Eining - 01.08.1964, Síða 10

Eining - 01.08.1964, Síða 10
10 EINING Frá borði stórvaratemplars, og fundarmenn í þeim enda salsins. Munu kunnugir þekkja þar allmörg andlit. Þar á vegg bak við, er mynd af fgrrv. stórtemplar, Benedikt S. Bjarklind, milli fánanna tveggja. St-fregnritari: Njáll Þórarinsson, stórkaupmaður, R. Fyrrverandi stórtemplar: Séra Kristinn Stefánsson, R. Jóhann Ögm. Oddsson er sérstakur heiðursfulltrúi í framkvæmdanefnd Stórstúku íslands. Umboðsmaður há- templars er: Stefán Ág. Kristjánsson, forstjóri, Akureyri. Laust fyrir þingslit stóð fjölmennur fundur á hástúkustiginu og stjórnaði honum Stefán Ág. Kristjánsson, um- boðsmaður hátemplars. í sambandi við þingslitin færði stór- templar samherjum á Akureyri beztu þakkir fyrir hinar ágætustu móttökur og allt samstarf. Samþykktir þingsvns Efnislega voru helztu samþykktar tillögur og ályktanir þingsins þessar: Stórstúkuþingið skorar á fram- kvæmdanefndina að vinna að því við alþingi og ríkisstjórn, með hliðsjón af því alvarlega ástandi, sem gripið hefur um sig meðal æskulýðs í landinu varð- andi áfengisneyzlu, að tekin verði upp í fjárlög föst fjárveiting til að launa erindreka, sem vinni að eflingu bind- indis í landinu. Ráðherra skipi menn- ina samkvæmt tillögu Stórstúku ís- lands, Landssambandsins gegn áfengis- bölinu og Áfengisvarnaráðs. Að unnið verði að því, að ráðstafanir verði gerðar til þess að ferðaskrifstof- ur, félög og einstaklingar, sem annast hópferðir ungmenna, verði látnir bera ábyrgð á því, að ungmenni innan 21 árs hafi ekki með sér né neyti áfengis í slíkum hópferðum. Framkvæmdanefnd stórstúkunnar vinni að því við Ríkisútvarpið, að tekn- ir verði þar upp fastir fræðsluþættir um skaðsemi áfengis og tóbaks, hlið- stætt ýmsum öðrum þáttum útvarpsins. Þingið átelur harðlega hinar óvið- kunnanlegu fjáröflunaraðferðir ýmissa félagasamtaka, sem standa fyrir sam- komum þar sem fram fara áfengisveit- ingar meira eða minna, og skirrast jafnvel ekki við að hefja slíkar sam- komur með dansi og drykkjuskap kl. 12 að kvöldi á stórhátíðum, svo sem páskum og hvítasunnu, eins og dæmin sanna. Stórstúkuþingið þakkar framkvæmda- nefnd sinni skelegg viðbrögð í sam- bandi við frumvarp til laga um breyt- ingu á áfengislögum nr. 58, 24. 1964, sem borið var fram á seinasta Alþingi, en það var varðandi aldurstakmark ungmenna viðvíkjandi áfengisneyzlu. Stórstúkuþingið skorar á Alþingi og lögreglustjórn alla að herða mjög á refsingu fyrir ölvun við akstur og verði dómi fyrir slík brot hraðað miklu meira en nú er gert. Þingið fagnar framkominni tillögu á Alþingi um að kjósa nefnd 7 alþingis- manna til þess að rannsaka svo sem verða má ástandið í áfengismálum þjóðarinnar, eðli og orsakir þess mikla vandamáls og endurskoða gildandi á- fengislög. Stórstúkuþingið taldi fulla ástæðu til að ætla, að þeim fjölgaði stöðugt, sem mæltu gegn áfengisneyzlu, og minnti á sumt af hinu síðasta, svo sem útvarps- erindi sr. Óskars J. Þorlákssonar, ræðu Ragnars Jónssonar, forstjóra, í þættin- um „um daginn og veginn,“ en þó sér- staklega hina ágætu grein Helga Ing- varssonar, yfirlæknis, en hún birtist í Morgunblaðinu fyrir nokkru, og ekki sízt kaflann í greininni um „cocktail- tízkuna," sem orðið hefði til að auka drykkjuskap kvenna og þá einnig ung- menna, en það er nú eitt okkar mesta þjóðarböl og vandamál. För út um Eyjafjörð’ Á þessum þingum okkar þykir venjulega viðeigandi að breyta ofurlít- ið til frá hinum alvarlegu störfum. — Eitt kvöldið ókum við allstór hópur út um sveitir og allt leið út í Ólafsfjarð- armúla, bæði til þess að forvitnast um nýju vegagerðina þar og svo til að njóta blíðu kvöldsins, fegurðar fjarð- arins og svo dýrðlegs sólarlags. Ekki vildir allir fara á leiðarenda, fannst við vera komnir út af breiða og greiðfarna veginum, lögðu sumir þá af stað fót- gangandi, og engu síður menn á átt- ræðis- og níræðisaldri en hinir, en brátt kom á eftir okkur fremur lítill bíll, kjarkmenn þar, og ók með okkur næstum eins langt og komizt varð. — Kátt fólk var í bílnum og bar þar tölu- vert á gamanvísum og ljóðum. Sólarlagið undir miðnætti varð okk- ur minnisstæð sjón. — Á heimleið var numið staðar í Dalvík, þótt áliðið kvölds væri, gengið þar í kirkju, en hún er mjög sviphrein og vistleg. Söng- stjórinn okkar, Ottó Guðjónsson, lék á orgel kirkjunnar og við sungum „Dýrð sé guði í hæstum hæðum,“ en okkar ágæti öldungur, Jón Þ. Björnsson, fyrrv. skólastjóri á Sauðárkróki, bráð- um 82 ára, tók sér biblíuna í hönd og las 23. og 117. sálm Davíðs. Var góður dagur þar með að mestu kvaddur. Veizla Síðasta þingdaginn, mánud. 15. júní, gekkst Þingstúka Akureyrar fyrir mjög fjölmennu samkvæmi að kvöldi dags í Sjálfstæðishúsinu, en þar eru mikil salarkynni. — Meðal boðsgesta voru prestar bæjarins, bæjarstjórinn, Magn- ús Guðjónsson, og bæjarstjórn, en hóf- inu stjórnaði Stefán Ág. Kristjánsson. Ólafur Þ. Kristjánsson, stórtemplar, flutti minni reglunnar, en minni Akur- eyrar flutti Eiríkur Sigurðsson, skóla- stjóri, og er það birt hér í blaðinu. — Bæjarstjóri flutti ávarp, færði regl- unni beztu þakkir fyrir mikilvæg störf í bæjarfélaginu um 80 ára skeið og ósk- aði henni allra heilla. Svo fór fram sérstök athöfn, þar sem

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.