Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 14
12
Baldur Ragnarsson
fræðireglur, nefha þeir systémes a posteriori og þau mætti e.t.v. nefna
tilsniðin málkerfi. I þriðja flokknum eru svo þau málkerfi sem nýta í
misjöfnum mæli einkenni beggja þessara andstæðu flokka, þau nefna
þeir systémes mixtes eða blönduð málkerfi.
Markmið þessarar greinar er að lýsa þeim planmálum sem náð hafa
því stigi að vera notuð sem ritmál eða bæði sem ritmál og talmál. Slík
lýsing ætti t.d. að geta verið forvitnileg fyrir málfræðinga, málfræði-
nema og málanema, m.a. vegna þess að hún sýnir hvaða málfræðiat-
riði það eru sem höfundum planmála hefur þótt nauðsynlegt að nýta
sér, hvemig þeir hafa nýtt sér þau og hverju þeir hafa sleppt af því sem
við þekkjum úr náttúrumálunum. Eins gætu aðrir áhugamenn um
tungumál haft gaman af því að skoða þessi planmál. Þess vegna er
þessi umfjöllun ekki strangfræðileg heldur fremur ætluð til fróðleiks.
Efni greinarinnar er skipað niður með eftirfarandi hætti: í fyrsta
kafla er fjallað um hugmyndir og tilraunir um planmál á 17. og 18.
öld. Er þar fyrst sagt frá hugmyndum þeirra Descartes og Comenius.
Þá er fjallað um rökfræðileg planmálskerfi Dalgamos, Wilkins og
Leibniz og fmmsamda málið (a priori-málið) solresol. Síðan er sér-
stakur kafli um hugmyndir Rasmusar Rasks um planmál sem almennt
hjálparmál. í þriðja kafla er fjallað um mál Jóhanns Schleyers,
volapiik, sögu þess og formgerð. í fjórða til áttunda kafla er fjallað
um þau tilsniðnu mál (a posteriori-mál) sem hafa náð því stigi að vera
notuð sem ritmál eða sem ritmál og talmál, þ.e. esperanto, ido, novi-
al, occidental og interlingua. I níunda kafla em megineinkenni þess-
ara planmála borin saman og gildi þeirra sem alþjóðlegra samskipta-
mála metið í víðu samhengi.
1. Hugmyndir um og tilraunir með frumsamin planmál
á 17. og 18. öld1
1.1 Descartes
Svo er talið að elsta hugmynd um gerð almenns planmáls komi fram
hjá René Descartes (1596-1650) í bréfi til Mersennes ábóta, dagsettu
1 Efni þessa kafla og fleiri kafla hér á eftir er einkum sótt í rit Drezens (1967) þótt
ekki sé alltaf vitnað beint til þess um hvaðeina.