Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Page 30
28
Baldur Ragnarsson
Bókstafimir tákna yfirleitt svipuð hljóð og í íslensku að öðm leyti
en því sem hljóðritunin segir til um. Þó em b, d, g rödduð hljóð og /,
m, n, r sömuleiðis. Sami bókstafur táknar jafnan sama hljóð.
Ahersla fellur ávallt á næstsíðasta atkvæði: 'bona ‘góður’, kan'ta-
do ‘söngur’, interpárolo ‘samtal’.
4.2.2 Helstu orðflokkar og sérkenni þeirra
GREINIR
Ákveðinn greinir er la, óákveðinn greinir er enginn. Dæmi:
la homo ‘maðurinn’, la bona homo ‘góði maðurinn’
NAFNORÐ
Tala Með beygingu er greint á milli tveggja falla og tveggja
og fall: talna. Nafnorð enda á-oí nefnifalli eintölu. í fleirtölu er
-j skeytt aftan við þessa endingu og endingu þolfalls (and-
lagsfalls), -n, er líka skeytt aftan við hana í eintölu. í þol-
falli fleirtölu kemur tölumerkið fyrst og síðan fallendingin:
homo ‘maður (nf.et.)’, homo-j ‘menn (nf.ft.)’
homo-n ‘mann (þf.et.)’, homo-j-n ‘menn (þf.ft.)’
Þannig merkir mi vidas homon ‘ég sé mann’, mi vidas
homojn ‘ég sé menn’.
Forsetningarliðir með al gegna svipuðu hlutverki og þágu-
fall í íslensku og forsetningarliðir með de svipuðu hlut-
verki og eignarfall:
mi donis pomon al la infano ‘ég gaf baminu epli’, la
pomo de la infano ‘epli bamsins’
Kyn: Nafnorð hafa náttúrulegt kyn þótt það hafi ekki áhrif á
beygingu. Kvenkenna má með viðskeytinu -in:
viro ‘karlmaður’, vir-in-o ‘kvenmaður’
kato ‘köttur’, kat-in-o Tæða’
Gera má karlkynið nákvæmara með því að setja orðstofn-
inn vir- framan við heitið:
kato ‘köttur’, vir-kato ‘högni’