Eining - 01.08.1964, Side 2

Eining - 01.08.1964, Side 2
2 EINING Séra Kristinn Stefánsson. stjóri,, ávarp og kveðju frá ríkisstjórn- stjórninni og svo var sungið: ísland ögrum skorið. Mótsstaður og húsakostur Fyrri hluti námsskeiðsins var í Reykjavík, til húsa í Hagaskóla. Hent- ugri og betri húsakynni hefði naumast verið unnt að velja. Skólinn er aðdá- anlega vistlegur, bjartur, rúmgóður og vandaður, en þó látlaus. — Aðalfundir námsskeiðsins voru í hátíðasal skólans, en fundir hópanna, sem voru 12, voru í kennslustofunum. 1 þessum ágætu húsakynnum fór vel um fundarmenn. Þar var einnig hægt að koma fyrir ofurlítilli sýningu og söluklefa, og var þar hægt að kaupa bækur, bréfspjöld og ýmsa minjagripi, sem útlendingar jafnan sækjast eftir, einnig prjóna- vöru. Tilhögun Aðalfundir hófust dag hvern klukk- an 9 árdegis. Þá voru jafnan fluttir fróðlegir og langir fyrirlestrar, oftast í tvennu lagi, en á eftir var spurninga- tími, og stundum var spurt um margt, en fyrirlesararnir fróðir og greiðir í svörum. — Eftir hádegi flutti Baldur Jónsson, magister, flesta dagana fróð- leik um Eddurnar og fornar og nú- tíma ísl. bókmenntir. Á eftir höfðu svo hóparnir 12 fundi sína, en á kvöld- um voru svo samkomur og þar rætt um starfsemina á hinum ýmsu Norð- urlöndum og ýmislegt til skemmtunar. Fyrirlesarar Þeir voru þessir — erlendir: Ragn- ar Lund, fræðslumálastjóri, ræddi æskulýðsvandamál Norðurlanda; Öy- stein Söraa, ritstjóri, ræddi áfengis- löggjöf Norðurlanda; John Forsberg, forstjóri, ræddi samstarf góðtemplara á Norðurlöndum. Þessir voru frá Sví- þjóð, Noregi, Finnlandi. Hinir íslenzku fyrirlesarar voru þessir: Jón R. Hjálmarsson, skólastj. ræddi sögu íslands; Baldur Jónsson, ræðuefni hans áður getið; Benjamín Eiríksson, bankastjóri, ræddi efnahag og atvinnulíf þjóðarinnar; Björn Th. Björnsson, listfræðingur, ræddi ís- lenzka list; Guðmundur Kjartansson, jarðfræðingur, ræddi jarðfræðilega hætti landsins; Steingrímur J. Þorst- einsson, prófessor, ræðuefni hans: bók- menntir og þjóðin. Ekki þurftu undirbúningsmenn að biðja afsökunar á vali fyrirlesaranna. Þeir gerðu viðfangsefnum sínum mikil og góð skil. — Ritstjóri Einingar gat ekki hlustað á þá alla, en yfirleittvar lokið lofsorði á málsmeðferð þeirra. Ragnar Lund flutti yfirgripsmikið og mjög ágætt erindi um æskulýðsvanda- málið, en líklega hefur þó fyrirlestur Steingríms J. Þorsteinssonar vakið einna mesta aðdáun. Erlendur ritstjóri lét þau orð falla, að á dr. Steingrím hefði hann getað hlustað allan daginn, og einn gagnmerkur íslendingur veg- samaði mjög erindi hans. Ekki þarf þessi athugasemd að móðga hina fyr- irlesarana íslenzku, því að þeir voru allir landi sínu til sóma, og hinir er- lendu gestir munu ekki hafa farið héð- an með neina litla hugmynd um land og þjóð. Þetta norræna góðtemplara- námskeið varð áreiðanlega góð land- kynning. Erlendu gestirnir munu hafa farið fagnandi heim, og við vorum þeim mjög þakklátir fyrir komuna. í samkvæmum, sem samfara voru náms- skeiðinu, voru oft fluttar ræður af beggja hálfu og frambornar góðar þakkir. Öruggt er það, að undirbúnings- nefndin vill koma á framfæri bezta þakklæti til allra, sem lögðu námsskeið- inu lið. Séra Kristinn Stefánsson gat þess, að allir, sem leitað var til, hefðu brugðizt vel við, allt frá forseta lands- ins, ríkisstjórn, borgarstjórn Reykja- víkur, bæjarsjórn Akureyrar, vissra stofnana og félaga, og eins einstakl- ingar, svo sem fyrirlesarar og fleiri. Og nú kemur til sögunnar hið frá- brugðna við námsskeiðið og skulu þá nefndar Ólafur Þ. Kristjánsson. Veizlur og ferðalög Borgarstjórn Reykjavíkur bauð til miðdegisverðar í veitingahúsinu Klúbbnum. Frú Auður Auðuns, forseti borgar- stjórnar, var þar í forsæti, bauð gesti velkomna og flutti eftirfarandi ávarp: í nafni Reykjavíkurborgar býð ég gesti okkar velkomna og vona að við getum átt hér saman ánægjulega kvöld- stund. Mér er það sérstök ánægja að bjóða velkomna gestina frá hinum norrænu frændþjóðum. Það gerist nú æ tíðar, að hér í Reykjavík séu haldnir nor- rænir fundir og mót, þar sem íslend- ingar hafa eftir síðari heimsstyrjöld- ina gerzt virkir aðilar að norrænu samstarfi á ýmsum sviðum. Áður fyrr voru margir hverjir ekki sérlega bjartsýnir á hugsanlegan ár- angur fyrir okkur af slíku samstarfi, og það er reyndar svo, að í sumum efnum eru hagsmunir og aðstaða svo ólík í löndum okkar, að tæpast er að vænta verulegs árangurs af samstarfi, en á öðrum sviðum, og þá ekki sízt á sviði menningarmála — og félagsmála, hefur það sýnt sig að norræn sam- vinna er æskileg og vænleg til árang- urs. Við íslendingar teljum hana hafa orðið okkur á margan hátt til ávinn- ings og ánægju, og ég vona að sú verði reyndin af samstarfi norrænna góðtemplara. Ég sé af dagskrá norræna góð- templaranámsskeiðsins, að fluttir verða

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.