Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 15
Planmál
13
20. nóvember 1629 (Drezen 1931:28, vitnað til Oeuvres complétes
eftir Descartes 1827). Descartes vitnar þar til hugmyndar um tilbúið
mál sem faðir Mersenne hafði sett fram í bréfi til hans. Er Descartes
hlynntur þessari hugmynd og nefnir nokkur meginatriði sem hann tel-
ur að eigi að leggja til grundvallar slíku máli. Málfræðin verði að vera
fullkomlega regluleg og markmiðið rökfræðilegt og heimspekilegt
fremur en hversdagslegt í þágu almennra samskipta. Það skuli vera
byggt upp af algildum táknum fyrir hluti og hugmyndir, hliðstæðum
talnakerfi. Þessi tákn verði að vera auðvelt að læra, rita og bera fram.
Þótt hið nýja mál yrði í upphafi einkum mál heimspekinnar myndi það
smám saman fá lýðræðislegt útbreiðslugildi fyrir heimspekilegar hug-
myndir meðal alþýðu sem gæti þá betur dæmt um sannleikann en
heimspekingamir (orðrétt: „les paysans pourroient mieux iuger de la
vérité des choses que ne font maintenant les philosophes“). Descartes
útfærði þó ekki nánar slíkt rökfræðilegt málkerfi.
1.2 Comenius
Tékkneski heimspekingurinn og uppeldisfrömuðurinn Jan Amos
Komensky (Comenius) spáði því í riti sínu Via lucis (1641) að sá tími
kæmi að mannkynið tæki í notkun alþjóðlegt hjálparmál, margfalt ein-
faldara og fljótlærðara en nokkurt náttúrumál. Hann fjallaði einnig
síðar um þessa sömu hugmynd í kaflanum Panglottia í verki sínu Pan-
augia (1662) sem þó hefur aðeins varðveist í brotum.
1.3 Dalgarno
George Dalgamo (1626(?)-1687), skólakennari í Aberdeen og áhuga-
maður um mál daufdumbra og hraðritun, setti fram tillögu um rök-
fræðilegt mál 1661 sem hann nefndi Ars Signorum. Mál þetta var
byggt upp af röklegri flokkun hugmynda í anda Descartes. Dalgamo
flokkaði þekkingarheiminn í 17 deildir sem hann táknaði með upp-
hafsstöfum, t.d. A (lífvemr og hlutir), H (efni), E (atburðir), K (stjóm-
mál). Undirdeildir vom auðkenndar með lágstöfum, annaðhvort lat-
neskum eða grískum (Ke ‘dómsmál’, Ku ‘styrjaldir’). Tvenns konar
skipting til viðbótar var enn möguleg þannig að orð vom mynduð með
allt að fjómm bókstöfum (t.d. Ska ‘trúarbrögð’, Skan ‘blessun’).