Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 13
BALDUR RAGNARSSON
Planmál
0. Inngangur
Heitið planmál er skilgreint í íslenskri orðabók Áma Böðvarssonar sem
„gervimál, tungumál búið til eftir fyrirfram gerðri áætlun til að gera það
laust við flóknar og handahófskenndar reglur þjóðtungnanna“. Þess ber
þegar að geta að höfundar og aðstandendur þeirra mála hafa ætlað þeim
það hlutverk að geta orðið alþjóðamál, þ.e. alþjóðleg hjálparmál.
Þórbergur Þórðarson mun fyrstur hafa notað heitið planmál í bók
sinni Alþjóðamál og málleysur (1933). Tók Þórbergur heitið eftir
Wúster (1931), en í bók sinni kallar Wúster slíkt mál Plansprache.
Telur Þórbergur að heitið tilbúið mál, sem áður hafði tíðkast, sé vill-
andi þar sem slík mál séu ekki í raun og veru „búin til“ í þeirri merk-
ingu að þau séu sköpuð að nýju frá grunni, heldur séu þau „úrval úr
frumpörtum þjóðtungnanna, sem eru samandregnir í eina heild og
samræmdir eftir hugsuðum reglum“ (Þórbergur Þórðarson 1933:64).
Skilgreining íslenskrar orðabókar hér að ofan er almenns eðlis og
nær jafnt yfir svonefnd a priori-mál, sem eru alger höfundarverk og
sækja ekki orð og málfræði til náttúrumálanna, og svonefnd a poster-
iori-mál sem að mestu eða öllu leyti eru byggð upp af orðaforða sem
valinn er úr náttúrumálum og líkja eftir þeim málfræðilega. Þórbergur
á aftur á móti augljóslega eingöngu við a posteriori-mál í sínum rök-
stuðningi við orðið planmál.
Orðin a priori og a posteriori um flokkun tilbúinna mála voru fyrst
notuð í Histoire de la Langue Universelle eftir Couturat og Leau
(1907), sem er enn grundvallarrit um planmál og sögu þeirra. Þar er
lýst 55 planmálum og höfundar skipta þeim í þrjá flokka. Þau málkerfi
sem eru að öllu leyti frumsköpuð af höfundum sínum og sækja ekkert
til náttúrumálanna nefna þeir systémes a priori, sem kannski mætti
kalla frumsamin málkerfí. Þau málkerfi sem nota náttúrumálin að
fyrirmynd og taka þaðan að láni nær öll málfarsleg atriði, orð og mál-
íslenskt mál 22 (2000), 11-61. © 2001 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.