Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 27
Planmál
25
stofnar verða að enda á samhljóða. Afleiðing þessara reglna er sú að
orðin eru oftast æði mikið umbreytt frá frummálunum. Dæmi:
úr ensku: lif ‘líf’ (/;/<?), löf ‘ást’ (love), mun ‘máni’ (moon), flen
‘vinur’ (friend), led ‘rauður’ (red), lol ‘rós’ (rose), yel
‘ár’ (year), vol ‘heimur’ (world), puk ‘mál’ (speech),
volapiik ‘heimsmál’ (vola ef. af vol)
úr latínu: dol ‘sársauki’ (dolor), sap ‘viska’ (sapientia), tal ‘jörð’
(terra)
úr þýsku: fel ‘akur’ (Feld), lit ‘ljós’ (Licht), vun ‘sár’ (Wunde)
úr frönsku: plim ‘hrós’ (compliment), kadem ‘akademía’ (acadé-
mie),fot ‘skógur’ (forét)
Orð sem hefjast í frummáli á sérhljóði fá / á undan sérhljóðinu: lab
‘hafa’ (fr. avoir), lil ‘eyra’ (e. ear), log ‘auga’ (þ. Auge).
Viðskeyti og forskeyti eru annars notuð til að sýna tiltekin mál-
fræðileg atriði með beygingu, eins og þegar hefur komið fram, en
einnig sem orðmyndunarviðskeyti sem mynda þá nýja stofna, oft með
reglulegri merkingarbreytingu. Hér eru nokkur dæmi um orðmyndun-
araðskeyti (þ.e. viðskeyti og forskeyti):
-il (smækkun): kat ‘köttur’, katil ‘kettlingur’
-av (fræðigrein, vísindagrein): stel ‘stjama’, stelav ‘stjömufræði’
-á (hugmynd, eiginleiki): kap ‘höfuð’, kapal ‘greind’
-em (samsafn, fjöldi): flol ‘\Aóm\ flolem ‘blómvöndur’
da- (þrengir merkingu sagnar): tuvön ‘finna’, datuvön ‘finna upp’
gi- (endurtekning): mekön ‘gera’, gimekön ‘endurtaka’
gle- (stækkun): zif ‘þorp’, glezif ‘borg’
3.3 Málgerð og textadœmi
Volapúk telst til blandaðra planmála samkvæmt skilgreiningu
Couturats og Leaus (1907), þ.e. hefur að sumu leyti einkenni aðlag-
aðra mála og að öðm leyti einkenni fmmsaminna mála. Hér er að lok-
um hluti af faðirvorinu á volapúk:
O Fat obas, kel binol in suls, paisaludomöz nem ola! Kömomöd monargán
ola! Jenomöz vil olik, ás in súl, i su tal! Bodi obsik vádeliki givolös obes