Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 18
16
Baldur Ragnarsson
Algengust eru þriggja nótna orð:
doredo ‘tími’, doremi ‘dagur’, dorefa ‘vika’, doresol ‘mánuður’,
dorela ‘ár’, doresi ‘öld’
Samsetningum með fjórum nótum er skipt í sjö flokka eftir fyrstu nótu
í orði. Nótan do táknar líkamlega og andlega eiginleika mannsins, nót-
an re fjölskyldu og heimili, nótan mi mannlegar athafnir og galla, nót-
an fa ferðalög, stríð og sjómennsku, nótan sol listir og vísindi, nótan
la iðnað og verslun og nótan si táknar stjómmál og félagsmál. Fimm
nótna orð mynda orðaforða steinaríkis, jurtaríkis og dýraríkis.
Um orðmyndunarreglur er það helst að segja að leiða má nöfn
hluta, persóna, lýsingarorð og atviksorð af sögn og þá em hin afleiddu
orð auðkennd sérstakri áherslu á fyrsta, öðm, þriðja og fjórða atkvæði
orðsins, en flokkar orða hafa mismunandi áherslumynstur. Þetta er
sýnt með í eftirfarandi dæmum, þar sem áherslan er táknuð með hatti
yfir sérhljóða:
gmnnorð: sirelasi (so.) ‘stofna, setja á stofn’
afleidd orð: sirelasi (no.) ‘stjómarskrá’
sirélasi (no.) ‘kjósandi’
sirelási (lo.) ‘stjómarfarslegur’
sirelasi (ao.) ‘stjómarfarslega’
Andstæð merking fæst með því að snúa við röð atkvæða í orði:
domisol ‘Guð’ solmido ‘Satan’
misol ‘hið góða, góðvild’ solmi ‘hið illa, illska’
sollasi ‘fara upp’ silasol ‘fara niður’
Varðandi beygingu má nefna það að fleirtölu má tákna með því að
tvöfalda samhljóðann á undan síðara eða síðasta sérhljóði orðsins.
Þannig merkir dofa ‘hún’ og doffa ‘þær’. — Fall nafnliða kemur fram
á greini, þannig að la er nefnifall og þolfall greinisins, fa þágufall og
lasi eignarfall og sviptifall. — Lýsingarorð beygjast ekki og fara á eft-
ir nafnorði. Stigsmun lýsingarorða má hins vegar sýna með smáorð-
unum fasi (stækkun) og sifa (minnkun). Þannig er miðstig myndað
með því að setja þessi orð á undan viðkomandi orði en hástig með því