Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 17
Planmál
15
bókstafi og orð. Samkvæmt þessu kerfi væri t.d. talan 1374 skrifuð
mubodilefa og borin fram eftir því.
Síðar komst Leibniz að þeirri niðurstöðu að heimspekilegt tákna-
kerfi af þessu tagi yrði flóknara en hann hafði talið í fyrstu. Þó hafn-
aði hann ekki slíku málkerfi sem endanlegu markmiði en þar til yrði
að leita annarra leiða. Þar hallaðist hann helst að einfaldaðri latínu.
Beygingar nafnyrða og sagna mætti fella niður að mestu og jafnvel
fækka orðflokkum. Sérhvert nafnorð væri þannig gert jafngilt lýsing-
arorði sem með stæði ens eða res (t.d. idem est homo quod ens hum-
anum ‘maður er hið sama og mannleg vera’). Með sömu aðferð mætti
tákna allar sagnir með sögninni ‘vera’ ásamt lýsingarorði (t.d. skribit
‘skrifar’ væri þá est scribens ‘er skrifandi’).
1.6 Solresol
Athyglisvert er fráhvarf Leibniz frá hugmyndum um frumsamið heim-
spekilegt málkerfi til tilsniðins málkerfis þar sem kerfi náttúrumáls
var lagt til grundvallar. Tími frumsaminna mála var þó ekki liðinn.
Frumlegast þeirra er málið solresol eftir franska kennarann Jean Sudre
(1817-1866) sem hann birti fyrst 1827 en hélt áfram að vinna að allt
til dauðadags. Fullkomin kennslubók og orðabók kom ekki út fyrr en
1866, fjórum árum eftir daga höfundarins. Sudre hlaut sérstaka viður-
kenningu frönsku akademíunnar fyrir mál sitt og ýmsir nafnkunnir
menn luku á það lofsorði, t.d. Alexander Humboldt og Victor Hugo.
Um tíma hlaut solresol nokkra útbreiðslu í Englandi en þó einkum í
Frakklandi þótt vafasamt sé að nokkur hafi lært það að gagni.
Sudre byggði mál sitt á alþjóðlegum heitum sjö grunnnótna og
mynda þau einu atkvæði málsins. Byggir samsetning þeirra á ýmsa
vegu upp orðaforðann og málfræðina. Orðaforði solresol er þannig að
öllu leyti frumsaminn (a priori) en málið er ekki byggt á rökfræðilegri
flokkun hugmynda eins og t.d. mál Wilkins. Atkvæðafjöldi orða er frá
einu atkvæði og upp í fimm, eftir því hvort orðin eru mynduð af einni,
tveim, þremur, fjórum eða fimm nótum. Orð með einni eða tveim nót-
um mynda smáorð og fomöfn:
si ‘já’, do ‘nei’, re ‘og’, mi ‘eða’, sol ‘ef’, dore ‘ég’, domi ‘þú’,
dofa ‘hann’, redo ‘minn’, remi ‘þinn’, refa ‘sinn’ o.s.frv.