Eining - 01.08.1964, Qupperneq 6

Eining - 01.08.1964, Qupperneq 6
6 EINING Sigurgeir Albertsson, form. Bindindisfélags ökumanna. Auk margra starfskrafta hafa tveir fastráðnir og launaðir starfsmenn ver- ið í þjónustu samtakanna, ennfremur sérstakur leiðbeinandi í æskulýðsdeild- unum, sem talið er að eigi fremur erf- itt uppdráttar. Frá 1961 hefur bílum og mótorhjól- um fjölgað í Noregi úr 540,000 í 740,- 000 til síðustu áramóta. Á þessu stutta tímabili hefur bílum í einkaeign fjölg- að úr 218,000 í 360,000. í þessum efn- um er víst sama sagan í flestum menn- ingarlöndum, bílafjöldinn eykst stöðugt og umferðin verður mannskæðari. Yfir hundrað þúsund farast víðs vegar um heim í umferðinni árlega, samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Þetta er geigvænlegt menningarmein. 1 Danmörku og Finnlandi eflast einnig bindindisfélög ökumanna og tryggingafélög þeirra, en blaðið hefur ekki við hendina skýrslur um þau. — Tryggingafélög bindindismanna eru ennfremur í Englandi, Canada, Ástra- líu og víst víðar. Ekki veitir af að efla slíka starfsemi, allt sem lýtur að meiri gætni í umferðinni. * Bindindis- og umferðarmálasýning Bindindisfélag ökumanna og íslenzk- ir ungtemplarar settu upp allmyndar- lega umferðar- og bindindismálasýn- ingu í Templarahúsinu í Reykjavík dagana 10. og 11. júlí, og var hún að vissu leyti tengd aðalfundi NUAT. Var hún mjög athyglisverð og allvel sótt. Einn þáttur hennar var bifreiðasýning, en allmörg verzlunarfélög tóku þátt í sýningunni. í sýningarnefnd voru þess- ir: Jóhann Björnsson, Kristinn Breið- fjörð Eiríksson, Sigurður Jörgenson, Einar Hannesson, Leifur Halldórsson og Tómas Símonarson. I sýningarritinu er sagt að Bindind- isfélag ökumanna hafi verið stofnað 29. september 1953. Þetta er ekki rétt, þá var aðeins framhaldsstofnfundur, en stofnfundurinn var 28. júlí. Þann dag eru skráð í dagbók mína þessi orð: „Klukkan 9 síðd. stofnuðum við Bind- indisfélag ökumanna. Aðeins um helm- ingur þeirra manna, sem ráðnir eru í að vera þar félagsmenn, gátu komið til fundar, verður því framhalds-stofn- fundur síðar.“ I stjórn voru þá kjörn- ir: Sigurgeir Albertsson, trésmíða- meistari, ritari: Ásbjörn læknir Stef- ánsson, gjaldkeri: Guðjón Guðlaugs- son, trésmíðameistari. Ritari fundarins var Jón Gunnlaugsson, stjórnarráðs- fulltrúi. Tveir þessara manna eru enn í stjórninni, Sigurgeir Albertsson, form. og Ásbjörn Stefánsson, en hann hefur verið framkvæmdastjóri félagsins und- anfarin ár. Nú eru í félaginu 13 deildir og 4 minni hópar. Alls 870 félagar. — Þegar félagið kom á góðaksturskeppni í fyrsta sinni, vakti hún athygli um allt Asbjörn Stefánsson, framkvæmdastjóri i Bindindisfélags ökumanna. land. Hún var nýjung, heppnaðist vel og blöð og útvarp gátu hennar ræki- lega. Síðan hefur félagið komið á góð- aksturskeppni hvað eftir annað. Bindindisfélag ökumanna hefur gert ýmislegt á undanförnum árum, til þess að efla félagsskapinn, gefið út tímarit- ið Umferö og annað minna rit, Braut- ina, haft gluggasýningu og tekið þátt í bindindis- og umferðasýningum, komið á vel heppnuðum bílkvöldum, og fleira mætti nefna. Merkasta framtakið var þó stofnun Ábyrgöar, tryggingafélags bindindismanna. Þar naut BFÖ góðrar aðstoðar sænska tryggingafélagsins Ansvars. Á s.l. vetri gekkst svo BFÖ í samstarfi við Slysavarnafélag íslands fyrir útkomu bókarinnar Maöurinn við stýrið. Tryggingafélagið Ábyrgð Það hóf rekstur sinn að Laugavegi 133, Reykjavík, í marz 1961. Það er því mjög ungt, en hefur nú 50 umboðs- menn starfandi víðs vegar um landið. „Ábyrgð h.f. hefur lagt ríka áherzlu á að koma fram með nýjungar í trygg- ingamálum til þess að geta veitt við- skiptavinum sínum sem fjölbreyttasta og beztu tryggingavernd. Má þar nefna kaskótryggingar Ábyrgðar og allt-í- eitt tryggingar fyrir heimilið og ferða- lagið. Einnig geta viðskiptavinir Á- byrgðar fengið svokallaða „græna korts“ tryggingu hjá félaginu, þ.e. á- byrgðartryggingu fyrir bíla, sem gildir erlendis. Með aðstoð Ansvar Insurance Co. í London er félaginu kleift að gefa út slík skírteini. Starfsemi félagsins hefur gengið vel og hafa nú um 1500 bifreiðar verið tryggðar hjá félaginu og um 500 heim- ili njóta nú allt-í-eitt heimilistrygging- ar Ábyrgðar.“ Framkvæmdastjóri félagsins er Jó- hann E. Björnsson, en stjórnarformað- ur: Helgi Hannesson, deildarstjóri, rit- ari: Óðinn S. Geirdal, skrifstofustjóri, gjaldkeri: Sveinbjörn Jónsson, for- stjóri, og meðstjórnendur Ásbjörn læknir Stefánsson og Sigurgeir Al- bertsson, trésmíðam. Viðskiptavinir allra Ansvarsfélag- anna voru 320 þúsundir um síðustu áramót og heildariðgjöldin námu 520 milljónum ísl. króna. Islenzkir ungtemplarar Þeir voru annar aðilinn, sem kom upp Bindindis- og umferðarmálasýn- ingunni. Þetta eru æskulýðsfélög á veg- um góðtemplarareglunnar, aldursflokk- urinn sem tekur við af barnastúkun- um eftir 14 ára aldur. Samband þeirra var stofnað á sumardaginn fyrsta árið 1958. Deildirnar eru nú 9 og félagar alls 815. Þeir hyggja á stofnun deilda sem víðast í landinu. Félagsstarfsemi IUT er í þremur höfuðgreinum: Funda- og skemmtistarfsemi, íþróttir og ferða- lög, og tómstundaiðja. Á hvaða aldur- skeiði sem er, þá er markmið góðtempl- ara alltaf og alls staðar hið sama: feg- urra, frjálsara og fullkomnara líf ein- staklinga og þjóða. — Bræðralag allra manna er hugsjón þeirra og áfengis- laus menning. Formaður íslenzkra ungtemplara er og hefur verið frá uphafi séra Árelíus

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.