtun að ýmsu leyti og er ekki unnt að lýsa henni hér, en að- dáanlega lék Uno Sten, ritstjóri Re- formatorins, hlutverk sitt. Hann var lengst manna á pallinum og stjórnaði flestum skemmtiatriðunum. Áður en mesta gamanið hófst, voru sýndar fall- egar litskuggamyndir frá Norðurlönd- um og söngkona söng einsöng. Undir lok skemmtuninnar kallaði Karl Wenn- berg ísl. undirbúningsnefndina og okk- ur þrjá aðra upp í kastljósið á pallin- um og færði okkur öllum fallega blóm- vendi og flutti góðar þakkir, sérstak- lega undirbúningsnefndinni, en séra Kristinn Stefánsson bar fram þakkir af okkar heimamanna hálfu. Meðal annars var stiginn dans af miklu fjöri, sambland þjóðdansa og hinna en þeim tilburðum kann undir- ritaður lítt að lýsa. Ekki varð annað séð en að fólkið skemmti sér ágætlega allt kvöldið. Tóku menn svo að kveðja og þakka fyrir ánægjulega samveru undanfarna daga. Fariö til Akureyrar Á norðurleið fengu hinir erlendu gestir okkar að sjá tign og fegurð landsins í ljóma sólskinsdags, og sól- skinsdaga fengu þeir einnigáAkureyri. Ennf remur var glaðasólskin daginn, sem farið var austur um sveitir og að Mý- vatni, í Dimmuborgir og víðar. — Létu ferðamennirnir óspart í Ijós hrifningu sína yfir því, sem fyrir augað bar á þessum slóðum. í þessari för var snæddur miðdegis- verður að Reynihlíð og lofuðu útlend- ingarnir silunginn og skyrið okkar. — Kvöldverðarins neyttu menn svo að Laugum. Sjálft námsskeiðið fyrir norðan fór fram á Akureyri með líkum hætti og fyrir sunnan. Það var til húsa í Varð- borg, félagsheimili templara, með aðal- fundina, en í Oddeyrarskóla með fundi hópanna síðari hluta dagsins. Það var á Akureyri, sem dr. Steingrímur J. Þorsteinsson flutti áðurnefndan fyrir- lestur sinn. Þar var einnig aðalfundur um niðurstöður umræðna hópfundanna. Að kvöldi fyrsta námsskeiðsdagsins fyrir norðan (laugard.) bauð þingstúka Eyjafjarðar (allar stúkurnar á því svæði) til móttökusamkvæmis að fé- lagsheimilinu Laugaborg. Því stjórnaði þingtemplar, Jón Kristinsson og flutti ávarp, en aðalræðuna flutti Eiríkur Sigurðsson, skólastjóri og ræddi um reglustarfið þar nyrðra. Aðrir ræðu- menn voru: Stefán Ág. Kristjánsson, Wennberg og stórtemplar. Svo sungnir þjóðsöngvar allra Norðurlanda. Góður skemmtiþáttur var einsöngur Jóhanns Daníelssonar. Veitingar voru góðar og var svo dansinn lokaþátturinn. Sunnudaginn var förin farin austur um sveitir. Mánudaginn bauð Kaupfé- lag Eyfirðinga til miðdegisverðar að Hótel KEA. Kaupfélagsstjórinn, Jakob Frímannsson, bauð gesti velkomna og flutti ræðu, talaði sænsku sem innbor- inn maður. Athyglisvert þótti námsskeiðsgestum að skoða verksmiðjurnar á Akureyri, einnig skrúðgarðinn þar og fleira. Að kvöldi þessa sama dags var svo skiln- aðarhóf. Það var á vegum þriggja að- ila: Bæjarstjórnar Akureyrar, sem langmest lagði til þess, Stórstúku Is- lands og templara á Akureyri. Meðal boðsgesta var bæjarstjórn Akureyrar, bæjai’stjórinn, Magnús Guðjónsson, flutti ræðu og einnig dr. Steingrímur J. Þorsteinsson. Auk þeirra töluðu þeir Karl Wennberg, sr. Kristinn Stefáns- son og Stefán Ág. Kristjánsson. Stór- templar, Ólafur Þ. Kristjánsson, stjórn- aði samkvæminu. Meðal annars heiðruðu stjórnendur hópanna 12 námsskeiðsstjórann, Karl Wennberg, fluttu allir örstutt ávörp, skreyttu kappann blómsveig og gáfu honum heila hesthúð. Að síðustu var stiginn dans. Því miður getur undirrit- aður ekki skýrt ítarlega frá námsskeið- Afengissalan 1. apríl til 30. júní 1964. Heildarsala: Selt í og frá Reykjavík .... kr. 64.222.685,00 - - - - Akureyri .... - 7.514.160,00 - - - - ísafirði ...... - 2.116.150,00 - - - - SiglufirSi ... - 1.543.975,00 - - - - SeySisfirSi .. - 2.223.370,00 Kr. 77.620.340,00 A sama tíma 1963 var salan eins og liér segir: Selt í og frá Reykjavík .... kr. 57.886.192,00 - - - - Akureyri .... - 6.145.556,00 - - - - ísafiröi ...... - 1.777.378,00 - - - - SiglufirSi ... - 1.998.458,00 - - - - SeyðisfirSi .. - 1.697.823,00 Kr. 69.505.407,00 ÁffengisvarnaráS. (Heimild: Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins.) inu fyrir norðan, því að hann var ekki með í þeirri för og hefur því orðið að styðjast við takmarkaðar frásagnir annarra. En Akureyringar eru ekki neinir eftirbátar í einu eða öðru, og var allur undirbúningur þeirra að þessu sinni hinn ágætasti. Um hann sáu aðal- lega þessir: Stefán Ág. Kristjánsson, forstjóri, Jón Kristinsson, rakaram., Ólafur Daníelsson, klæðskeri og Guð- laugur Stefánsson. Bæði stórtemplar og þessari undirbúningsnefnd færði Karl Wennberg fallega blómvendi, líkt og nefndinni í Reykjavík. Tilgangur námsskeiðsins í heild var ekki eingöngu að ræða áfengisvanda- málið og bindindisstarfið, en það var þó rætt allverulega, ekki sízt á fundum hópanna. Námsskeiðið var til að efla samstarf bindindismanna á Norður- löndum, til að sýna líf og þrótt starf- seminnar og svo til að kynna land og lýð og menningu hverrar þj óðar, þar sem námsskeiðin hafa verið haldin. I hinu alþjóðlega starfi góðtemplarareglunn- ar hafa Norðurlönd forustuna, og eru Svíar þar sterkastir, en samstarfið er gott og heldur áfram að eflast. Pétur Sigurðsson. UMBURÐAR- LYNDI Þeir lesendur Einingar, sem ekki eru beinlínis í tengsl- um við félagsstarfsemi okkar bindindismanna, eru beðnir að auðsýna blaðinu ofurlítið meira umburðarlyndi að þessu sinni en endranær, sökum þess að efni þess er nú mjög ein- hliða, og er það þó oftast nokkuð einhliða. Að þessu sinni eru í blaðinu aðallega frásagnir af þremur allmerkum mannfundum í sambandi við hið félagsbundna starf okkar bindindismanna. Þetta er þó ekki ómerkara lesmál en margt annað, sem mönnum er boðið. Ritstj.

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.