Eining - 01.08.1964, Síða 5

Eining - 01.08.1964, Síða 5
EINING 5 Aðalfundur Norðurlandasam bands bindindisfélaga ökumanna og tryggingafélaga þeirra - NUAT gundur þessi hófst í Reykjavík 8. júlí s.l. og var til húsa í húsi Slysavarnafélags íslands. Þetta var fulltrúafundur og til aðalfundar eru fulltrúarnir tiltölulega fáir, en fundurinn var vel undirbúinn og gengu störf því fljótt og vel. Fundinn setti forseti Norðurlandasambandsins, Norð- maðurinn Sigurd Johansen,, skrifstofu- stjóri, en fundarstjóri var kjörinn Jakob Pettersen, stórþingsmaður frá Oslo. Stjórnin lagði svo fram reikninga og flutti skýrslu síðasta starfstímabilsins, frá 3. júní 1961, en þá var aðalfundur- inn í Oslo og hefði því næsti aðalfund- ur átt að vera 1963, en þar sem afráðið var að hann skyldi haldast á íslandi, meðfram í sambandi við 10 ára afmæli Bindindisfélags ökumanna, var tíminn valinn 1964. NIJAT á nú 30 ára starfssögu að baki sér, samstarf milli bindindisfélaga ökumanna í Svíþjóð og Noregi hófst þó eftir að norska félagið kom til sög- unnar 1928, en sænska félagið var frá 1926. Síðar bættust svo í sambandið fé- lögin í Finnlandi, Danmörku og íslandi. Langsterkast er bindindisfélag öku- manna (MHF) í Svíþjóð, um tvöhundr- uð þúsund félagar, en alls eru þeir í Norðurlandasambandinu um 250.000. Hlutverk sambandsins er í alla staði mikilvægt og margþætt. Það hefur lagt gott til málanna bæði varðandi um- ferðarreglur og umferðarlöggjöf, borið fram í þeim efnum tillögur við Nor- ræna ráðið, sem teknar hafa verið til greina. Og það hefur stutt rækilega starfsemi bindindisfélaga ökumanna í Danmörku og Finnlandi, og nú beitir það sér mjög fyrir samræmingu á um- ferðarreglum á Norðurlöndum, að alls staðar verði þar hægrihandarstefna. Hið íslenzka Bindindisfélag ökumanna hefur einnig notið góðs af samstarfi við Norðurlandasambandið. Meðal ann- ars hefur sambandið komið á umferð- arnámsskeiðum í Danmörku, Finnlandi og Noregi. Þá hafa afskipti þess á al- þjóðlegu samstarfi aukizt mjög á síð- asta starfstímabili. Má þar til dæmis nefna þriðju alþjóðlegu umferðarráð- stefnuna, sem haldin var í London árið 1962. Þar var mikil þátttaka frá NUAT og sambandsfélögum þess og gegndu ýmsir þeirra þar forustumannahlut- verkum. í niðurlagsorðum skýrslu sambands- stjórnarinnar segir: „I skýrsluformi er ekki alltaf auð- velt að koma fyrir hinu raunhæfa nor- ræna samstarfi, til þess er það allt of margþætt og þeim hjartanlegu sam- skiptum, sem alltaf eiga sér stað milli félaga sambandsins verður ekki auð- veldlega gerð nægileg skil í fundar- gerðum. Það er stjórn NUAT mikið gleðiefni,. hversu samstarfið hefur gefizt vel, og álit stjórnarinnar er nú það, að hlut- verki Norðurlandasambandsins sé að vissu leyti lokið og að nýtt skipulag þurfi að koma til sögunnar." Hér er átt við að samtökin þurfi að skipuleggja á alþjóðlegum vettvangi. Sigurd Johansen, formaður NUATs. Jakob Pettersen, stórþingsmaður og forseti Óðalþingsins, áður ráðherra. • Form. M.A. í Noregi. Ragnar Lund, freeðslumálastjóri. Að ekki sé bæði Norðurlandasamband og alþjóðlegt samband, heldur aðeins eitt aiþjóðlegt. Þetta bíður úrlausnar. MA í Noregi Motorförerens Avholdsforbund í Noregi er hraðvaxandi. — Félagatalan þar nálgast nú 30.000, deildirnar hátt á fjórða hundrað. Félagið gefur út mjög myndarlegt tímarit, mánaðarblað,. Motorföraren. Félagið nýtur trausts og álits í landinu. Starfsemi þess er þjóð- kunn og metin og nýtur styrks frá rík- inu. Góðaksturskeppni þess ár eftir ár og á fjölmörgum stöðum í landinu, hef- ur verið einn sterkasti þátturinn í starfseminni og allra síðustu árin hef- ur slík keppni átt sér stað á 70-80 tak- mörkuðum svæðum, og svo í vissum umdæmum og svo ein alsherjarkeppni í Osló. — Tryggingarfélög bindindis- manna í landinu hafa tekið þátt í kostnaðinum við þetta. Síðustu 3 árin hefur verið keppt í góðakstri 300 sinn- um og um 10 þúsund bílar tekið þátt í þessu. Steinar Ilouge, frumkvcemdastjóri Bindindisf élags ökumanna :í Noregi.

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.