Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Qupperneq 29
Planmál
27
kennslubókin í málinu kom út 1887. Var hún á rússnesku en kom fljót-
lega út á fleiri málum. Málið birti Zamenhof undir dulnefninu Dr.
Esperanto, þ.e. dr. Vonandi, og færðist það nafn fljótlega á málið
sjálft. í þessari fyrstu bók, Unua Libro de Esperanto eins og hún er
venjulega nefnd, er að finna málfræðireglur málsins í 16 greinum,
fyrsta orðasafn þess, stuttar þýðingar úr Biblíunni, þýðingu á ljóði eft-
ir Heine og tvö frumort ljóð Zamenhofs.
Málfræði esperantos eins og hún er sett fram í Unua Libro hefur
verið nefnd Fundamento de Esperanto. Á fyrsta alþjóðaþingi esper-
antista 1905 var samþykkt að þessar grundvallarreglur málsins væru
óhagganlegar og mætti ekki breyta. Hefur svo verið allt til þessa dags
og gefið málinu þá festu — ásamt bókmenntum frumsömdum og
þýddum — að málgerð esperantos er enn sú sama nú og fyrir rúmri
öld þegar það kom fyrst fram. Aftur á móti hefur orðstofnum fjölgað
mjög í málinu við meira en aldarlanga notkun á flestum sviðum
mannlegs lífs. í orðabókinni Plena Ilustrita Vortaro de Esperanto
(1970) eru skýringargreinar 15.250 orðstofna sem af má mynda tugi
þúsunda orða með aðskeytum. Viðbætir hefur birst síðan með hund-
ruðum orðstofna. Aukin og endurbætt útgáfa þessarar orðabókar er
nú í undirbúningi. Auk hinnar almennu orðabókar hafa verið gefin út
mörg sérheitaorðasöfn í tækni og vísindum. Sérstök málnefnd, Aka-
demio de Esperanto, fylgist með þróun málsins. Esperanto er eina
planmálið sem hefur náð verulegri útbreiðslu og eru esperantofélög
starfandi í flestum löndum heims. Bóka- og blaðaútgáfa er veruleg og
margs konar ráðstefnur eru haldnar árlega þar sem esperanto er eina
málið sem notað er.
4.2 Yfirlit umformgerð esperantos
4.2.1 Stafróf og hljóðkerfi
Málhljóð í esperanto eru táknuð eins og hér er sýnt:
8 sérhljóð: 5 einhljóð: a, e, i [i], o, u [u]; 3 tvíhljóð: aú [au], eu
[eu], oú [ou]
21 samhljóð: b, c [ts], c [tj], d,f g, g [cfe], h,j, j [g], k, l, m, n, p,
r, s, s [J], t, v, z [z]