Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 26
24
Baldur Ragnarsson
löf-ön ‘(að) elska (nh.)’, löf-om-la ‘(þótt) hann elski
(3.p.et.nt.vh.)’, a-löf-ob-la ‘(þótt) ég elskaði
(l.p.et.þt.vh.)’, löf-om-ös ‘(óskandi að) hann elski
(3.p.et.nt.óskh.)’, löf-ol-s-öd ‘elskið! (2.p.ft.bh.)’, löf-ol-
öz ‘elskaðu!! (2.p.et.nt.skiph.)’, löf-öl ‘elskandi (lh.nt)’
Mynd: Þolmynd er sýnd með forskeytinu p- eða pa- (í nútíð).
Dæmi:
a-löf-on ‘vera elskaður (þm.nh.)’, p-a-löf-ol ‘þú varst
elskaður (þm.þt.3.p.)’
3.2.3 Setningagerð
Sjálfgefin orðaröð er FSA (frumlag-sögn-andlag), en fomöfn sem
gegna frumlagshlutverki eru þó tengd við sagnir til að tákna persónu
og tölu (sbr. áður). Beint andlag fer á undan óbeinu ef sögn tekur með
sér tvö andlög. Fullyrðingarsetningum er breytt í spumingu með að-
skeytinu li sem er ýmist undansett eða eftirsett:
löfom ‘hann elskar’, li-löfom eða löfom-li ‘elskar hann?’
Neitun er táknuð með no á undan sögninni:
no löf-ons-lil ‘elskið þið ekki?’
Viðtengingarháttur er almennt notaður í aukasetningum og í óbeinni
ræðu.
3.2.4 Orðaforði og orðgerð
Orðaforði volapúks er að mestu tekinn úr ensku en einnig nokkuð úr
þýsku, frönsku og latínu. Orðunum er þó að jafnaði breytt talsvert til
hljóðfræðilegrar aðlögunar eða einföldunar. Þannig enda beygjanleg
fallorð aldrei á hljóðunum c, j, s, x, z vegna þess að þá væri erfitt að
bæta fleirtöluendingunni -s við. Stofnar nafnorða em nær ávallt ein-
kvæðir til þess að komast hjá of löngum afleiddum orðum (einkum
sögnum). Sveifluhljóðið r kemur afar sjaldan fyrir (af tillitssemi við
Kínverja, gamalmenni og böm að sögn Schleyers), í staðinn kemur
hljóðið / þar sem búast mætti við r. Tvöfaldir samhljóðar fara aldrei
saman, ekki heldur tvöfaldir sérhljóðar. Loks má nefna að allir orð-