Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 21
Planmál
19
Ekki er kunnugt um að Rask hafi reynt að semja drög að almennu máli
samkvæmt þessum leiðarvísi né heldur að hugmyndir hans hafi orðið
öðrum kunnar. Engu að síður eru þessar reglur Rasks um gerð al-
menns hjálparmáls efnislega í samræmi við gerð flestra þeirra til-
sniðnu mála sem síðar hafa komið fram.
3. Volapiik
3.1 Saga
Árið 1880 kom út í Þýskalandi fyrsta kennslubókin í volapiik, því
planmáli sem fyrst náði útbreiðslu og var notað sem lifandi mál:
Volapiik — die Weltsprache. Entwurf einer Universalsprache fur alle
Gebildete der ganzer Erde. Á titilsíðu standa einkunnarorð á latínu:
„Unam uni generi humano linguam!“ ‘eina tungu einu mannkyni’, en
á volapiik hljóðar þetta svo: „Menade bal piiki bal“ ‘einum heimi eina
tungu’ (menade, þgf. af menád ‘heimur’, bal ‘einn’, puki þf. af púk
‘tungumál’). Höfundurinn var kaþólskur preláti í Bæjaralandi, Johann
Martin Schleyer (1831-1912). Málið vakti þegar allmikla athygli og á
næstu árum, fram til 1889, var framgangur þess slíkur að ljóst var að
planmál var vel nothæft sem samskiptamál. Á þessu tímabili voru
stofnuð um 300 félög um málið, yfir 1000 kennarar fengu réttindi til
að kenna það, 316 kennslubækur og bæklingar komu út á 28 málum
(m.a. á basknesku og kínversku) og 23 blöð og tímarit voru alls gefin
út á málinu.
Á næstu tveim til þrem árum hnignaði volapiik-hreyfingunni þó
hratt og áhuginn á málinu dofnaði. Orsakir þess má rekja til málsins
sjálfs sem var of erfitt þrátt fyrir reglubundna málfræði, en þó öllu
fremur til einræðistilhneigingar Schleyers innan hreyfingarinnar og
afskipta hans af stjómum félaganna. Jafnframt hélt höfundurinn fast
um einkarétt sinn á málinu og leyfði engar breytingar sem gætu stuðl-
að að þróun þess.
Á þriðja alþjóðaþingi volapukista í París 1889, þar sem öll þing-
störf fóm fram á volapuk, var einræðisstefnu Schleyers hafnað og sér-
stök málnefnd kosin til að stýra þróun málsins án afskipta hans. Höf-
undurinn einangraðist þannig ífá hreyfingunni ásamt örfáum tryggum
fylgjendum. Endurskoðun málsins gekk þó hægt, enda var volapuk-