Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Síða 22
20
Baldur Ragnarsson
hreyfingin í upplausn. Forseti málnefndarinnar, Auguste Kerckhoffs,
fórst í jámbrautarslysi 1903. Eftirmaður hans, Rússinn V. K. Rozen-
berger, lagði að lokum fram nýtt mál sem átti ekkert sameiginlegt með
máli Schleyers. Þetta planmál, idiom neutral, náði þó engri útbreiðslu
og kom þar margt til, ekki síst nýtt planmál sem nú var komið til sög-
unnar, esperanto.
En þótt volapuk hafi lokið sögulegu hlutverki sínu fyrir síðustu
aldamót hefur það samt aldrei dáið út með öllu. Nokkur hreyfing
myndaðist um málið í Hollandi á árunum eftir síðari heimsstyrjöld en
hún varð skammvinn. Málgagn eftirstríðshreyfingarinnar, Vola-
piikagased, kom síðast út 1963.
3.2 Yfirlit yfir formgerð volapiiks
3.2.1 Um stafróf og hljóðkerfi
Helstu atriði um stafróf og hljóðkerfi má draga saman á þessa leið:
8 sérhljóð (allt einhljóð): a, e, i, o, u, a [e], ii [y]
20 samhljóð: b, c [t|], d,f, g, h [\],j [/], k, l, m, n, p, r, s, t, v, x
[ks], y [j], z [ts], ’ (fráblásturshljóð, „h aspirée“).
Sérhver bókstafur táknar alltaf eitt og sama hljóð. Áhersla fellur alltaf
á síðasta atkvæði orðs.
3.2.2 Helstu orðflokkar og sérkenni þeirra
Hér verður bent á nokkur atriði sem varða einkenni helstu orðflokka,
bæði beygingu og myndun:
NAFNORÐ
Fall: 4 föll, nefnifall endar alltaf á samhljóða, 3 aukaföll táknuð með
sérhljóðaviðskeytum: -i (þolfall), -e (þágufall), -a (eignarfall).
Tala: Fleirtala er mynduð með -s og sú ending kemur aftan á viðkom-
andi fallendingu. Dæmi: dom ‘hús’(bandstrik notuð til skýr-
leika, en yfirleitt eru viðskeyti (beygingarendingar) ekki að-
greind þannig í texta á volapuk):