Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Side 16
14
Baldur Ragnarsson
1.4 Wilkins
Málkerfi Dalgamos hlaut litlar undirtektir en hafði þó áhrif á John
Wilkins, biskup af Chester (1614—1672), og hvatti hann til að setja
fram eigið málkerfi 1668 í riti sínu An Essay Towards a Real Charac-
ter and a Philosophical Language. Wilkins skipaði hugmyndum og
hugtökum í 40 flokka sem hann skipti síðan í undirflokka og tegund-
ir. Allir flokkar, undirflokkar og tegundir, eru auðkenndir með sérstök-
um rittáknum, láréttum, beinum og brotnum, með margs konar til-
brigðum í miðju og aftast auk viðtengdra smámerkja, hringa, punkta,
bókstafa og tölustafa sem tákna málfræðileg form eða sýna afleiðslu.
Þessum rittáknum má umbreyta í hljóðasambönd og fjölga eftir því
sem flokkur varð marggreindari. Sem dæmi um flokkunarkerfi Wil-
kins má taka eftirfarandi röð: De (frumefni), Deb ‘fyrsta undirflokkun
frumefna, eldur’, Deba ‘hluti elds, logi’, Det ‘fimmta undirflokkun
frumefna, fyrirbæri á himni’, Deta ‘regnbogi’. Setningin Verði þinn
vilji svo á jörðu sem á himni hljóðar svo á máli Wilkins yfirfærð í bók-
stafi: Jo velpi ral ai ril potoi hai faba raty.
Bók Wilkins var vel tekið af bresku vísindaakademíunni sem fól
Christopher Wren að semja um hana sérstaka skýrslu. Max Miiller lét
svo ummælt 1870 að málkerfi Wilkins væri svo hugvitssamlegt að það
verðskuldaði viðurkenningu sem afrek eins manns þótt flokkun hans
á mannlegri þekkingu væri ekki fullkomin (Drezen 1967:42).
1.5 Leibniz
Rökfræðileg málkerfi Wilkins og Dalgamos voru háð heimspekilegri
sýn höfundanna í anda Descartes, þau voru dæmigerð fyrir frumsam-
in mál (systémes a priori) og jafnframt pasígrafísk, þ.e. skráð með
sérstökum rittáknum, þótt rittáknakerfi Wilkins mætti að vísu yfirfæra
í orð, og þau hlutu enga útbreiðslu. Öðm máli gegnir um hugmyndir
Gottfried Wilhelm Leibniz (1646-1716). Leibniz fékk snemma áhuga
á heimspekilegu máli og kynnti sér verk þeirra Dalgamos og Wilkins
sem hann taldi ábótavant. Setti hann sjálfur fram rökfræðilegt talna-
líkan byggt á þeirri kenningu að öll hugtök væm samsett af einföldum
hugmyndum. í því kerfi táknuðu frumtölur einfaldar hugmyndir og
margfeldistölur þeirra samsett hugtök. Tölugildin mátti svo yfirfæra í