Eining - 01.08.1964, Qupperneq 4
4
EINING
För til Gullfoss
Miðvikudaginn 22. júlí var farin
heilsdagsför austur um sveitir. Fyrst
skoðuð gróðurhús í Hveragerði, svo ek-
ið að Geysi og snæddur þar rausnar-
legur miðdegisverður í boði ríkis-
stjórnarinnar. Séra Kristinn Stefáns-
son ávarpaði gesti þar í umboði ríkis-
stjórnarinnar. Var svo litazt um á
þessum sérkennilega stað, en því næst
haldið áfram austur að Gullfossi. Veð-
ur var heppilegt, og Gullfoss krýndi
sig fögrum regnboga. — Mun sú sjón
verða okkar erlendu gestum minnis-
stæð.
Næst var numið staðar í Skálholti
og kirkjan skoðuð. Þar flutti Árni Óla,
rithöfundur, fróðlegt erindi, en séra
Kristinn las ritningarkafla og allir
sungu sálminn fræga eftir Lúther:
Vor guð er borg á bjargi traust, hver
á sínu móðurmáli.
Síðasti áningsstaðurinn var svo Laug-
arvatn og þar snæddur kvöldverður í
boði Stórstúku Islands. Séra Kristinn
Stefánsson kynnti staðinn, hann hafði
eitt sinn verið þar kennari. — Nú er
þetta mikið mennasetur. Þar eru fimm
skólar: Héraðsskóli, menntaskóli, í-
þróttaskóli, húsmæðraskóli og barna-
skóli, og fleira athyglisvert. Þótti hin-
um erlendu gestum þetta allmarkvert.
Gott mun öllum hafa þótt „heilum
vagni heim að aka“ eftir ánægjulegt
ferðalag.
Norræna félagið býöur
til samkvæmis
Norræna félagið og góðtemplara-
reglan buðu námsskeiðgestum til kvöld-
samkvæmis í Sigtúni (Sjálfstæðishús-
inu). í forsæti voru þar fjármálaráð-
herrann Gunnar Thoroddsen og ráð-
herrafrúin, en ráðherrann er forseti
félagsins, en framkvæmdastjóri þess er
Magnús Gíslason, námsstjóri. Hann
bauð gesti velkomna og flutti ávarp,
lét mjög vel að tala sænska tungu,, en
næst flutti fjármálaráðherra ræðu.
Ræða ráðherrans.
Heiðruðu norrænu vinir og frændur.
Góðir íslendingar.
ísland er norrænt land og fólk. Saga
vor, menning, lífsskoðun, hugsjónir og
hugsanavenjur merkir oss sem nor-
ræna þjóð og krefst af oss samstarfs
við hinar norrænu þjóðirnar í orði,
verki og skilningi, —• jafnvel hvortsem
vér viljum eða ekki. Líkt og fjölskyldu-
einstaklingur, bróðir eða systir, getur
ekki afneitað skyldleikanum, ætterni né
blóðböndum, — tilheyrum við sömu-
leiðis Norðrinu.
Á þessu ári eru liðin tuttugu ár síð-
an Alþingi vort, elzta Alþingi heims-
ins, staðfesti vilja þjóðarinnar til nor-
rænnar samvinnu með svofelldri þings-
ályktun:
„Um leið og Alþingi vinnur að því,
að gera að veruleika hina aldagömlu
frelsishugsjón fólksins um íslenzkt lýð-
veldi, samþykkir þingið að senda hin-
um norrænu þjóðunum bróðurkveðju og
ósk um frelsi og farsæld, einnig að
lýsa yfir því, að það telur sjálfsagt að
íslenzka þjóðin leitist við, að varðveita
hin fornu skyldleika- og menningar-
tengsl, sem tengja þjóðir Norðurlanda,
og sé fús til þátttöku í norrænni sam-
vinnu að stríðinu loknu.“
Hin norræna samvinna er þegar orð-
in veigamikil sannreynd, og um leið
vitnisburður um það, hversu hugsjónir
og raunveruleiki getur unnið saman
hönd í hönd.
I dagskrá Norræna góðtemplara-
námsskeiðsins er svo að orði kveðið, að
Gunnar Thoroddsen, ráðherra.
góðtemplarar vilji keppa að frelsi,
bræðralagi og samvinnu þjóða.
Hin mikla þátttaka í þessu náms-
skeiði sýnir greinilega mikinn áhuga á,
bæði hugsjónum yðar og starfi og efl-
ingu norrænnar samvinnu.
Fyrir tíu árum mælti hinn danski
stjórnmálamaður og mikill áhugamað-
ur um norræna samvinnu, Hans Hed-
toft á þessa leið:
„Fram að þessu hefur oss miðað svo
vel, að nú er ekki til það félag né
félagasamband, er eitthvað má sín, að
það hafi ekki náið samband og sam-
vinnu við hliðstæð samtök á hinum
Norðurlöndunum. Allt hefur þetta ver-
ið og er framvegis svo veigamikið, að
það verður hreint ekki metið um of.
Það er þetta umfangsmikla og þétt-
riðna net vináttu- og samvinnuþráð-
anna um öll Norðurlönd, sem gefur
norræna samfélaginu sinn einstaka
styrkleika og varanleik. I þessu er ein-
mitt fólgin ástæðan til þess, að Norð-
urlandaþjóðunum hefur lánast að leysa
friðsamlega og skilningsríkast jafnvel
hin erfiðustu innbyrðis vandamál. Hér
er og að finna skýringuna á því, að
þessar þjóðir, þrátt fyrir þeirra að
ýmsu leyti ólíku ytri aðstæður í hinni
miklu heimsstyrjöld, komu út úr raun-
um þeirra ára með samstarfsvilja,
sterkari en nokkru sinni áður.“
Heiðruðu tilheyrendur.
Vér Islendingar óskum eftir nor-
rænni samvinnu í þessum anda.
Um meira en heillar aldar skeið hafa
hinar norrænu þjóðir ekki lyft vopni
hver gegn annarri. Og meira en heila
öld hafa þessar þjóðir verið fyrirmynd-
Báðherrafrúin Vala Thoroddsen.
ir annarra um friðsamlega lausn
vandamála sinna. Og nú efast enginn
um einlægan friðarvilja hinna norrænu
þjóða og frelsisást þeirra. I anda vin-
áttunnar hafa Norðurlandabúar unnið
og munu vinna framvegis."
Af góðtemplarareglunnar hálfu flutti
stórtemplar, Ólafur Þ. Kristjánsson,
allmikla og fróðlega ræðu, sem er þó
ekki unnt að birta hér, því miður. Karl
Wennberg, námsskeiðsstjórinn flutti
einnig þróttmikið ávarp. — Kristinn
Framliald á bls. 15.