Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 10
8
Höskuldur Þráinsson
þætti íslenskukennslunnar. En Halldór þurfti líka að taka að sér að
kenna hljóðfræði og fjalla um íslenskar mállýskur. Þar var hann ná-
kvæmur kennari, en ég held að honum hafí aldrei þótt hljóðfræði eða
hljóðfræðikennsla sérstaklega skemmtileg. Að minnsta kosti urðu þau
fræði aldrei mikilvægur hluti af rannsóknasviði Halldórs. Mig grunar
líka að hann hafi haft mun minni áhuga á samræmingu framburðar en
fyrirrennari hans hafði og það hafi ráðið nokkru um afdrif þess máls.
Það dagaði uppi, eins og kunnugt er, og ég held að ýmsir eigi eftir að
þakka Halldóri það síðar, því hann hefði hæglega getað beitt sér meira
í því ef hann hefði viljað.
Halldór hafði mestan áhuga á orðfræði af ýmsu tagi og doktorsrit
hans fjallaði um íslensk orðtök (1954). Það var eðlilegt að hann fengi
áhuga á merkingarfræði í framhaldi af þeim rannsóknum, ekki síst
sögulegri merkingarfræði og rannsóknum á merkingarþróun orða, og
ég held hann hafi orðið fyrstur íslenskra háskólakennara til þess að
taka upp kennslu í merkingarfræði. En þessi orðfræðiáhugi leiddi
hann líka í aðra átt, nefnilega að nýyrðasmíð, íðorðastarfi og ýmiss
konar orðasöfnun. Þar vann hann mikið starf, bæði við útgáfu á ný-
yrðasöfnum (Nýyrði II-IV 1954-1956), við útgáfu á Viðbæti Blön-
dalsorðabókar, í stjóm Orðabókar Háskólans og í Orðanefnd Félags
byggingaverkfræðinga. Reyndar má segja að nýyrðasmíðin hafi orðið
að sérstakri íþróttagrein hjá Halldóri en hann reyndi alltaf jafnframt að
tengja þá íþrótt við fræði sín og hafði mikil áhrif á þann hátt.
í þeirri námsskipan sem var í gildi þegar Halldór kom til starfa sem
háskólakennari og síðan næstu fimmtán árin eða svo var á svokölluðu
fyrrihlutaprófi prófað í hagnýtum þáttum sem vörðuðu kennslu og
Halldór mun löngum hafa haft umsjón með þeim hluta. Þessi þáttur
hefur haldist alla tíð sem hluti íslenskukennslunnar en verið misgild-
ur. Nú er hann að eflast á ný í svokölluðu M.Paed.-námi, sem er ætl-
að verðandi kennumm, og ég þykist viss um að Halldór hefði kunnað
því vel að sjá sitt gamla umsjónarsvið komast til aukinnar virðingar á
þann hátt.
Eg kynntist Halldóri sem kennara við Háskóla Islands einkum í
framhaldsnámi mínu í málfræði. Þá var skipulag íslenskunámsins orð-
ið þannig að nemendur sérhæfðu sig í málfræði eða bókmenntum að